Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 13
jíjur f að heyra______ lin í krökkunum ¦n leið eina upphitunin í skálanum. pl að spara kol og auðvelda upp- tveikju var safnað spreki úti í hrauni. r8 man sérstaklega hvað Herborg -Jlafsson, kristniboði, sem þá var Prstöðukona, var dugleg að bera eim efni í eldinn. Engir skápar voru e'dhúsinu, aðeins nokkrar hillur j^ð hengi fyrir og allt vatn var sótt í ^ldá fyrir framan skálann. . * þá daga voru börnin heilan mánuð ^n einu í Selinu og þegar þau áttu að j*ra í bað, eins og nauðsynlegt var, *Urfti að hita allt vatn á kolavélinni. t ft bogaði af manni svitinn við það jarf og eitt sinn var mér orðið svo e'tt að ég skutlaði mér út í Kaldá á eftir. Það gefur einnig hugmynd um starfið þá, að eitt af kvöldverkum ráðskonunnar var að hreinsa úti- kamrana og grafa í jörð það sem í föturnar hafði safnast um daginn. Nú eru aðstæður allar aðrar og munar þar kannski mest um breyting- una sem varð þegar byggt var við skálann og hann endurbættur 1967. Nú höfum við heitt vatn frá olíuhitun og gasvél er tekin við af gömlu kolavélinni. Enn höfum við þó ekki fengið rafmagn, en ég vona að þau sem taka við starfinu þurfi ekki að vera lengi án þess, því þá verður hægt að fá vélar til að létta störfin. Ég sakna þó ekki rafmagnsins, og ég get Stúlknaflokkur fyrir framan adaldyr skálans í Kaldárseli. Sigrún er aftast í hópnum. sagt þér að steikin er miklu betri úr Kósangasofninum. Og nú á enn að fara að byggja við og bæta aðstöðuna. Austan við skál- ann er búið að steypa plötu og þar á að rísa húsnæði fyrir íþróttir, föndur, þvotta o.fl. —Gefst þér tími til að umgangast börnin mikið sem þú matreiðir fyrir í Kaldárseli? —Já, blessaður vertu, ég kynnist börnunum furðuvel. Oft er ég með á kvöldvökum og les stundum fram- haldssöguna. Svo þarf að annast börn- in ef lasleiki eða eitthvað annað amar að. Pá verð ég stundum að ganga þeim því næst í móðurstað. Ég get sagt þér frá einu broslegu atviki sem gerðist í drengjaflokki fyrir allmörg- um árum. Fyrsta eða annað kvöldið í flokkn- um kvartaði lítill hnokki um að sér væri illt í maganum. Benedikt Arn- kelsson, sem þá var forstöðumaður, eins og oftast í drengjaflokkum, gat ekki fundið að neitt alvarlegt væri að, og sagði að þetta myndi líklega lagast ef hann legði sig og reyndi að sofna. Seinna var svo barið að dyrum hjá mér. Var drengurinn kominn þar og bar sig heldur illa. „Hvað gerir hún mamma þín fyrir þig, þegar þér verður illt í maganum?" spurði ég í von um að geta hjálpað. „Hún leyfir mér að koma upp í rúm til sín," svaraði drengurinn. „Þá verð ég að vera mamma þín í Kaldárseli," sagði ég. Sá litli var þá fljótur að skríða undir sængina hjá mér og magaverkurinn batnaði um leið. 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.