Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 8
Til þess að börn geti tileinkað sér boðskap verður að flytja hann á þann h átt að þroski þeirra hamli ekki skilningi og að hann fái h|jómgiunn ¦ reynslu þeirra. gildi kærleikans, en um hann er rætt hér næst undir fyrirsögninni TAK- MÖRK ORÐRÆÐUNNAR. Takmörk orðræðunnar Orðræðan hefur sínar takmarkanir. Hún er ekki tekin trúanleg, tileinkuð ef hún samsvarar ekki merkingarbærri reynslu í hugum hlustenda. Að segja barni að það sé alltaf Guðs vilji að fólk deyi er ekki tilgangsrík þekking fyrir barni sem nýlega hefur misst foreldri. — Vill Guð að pabbi sé frekar á himni en hjá mér sem þykir svo vænt um pabba? gæti barn þá spurt, og áfram: — Hugsar Guð þá ekkert um mig? Börn vega og meta þau skilaboð sem þau heyra. Eins held ég að kristin boðum sé ómöguleg án kærleika gagnvart börn um eigi hún að vera tekin gild af þeim. Hún felur í sér boðskap um takmarka- lausa elsku Guðs til okkar syndugra manna. Endurspegli hið kristna um- hverfi (heimili, KFUM og KFUK fundir, sunnudagaskólar, o.s.frv.) ekki kærleika í samskiptum við börnin, hvernig eiga þau þá að trúa að G.uð sé kærleikur? Kærleiki Krists á að knýjaokkur (2. Kor. 5:14), þvívið miðlum kærleika Guðs ekki bara með orðum, heldur einnig með lífi okkar, hugsunum og atferli. • • • meðal barna reynsla, sem börn flytja með sér inn í kristilegt starf. Ástæða þess er að nútímaþjóðfélag býður upp á mjög mismunandi reynslu fyrir börn. Sum börn njóta sjaldan samvista við for- eldra sína vegna mikillar vinnu þeirra utan heimilis, á meðan önnur (t.d. í sveit) taka þátt í vinnu foreldra sinna, o.s.frv. Svo við tengjum lífsreynslu barna boðunarstarfi má hugsa sér eftirfarandi dæmi. Hugsum okkur að ég haldi hugleið- ingu og viðfangsefni hennar sé Guð. Ég ákveð að útskýra eiginleika Guðs með því að vísa til reynslu barna og tengi Guð föðurhlutverkinu: Guði má líkja við „kærleiksríkan föður". Hvernig munu börnin þá skilja hvern- ig Guð er og hefur sá skilningur merkingu? Mismunandi tel ég, því börnin þekkja ólíka feður. Sum eiga feður sem hafa „yfirgefið" þau við skilnað foreldra, aðrir eru strangir og sýna litla hlýju í samskiptum við börn og maka og enn önnur eiga umhyggju- sama feður. Að líkja Guði við „kær- leiksríkan föður" skilst trúlega og hefur merkingu fyrir börnum sem þekkja kærleiksríka feður, á meðan sama mynd af Guði hefur ekki merk- ingu fyrir börnum sem ekki þekkja kærleiksríka feður. Hvernig skal þá yfirleitt tala við börn fyrst skilningur þeirra ræðst af fyrri reynslu? Sýnist mér það vera tvennt sem hafa ber í huga. Annað er að útlista vel hugtök í hugleiðingum til þess að hættan á misskilningi sé í lágmarki. Hitt er Orðræðan - heilagur andi Kannski finnst einhverjum að ég geri of mikið úr mannlegri visku til að koma fagnaðarerindinu til skila. Hvað með heilagan anda? Er það ekki heilagur andi sem skapar skilning og trú á Krist óháð mannlegri visku sem þykist kunna svör við öllum vanda- málum í boðun orðsins? Jú, því er ég sammála, en samt ekki þannig að við sem boðum kristna trú séum Iaus allra mála og það skipti engu máli hvernig við flytjum orðið því heilagur andi skapi trúna hvort sem er. Við boðend- ur sköpum ekki trúna, en við getum vissulega flutt boðskap á þann hátt að hann verði hlustendum skiljanlegri og komi í veg fyrir misskilning. Við getum aðeins beðið að Guð fyrir heilagan anda sinn starfi í hinu boð- aða orði, skapi trú, sem vissulega er ekki vérk predikarans heldur hins lifandi Guðs. 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.