Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 7
fyrirgefningu syndanna hjá kærleiks- ríkum Guði. Trúin skal bera „ávöxt í öllu góðu verki" (Fil. 1:10). Við skulum hafa það hugfast í allri boðun, líka meðal barna, að „ávextirnir" eru ekki til að þóknast Guði, heldur eru þeir andsvar okkar við miskunn og gæsku Guðs sem viðurkennir okkur eins og við erum; elskar syndarann en hatar synd- ina. Gamall boðskapur - börn nútímans Meginverkefni kristinnar boðunar í dag er að flytja gamlan boðskap, sem ákvarðaðist af atburðum íþjóðfé- lagi sem okkur nútímafólki er fjarlæg- ur, inn í aðstæður sem voru ekki til staðar þegar boðskapurinn var skráður. Verkefnið er að skapa brú milli fortíðar (boðskapar Biblíunnar) og nútíðar (líf barna í dag). Hvernig geta börn skilið og tileinkað sér boðskap sem skráður er af fólki sem bjó við aðrar þjóðfélagsaðstæður og •ifði í voninni um Messías? Barn í dag þekkir ekki til þeirra væntinga sem felast í orðinu Messías og þess vegna verður að nota ný orð til að koma merkingu messíasarorðsins til skila. Til að börn tileinki sér boðskap, játist honum, trúi, þarf hann að vera merk- ingarbær fyrir þeim. Forsenda þess er að þau skilji inntak þeirra orða sem mynda skilaboð. Skilningur barna ræðst m.a. af tvennu, en mjög erfitt er þó að gera algjöran greinarmun þar á milli. Það er þroski þeirra og reynsla. Til þess að börn geti tileinkað sér boðskap verður að flytja hann á þann hátt að þroski þeirra hamli ekki skilningi og eins að hann fái hljóm- grunn í reynslu þeirra. Þroski „Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn" (l.Kor. 13:11). Barnsárunum heyrir til öðruvísi hugsun en fullorðinsárum, en hugsun barnsins er samt fullgild. Barnshugs- unin hæfir barninu og er því gefin af Guði. Það skiptir því máli í boðun Guðs orðs að skilja hugsun barna, því forsenda þess að þau skilji er að hugsun þeirra greini merkingu orð- ¦ anna, tungutak orðræðunnar. Ást er t.d. eitthvað áþreifanlegt fyrir börnin, t.d. að leiðast, kyssast, snerta, en ást sem tilfinningaleg, gagnkvæm, jákvæð tengsl milli karls og konu er utan þess sem ég held að börn geti skilið vitrænt og tjáð þannig. Hins vegar finnst mér líklegt að ef börn upplifa kærleiksrík tengsl milli for- eldra sinna eða við þá, þá skilji þau merkingu framangreindrar skilgrein- ingar á ást, þó svo að þau geti ekki tjáð það með þeim orðum sem við fullorðnir notum. Ég álít að það skipti miklu máli að flókin hugtök (t.d. synd, frelsi) séu útskýrð á sem áþreifanlegastan hátt og notuð dæmi sem gætu tengst dag- legu lífi barna. Pá eru líkur á skilningi hvað mestar, mannlega talað. Eins er ástæða að varast að nota margræð orð nema að útskýra þau í hverju tilviki. Einfalt dæmi um misskilning barna á orðum heyrði ég einu sinni hjá kennara. Hann hafði verið að kenna kvæði og bað börnin að skrifa það í vinnubók og myndskreyta. Kennar- inn gekk á milli barnanna og tók eftir að eitt þeirra var að teikna fuglsunga við kvæðið. Spurði hann barnið hvers vegna það teiknaði unga við kvæðið. Svaraði barnið þá: „Ungum er það allra best..." Kennarinn hafði verið að kenna heilræðavísur Hallgríms Péturssonar. Reynsla Öllu meira vandamál í kristinni boðun er mismunandi reynsla, lífs- Boðun í kristilegu bai nast.n II lýtur að því að koma skllaboðum til barna — fagnaðarerindinu um Krist, að þau eru elskuð af Guði og geti verið böm hans fyrir skím og trú.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.