Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 15
Freisting Grísku og hebresku orðin sem notuð eru í Biblíunni og þýdd „freist- ing" og „að freista" þýða að rannsaka, prófa, reyna og eru bæði notuð um það sem Guð leggur á menn og um tælingu djöfulsins til syndar. Guð freistar einskis manns, Jak. 1,13. En hann reynir þá svo að þeir staðfestist í því sem gott er. En þegar maðurinn er í deiglu notar djöfullinn tækifærið og reynir að tæla hann til syndar. (Auðvitað geta menn líka sjálfir leitað uppi freistinguna og getur það leitt þá í glötun, sbr. Orðskv. 14,16.) Ekki verður komist hjá freistingu því að menn þroskast ekki til full- komnunar nema með því að berjast við þær, Jak. 1,2. Ef til vill var það öðrum þræði þess vegna sem Guð leyfði að hinir fyrstu menn yrðu fyrir freistingu, 1. Mós. 3. Andinn leiddi Jesúm út í óbyggðina svo að hans yrði freistað af djöflinum, Matt. 4,1. Jesús var án syndar og þó segir Biblían að hann hafi vaxið í jarðvist sinni, Guð „fullkomnaði" hann, einkum með þjáningum, og þjáningarnar hafa fyrst og fremst verið þær að hann varð fyrir freisting- um, Hebr. 2,10,18. Jesús hefur sagt vinum sínum fyrir að þeirra muni líka verða freistað, sbr. Lúk. 22,31. Og Jesús hindrar ekki að Satan freisti þeirra. En hann gerir annað. Hann segir við Símon að hann hafi beðið fyrir honum, Lúk. 22,32. „Hættan í lífinu er freistingin," hefur einhversagt, „tímanleg, já, eilíf áhætta tilverunnar. í samtalinu við Pétur leggur Jesús áherslu á að djöf- ullinn sé markviss þegar hann freistar. Hann vill tæla menn í eilífa glötun. Freistingin er komin úr djúpi myrk- ursins og það vill Jesús leiða okkur mönnunum fyrir sjónir af því að við fetum æviveginn andvaralausir þ*ó að við séum við hengiflug glötunarinn- ar." En Guð er líka að verki á stund freistingarinnar enda talar Jesús um fyrirbæn sína. Er til vopn gegn freist- ingunni? Jesús ræðir einkum um bæn, Matt. 26,41, og sjálfur notaði hann „sverð andans", orð Guðs, Efes. 6,17, með góðum árangri gegn freist- ingunni er hann glímdi við óvininn í óbyggðinni, Matt. 4,4,7,10. „Þessi vopn bíta á djöfulinn. Hann óttast þau. Við heyrum, lærum og íhugum orð Guðs svo að við fræðumst, styrkjumst og hljótum huggun. Þegar við lendum svo í baráttu og sálarstríði lyftum við hjört- um til Drottins vegna þessa sama orðs og hrópum innilega á hann að hann hjálpi okkur. Þannig er eins og eilíft samtal verði milli Guðs og manna: Ýmist talar hann til okkar og við hlustum á hann, eða hann hlustar á okkur þegar við tölum um hvers við þörfnumst. Hvor- ugt þolir djöfullinn, hann stenst það ekki" (Lúther). HÆTTA! &EFI© APÁNUM EW/AB 80RÖA WA9 UH PM) þ'OTt ÉG- GEFI HONUM Af> ÉTA AfJMAO SLAGIÐ! 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.