Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1985, Page 9

Bjarmi - 01.10.1985, Page 9
Finn Wagle: Bóm og bæn A hverju ári eru þúsundir barna skírðar í kirkjunni okkar. Bænin til Guðs er eðlilegt framhald skírnar- innar, fyrst fyrir foreldra og guðfeðgin, en síðan fyrir börnin sjálf. Sem börn Guðs eiga þau að fá að biðja til hans, fá að segja þú við Guð. En hvaða hjálp fá börnin til þess? Hvað gerir kirkjan til að gefa foreldrunum djörfung til að biðja með börnunum sínum? Fullgildir krístnir einstaklingar Við skuium byrja með örlitlum svipmyndum af því sem við getum kallað skoðun Biblíunnar á barninu. Við vitum að í gyðingdómi var litið á bernskuárin sem eins konar biðtíma. I trúarlegu tilliti var barnið ófullveðja — því að í bili var það ófært um að læra lögmálið. Barn hafði því minna gildi en fullorðinn maður trúarlega séð. Bernskan var biðtími og fyrst þegar barnið var 12-13 ára og hafði lært lögmálið var biðtíminn úti. f>á hlaut það fullgilda stöðu í trúarlegu tilliti. I þessu Ijósi skiljum við hve orð Jesú eru róttæk er hann segir: „Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki.“ Jesús i'tur ekki á börnin sem minna virði en fullorðnir heldur segir: „Slíkra er Guðs ríki.“ Við gætum bætt við: Þau eru fullgildir þegnar. í skírninni eru þau tekin inn í Guðs ríki, ekki um stundar sakir, ekki til reynslu, hcldur aú fullu og öllu. Bernskuárin eru enginn biðtími í þeim skilningi að þau verði betri og hæfari kristnir einstakl- 'ngar þegar þau verða fullorðin. Þau eru heldur ekki biðtími í þeirri nierkingu að bíða þurfi þess að þau verði nógu gömul til að geta skilið kristindóminn með höfðinu og séð hve miklir syndarar þau eru. Nei, bernskuárin eru tími þegar börnin, sem eru skírð, eiga að fá að lifa með Guði — á eigin forsendum, þ.e. þau tilheyra Kristi. Þau eru kölluð, í fyrstu ekki til að skilja, heldur til að lifa Iífi trúarinnar á eigin forsendum, sem fullgildir kristnir einstaklingar. Þetta líf trúarinnar birtist fyrst og fremst í bænalífi barnanna. Þegar mamma og pabbi biðja Á sama hátt og barnið býr yfir hæfileikum til að tala en verður að læra málið hefur það forsendur til að lifa trúarlífi. En það líf verður að hljóta næringu utan frá. Með öðrum orðum þá er það umhverfið sem mótar trúarhugmyndir og trúarlíf barnsins. Þar skiptir heimilið öllu máli á fyrstu árunum. Þá er bænin mikilvæg- ur þáttur fyrir börnin, allt frá vöggu. Þjóðverjinn Paul Vogel heldur því fram að ef barn öðlast reynslu af biðjandi móður geti það átt trúarlíf þegar áður en það hefur lært að tala. Hann kallar tvö fyrstu æviárin skeið „hinnar orðlausu móðurtrúar". Næsta skeið, 2-8 ára, nefnir hann skeið „hinnar biðjandi móðurtrúar“. Hvort tveggja leggur áherslu á hve trúar- þroski barnsins er háður trúariðkun- inni í umhverfi barnsins. Svíinn Hjalmar Sudén nefnir þessi ár „ hin trúarlegu uppgötvunarár“ og vill með því leggja áherslu á þýðingu þess að börnin fái frjálst og blátt áfram að uppgötva bænalíf hinna fullorðnu og hvaða sess Guð skipar í lífi þeirra. Trúarlífssálfræðingurinn André Godin álítur að 2-3 ára barn hafi hæfileika til að greina á milli kyrrðar- innar sem á að ríkja vegna þess að pabbi er veikur eða manna lagði sig og þeirrar kyrrðar sem ríkir á bæna- stund og er rofin af óskiljanlegum orðum Guði til dýrðar. Börn sem fá að kynnast raunverulegri bæn á heim- ili sínu búa yfir reynslu sem hefur áhrif á þeirra eigin trúariðkun og skilning á því hver Guö er og hvar hann er að finna. Göte Klingberg nefnir mörg dæmi um þetta í bók sinni, „Rannsóknir á trúarlífi barna“: „Ég á minningar frá barnæsku minni um móður mína á hnjánum í bæn. Það veitti mér öryggi. Mér hefur aldrei fundist ég eins nálægt Guði og þá!“ „Ég tel að fyrsta trúarreynsla mín hafi verið þegar móðir mín bað í fyrsta sinn með mér: 9

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.