Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1985, Page 10

Bjarmi - 01.10.1985, Page 10
„Minn Guð, þú elskar öll þín börn“. Ég fylltist öryggistilfinningu og fann til nálægðar Guðs.“ Eigingjörn bæn? Sumir trúarlífssálfræðingar halda því fram að bænir barna séu að mestu lærðar þulur án merkingar. Aðrir halda því fram að bæn barns geti einkennst af raunverulegu trausti og innileika. Rannsóknir Klingbergs hafa leitt í ljós mörg dæmi um það. Og jafnvel þótt barnið væri upptekið af sjálfu sér í bæn sinni — er það nokkurt einsdæmi? Eru fullorðnir ekki oft einna mest bundnir sér og sínum í bænalífi sínu? Út frá þessu sjónarhorni er e.t.v. rétt að taka sér orð Klingbergs í munn: „Barnið lærir að biðja fyrir áhrif frá umhverfinu.“ Hjálp til þroska En geta börn tamið sér þroskaðri bæn á æskuárum sínum? Athugum hvað Villiam Grpnbæk segir í bókinni „Trúarheimur barnsins“: „Ef barn álítur að það geti notað Guð til að uppfylla óskir sínar og það þroskast ekkert frekar trúarlega mun það áfram líta svo á þegar það verður fullorðið að það hafi yfirráð yfir Guði — ef það hefur þá ekki glatað trúnni. Þá er líklegt að það leiti aðeins til Guðs í bæn á háskastundum.“ Þetta er mikilvægt atriði, einkum ef við höfum trúariðkun eldri barna í huga. Hve mörg 10-12 ára börn hafa ekki staðnað trúarlega þannig að sú mynd sem þau hafa af Guði er sú sama og hjá 4-5 ára börnum? Ástæðan er sú að þau hafa ekki fengið neina hjálp til þroska í trúarlegu tilliti. Þau eru barnaleg og vanþroskuð — oft vegna þess að hinir fullorðnu, sem áttu að hjálpa, gátu það ekki vegna þess að þeir voru sjálfir staðnaðir á sama stigi trúarþroskans. Þess vegna hætta margir að biðja þegar þeir verða fullorðnir eða þeir nota Guð einungis sem andlega neyðarvakt — sem síðasta hálmstráið á neyðarstund. Rannsóknir Klingbergs gefa einnig innsýn í þessa þróun. 19% þeirra sem hann spurði kváðust hafa hætt að biðja um 12 ára aldúr, 36% um 14 ára. Rétt er að bæta því við að nokkrir geta þess að þeir hafi aftur byrjað að biðja síðar. Niðurstöður rannsóknar Við skulum aðeins líta á rannsókn sem Oddbjörn Evenshaug og Dag Hallen hafa gert. Höfuðmarkmið rannsóknarinnar var að lýsa uppeldis- aðstæðum barna á heimilum þeirra með aðaláherslu á það í hverju það uppeldi var fólgið sem foreldrar veita börnunum. í niðurstöðum rannsókn- arinnar er að finna atriði sem tengjast umfjöllunarefni okkar: Börn ogbæn. Einn flokkur spurninganna í rann- sókninni snýst um hvað foreldrar vilja að börn þeirra læri. Spurt var: Viltu að barnið læri... um Guð... um Jesúm... að biðja, t.d. kvöldbæn... kristilegt siðgæði? Svörin sýna að milli 92 og 95% þeirra sem hafa látið skíra börn sín vilja að þau læri um Guð og Jesúm og tileinki sér kristilegt siðgæði, en aðeins 75% vilja kenna þeim að biðja. í skýringum sínum við þessar niður- stöður segja Evenshaug og Hallen: „Ástæðan fyrir því að færri vilja að börnin læri að biðja (kvöldbænir) er sennilega sú að þá er um meira að ræða heldur en þekkingarmiðlun, jafnvel þótt við vitum að kvöldbæn er unnt að viðhafa sem siðvenju („góða- nótt-siður“) án trúarlegrar þýðingar. Kirkjunni ætti að vera umhugsunar- efni að 19% þeirra sem láta skíra barnið sitt vilja ekki að bænin komi sem eðlilegt framhald skírnarinnar og 6% svara „veit það ekki“, samtals 25%. Hefur kvöldbænin misst þá sjáltsögðu stööu sem hún hefur haft á flestum heimilum, eða er hún um það bil að missa hana? Niðurstöður Klingbergs frá 6. ára- tugnum sýna að þá lærðu nánast öll börn í Svíðþjóð að biðja kvöldbænir. Nú kemur í ljós að 25% þeirra sem láta skíra börnin sín sjá ekki þýðingu þessarar hefðar á heimili sínu. Þetta er vert umhugsunar. En beinum nú athyglinni að þeim 75% sem vilja að börnin þeirra læri að biðja. Hver er reynsla þessara barna af bæninni? Hvernig er beðið á heimil- um þeirra? Er bænin bara fallegur kvöldsiður? Fá börnin það á tilfinn- inguna að eitthvað mikilvægt eigi sér stað þegar mamma og pabbi biðja með þeim? Skynja þau bænina — eða geta þau skynjað hana — sem samtal við Guð? Niðurstöður Evenshaug og Hallen svara því ekki. Samt ætti að vera unnt að gefa einhver svör. Meira en öryggistilfinning Gera verður ráð fyrir að á meðal þeirra 75% sem vilja að börnin læri að biðja kvöldbæn sé allnokkur hópur sem ekki lítur á kvöldbænina sem kristilega siðvenju, heldur sem al- Böm sem kynnast raunvem- legri bæn á heimili sinu búa % yflr reynslu sem hefur áhrif J á þeirra eigin trúariðkun og skilning á því hver Guð er og hvar hann er að finna. 10

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.