Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1985, Síða 14

Bjarmi - 01.10.1985, Síða 14
—Finnst þér börnin sem koma í sumarbúöirnar hafa breyst á þessu 35 ára tímabili? —Já, ég er ekki frá því. Ég held að þau séu í senn sjálfstæðari og ósjálf- stæðari en áður var. Þau eru sjálfstæðari að því leyti að þau virðast ekki eins háð mömmu sinni og áður var. Þá var ekki óal- gengt að börn grétu á kvöldin af því að mamma var hvergi nærri. Nú er það viðburður, ef einhver grætur af löng- un eftir að fá mömmu sína til sín. Mér kemur stundum í hug að börn séu nú vanari því að móðirin sé langtímum saman utan heimilisins og þau læri að lifa í sátt við það. A hinn bóginn virðist mér stundum eldri börnin ósjálfstæðari en áður og háðari því að starfsfólkið finni þeim eitthvað skemmtilegt að glíma við. —Er erfitt að vera ráðskona í Kaldárseli? Ætli það sé ekki svipað og í öðrum sumarbúðum? Auðvitað getur vinnu- dagurinn oft orðið langur og það er í mörg horn að líta, ekki síst þegar kaffisalan er hér í lok sumars. Ég veit að sumir sem starfað hafa í Selinu eru orðnir dauðþreyttir eftir fyrstu vikuna, einkum vegna hávað- ans í börnunum daginn út og daginn inn. En þetta á vel við mig. Ef til vill af því að ég var alin upp í stórum systkinahóp þar sem alltaf var eitt- hvað um að vera. Stundum gefst mér tími til að Ieggja mig aðeins um miðjan daginn og þá sofna ég strax ef börnin eru inni, en séu þau öll úti í gönguferð þýðir ekkert fyrir mig að reyna að sofna. Ég þarf að heyra ærslin í krökkunum til þess að geta sofnað. Nei, mér finnst starfið ekki erfitt. í fyrrasumar tók ég mér sumarfrí í fyrsta skipti í 35 ár ef frá eru taldir 2-3 dagar fyrir fjölskylduferð, en það er alls ekki neitt merki þess að ég sé farin að þreytast á starfinu. —Hvers vegna heldur þú áfram að vera með í kristilegu sumarbúða- starfi? —Tilgangurinn með starfinu í Kaldárseli er að boða Guðs orð og kenna börnunum að þekkja Jesúm Krist, besta vininn sem þau geta eignast. Og það er þess vegna sem ég er þakklát fyrir að fá að vera með í þessu starfi. Sem barn og unglingur var ég með í KFUM og KFUK og átti mína barnatrú. Mágur minn Sveinbjörn Sveinsson var mikill KFUM-maður og hann og systir hans, sem var blind, tóku mig með sér á kristileg mót. Hann benti mér á rétta leið og sagði stundum við mig: „Vertu aldrei þar sem þú vilt ekki vera þegar Kristur kemur aftur“. Svo var það árið 1936 að hingað kom hópur kristinna stúdenta frá Noregi og hélt samkomur. Ég sótti þær vel og á þeim tíma átti ég mitt afturhvarf. Þá varð trúin á Jesúm, sem frelsara minn og Drottin, nýr og lifandi veruleiki. Og þá vaknaði djúp þrá í hjarta mínu eftir því að fá að þjóna Guði. Ég þráði að vita hvernig Guð gæti og vildi nota mig og í þeirri leit dró ég mér orð úr Biblíunni. Versið sem ég fékk var úr 21. kafla Jóhannesarguð- spjalls þar sem Jesús segir: „Gæt þú lamba minna.“ Þessi orð Jesú töluðu beint til mín og mótuðu afstöðu mína, Iíf og starf upp frá því. Það er ekki oft sem ég tala til barnanna út frá Guðs orði, mér finnst aðrir hæfari til þess en ég, en þegar það kemur fyrir, segi ég stundum við börnin að þau séu lömbin og að Jesús hafi kallað mig til að gæta þeirra og segja frá kærleika hans. Ég hef fengið náð til að taka þátt í margþættu kristilegu starfi, ekki að- eins í KFUK heldur einnig í kristni- boðsdeild félaganna, kirkjukórnum og sunnudagaskólanum í Fríkirkjunni og allt hefur það veitt mér ómælda blessun. Ég er Guði sérstaklega þakklát fyrir það að hann leyfir mér að taka þátt í starfinu í Kaldárseli og hlýða þannig boði hans: „Gæt þú lamba minna.“ Og nú þegar sumarstarfið er 60 ára er mér efst í huga þakklæti til Drottins fyrir vernd hans og varð- veislu öll þessi ár. G. 14

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.