Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 16
Bjarne E. Landro: ANDANA / síðasta blaði birtistfyrri hluti grein- arinnar „Reynið andana". Hér á eftir fer síðari hluti greinarinnar. 2. Ýmsir mælikvarðar A. Samanburður við orð Guðs Alla predikun og alla kenningu á að bera saman við orð Guðs. Það er líka meginatriðið í vígorði siðbótarinnar: Sola soriptura: Ritningin ein. Biblían á að vera eini mælikvarði okkar í allri kristilegri kenningu og breytni. Þegar þessari reglu er beitt hljótum við að lýsa yfir því að sérhver kenning sem stríðir gegn Biblíunni sé röng og fráleit. ÞettaerviðhorfBiblíunnarsjálfrar. Hér nægir að vitna til hinna áhrifa- miklu orða í Gal. 1,8: „En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það sem vér (Páll og postularnir) höfum boðað yður þá sé hann bölvað- ur." Þannig þolir Biblían engin and- mæli né leiðréttingu. Hún heldur því fram að hún eigi guðdómlegt, algjört úrskurðarvald. Hún segist vera hin eina rétta, sanna guðsopinberun. Áminningin í 1. Jóh. 4,1-3 ertengd umfjöllun um falskenningar. Þar var það kjarnaatriðið sem deilan snerist um, hvort Guð hefði komið í holdi, holdtekjan. Villukennendur, svo- nefndir dóketar, neituðu því að Jesús væri sannur maður, að Guð hefði klæðst holdi í honum. Þeir pred- ikuðu Krist en ekki í samræmi við þann Krist sem postularnir boðuðu. Biblían segir að hér sé á ferðinni andkristileg hreyfing (1. Jóh. 4,3) því að hér sé talað gegn vitnisburði Krists sjálfs um sjálfan sig og vitnisburð 16 postulanna um hann (Lúk, 24,39 og Jóh. 1,14). Sumir velviljaðir kristnir menn nú á dögum hefðu sennilega hugsað sem svo: „Þeir nefna þó nafn Jesú og boða Krist þrátt fyrir allt. Við verðum að umbera þá þó að þeim sé í einhverju áfátt og þola aðra sem eru á annarri skoðun en við og kenna annað. Við skulum fyrir alla muni forðast að tala eða skrifa á móti þeim og valda þannig úlfúð og deilum. Okkur ber að sýna þeim kristilegan kærleika og biðja þeim blessunar Guðs." Þannig verða kristileg sannindi af- stæð en slíkt er í algjöru ósamræmi við Biblíuna, já, stríðir gegn henni. Sama máli gegnir um þann kristilega kærleika sem fram kemur í slíkum hugsunarhætti. Kristnir menn, sem halda fast við Biblíuna geta með engu móti umborið og elskað það sem brýtur í bága við Biblíuna og beðið því blessunar Guðs. Það umburðarlyndi og sá kær- leikur er að minnsta kosti ekki í samræmi við Biblíuna heldur þvert á móti óbiblíulegur og andstætt krist- indómnum. Orð Guðs boðar að villu- kennendum eigi að vísa á bug (Tít. 3,10). Jóhannes postuli kærleikans viður- kennir ekki alla sem nefna nafn Jesú. Öðru nær, Krists-predikara þá sem aðhyllast dóketisma segir hann að séu falsspámenn sem fólk eigi ekki að veita húsaskjól (2. Jóh. 7-11). Hann ritar trúuðum mönnum og í raun og veru sker hann upp herör. Af þessu má ljóst vera að það er ekki mótsögn að saman fari barátta og kærleikur. Nei, sannleiksástin leiðir ætíð til bar- áttu gegn lyginni. Öll kenning sem stríðir gegn Biblí- unni er af andkristilegum anda. Þess vegna eigum við að reyna andana með því að bera þá saman við Bibl- íuna. Við getum verið þess fullviss, að það sem kemur ekki heim og saman við orð Guðs er ekki af anda Guðs, því að andinn fylgir orðinu. Á Þetta er aðferð sem allir kristnir, trúaðir menn geta beitt þegar þeir reyna andana. Já, Biblían gerir ráð fyrir að þeir viðhafi að jafnaði þessa „prófun". „Spámenn tali tveir eða þrír og hinir aðrir skulu dæma um" (1 • Kor. 14,29). „Hinir aðrir" eru venju- legir, kristnir menn í söfnuðinum. Skilyrðið til þess að kunna þetta er að menn þekki Biblíuna og Iifi í henni. Ef trúaðir menn eiga ekki rétta þekkingu á orði Guðs og eru ekki handgengnir því munu þeir láta hrífast með af alls konar andlegum stefnum nútímans. Þá er hætta á því að andi andkrists hremmi þá en hann verkar í kenningum sem fara á snið við Biblíuna. Hinum þar á móti sem er staðfastur í orðinu og treystir því að það hafi algjört og guðdómlegt úrskurðarvald hættir miklu síður til að rata í villur. Hann getur sagt með guðdómlegum myndugleik: „Svo segir Drottinn!" B. Gætum að ávöxtunum Jesús hefur sjálfur bent okkur a þessa aðferð til að fletta ofan af falsspámönnum og villulærdómum: „Gætið yðar fyrir falsspámönnum er koma til yðar í sauðaklæðum en eru J

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.