Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 17
L hið innra glefsandi vargar. Af ávöxt- um þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort geta menn lesið vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum?" (Matt. 7,15-23). Ekki er alltaf auðvelt að segja til um tegund og gæði gróðurs fyrr en ávextirnir fara að segja til sín. Úr því að við eigum að þekkja falsspámenn af ávöxtum þeirra táknar það að þeir verða ekki alltaf þekktir af ytra yfir- bragði eða breytni. Um skeið líta þeir út eins og „góð tré." Fyrir sjónum okkar eru þeir líkir sönnum spámönn- um. En ávextirnir koma í ljós. Og þar sem við eigum að geta þekkt þá á ávöxtunum getur ekki verið átt við dómsdag þegar líf þeirra verður af- hjúpað. Það hlýtur að þýða að tegund ávaxtarins sem sker úr um eðli og gæði trésins verði okkur sýnileg hér í tímanum. Ekki segir berum orðum hver ávöxturinn er. En hér er rætt um fals- spámenn og því má ætla að átt sé við predikun þeirra — og þó ekki aðeins sjálfa predikunina. Hana má enda afhjúpa strax, en ávextirnir sem við eig- um að þekkja þá af koma ekki strax í ljós. Þeir þurfa alltaf nokkurn tíma til að þroskast. Líklegt er því að hér sé átt við árangurinn af predikun þeirra og starfsemi. Ýmislegt sem brýtur í bága við Biblíuna mun spretta í slóð þeirra. Af því má draga þá ályktun að andi Guðs er þar ekki að verki, enda er ávöxtur andans ávöxtur að hætti Biblíunnar, í samræmi við hana. Gefum gaum að muninum á verk- um holdsins og ávexti andans í Gal. 5,19-22: „En holdsins verk eru augljós, og eru þau: Frillulífi, óhreinleikur, saur- lífi, skurðgoðadýrkun, fjölkyngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall... En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, hógværð, bindindi." Ástæða er til að stinga við fótum þegar ávextir predikunar eða hreyf- ingar verða þeir, sem hér að ofan er lýst. Bræðrafélaginu er sundrað og menn dragast í flokka. Jesús sagði við andstæðinga sína: „Sá sem ekki samansafnar með mér, hann sundur- dreifir" (Matt. 12,30). Andr,úmsloftið í kristilega samfé- lagshópnum verður hart og menn verða dómsjúkir. Fólk eyðileggur kærleikssamfélag með sérkenningum. Þá segir orð Guðs: „Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndar- dóma og ætti alla þekking og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika væri ég ekki neitt" (1. Kor. 13,1-2). Trúaða fólkið öðlast þá ekki and- lega lausn, vissu og gleði heldur lifir í þrældómi undir lögmálinu og mann- legum kenningum. Biblían segir: „Til frelsis frelsaði Kristur oss. Standið því fastir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok" (Gal. 5,1). Predikunin og kenningin er svo „frjáls" að hún Ieiðir til holdlegs frelsis, svo að menn sem játa að þeir séu kristnir lifa í synd (frillulífi, lygi, óheiðarleika) í því skálkaskjóli að „Golgata hylji allt". Biblían segir: „Hvað þá? Eigum vér að syndga af því að vér erum ekki undir lögmáli heldur undir náð? Fjarri fer því. Vitið þér ekki að þeim sem þér frambjóðið sjálfa yður fyrir þjóna til hlýðni, þess þjónar eruð þér sem þér hlýðið, hvort heldur er syndar til dauða eða hlýðni til réttlætis?" (Róm. 6,15-16). Menn hafa spáð um ókomna hluti og rættist ekki. Biblían segir: „Ef þú segir í hjarta þínu: Hvernig fáum vér þekkt úr þau orð er Drottinn hefir ekki talað? þá vit að þegar spámaður talar í nafni Drottins og það rætist eigi né kemur fram þá eru það orð sem Drottinn hefir eigi talað. Af ofdirfsku sinni hefir spámaðurinn talað það" (5. Mós. 18,21-22). Sá sem ræktar ávexti verður að bíða þess í mikilli þolinmæði að þeir vaxi svo að hann geti komist að raun um gæði trés sem hann er óviss um. Á sama hátt ber okkur stundum að fresta því að dæma hart eða viðurkenna alls konar nýtískustefnur og hæpna predikara þangað til við sjáum ávextina af Iífi þeirra, fræðslu og starfi. C. Hæfileikinn að greina and- ana Að endingu skal vikið að þriðju leiðinni sem Biblían bendir á í þessu sambandi. Það er náðargáfan að greina andana. Hún er nefnd í 1. Kor. 12,10. Hún er sérstök gjöf auk ann- arra gjafa eins og lækningagáfu, gáfunnar til að gera kraftaverk, spá- mannsgáfu, tungutalsgáfu o.s.frv. Ekki er því svo farið að sérhver kristinn maður búi yfir öllum þessum gáfum, heldur einni eða fleiri (1. Pét. 1,10). Þess vegnaerekkiöllum trúuð- um, kristnum mönnum veitt náðar- gáfa að greina andana, heldur sumum. Takið eftir orðalaginu í 1. Kor. 12,10: „Öðrum framkvæmd kraftaverka, öðrum spámannleg gáfa, öðrum greining anda." Þetta er ekki meðfæddur, sálrænn eiginleiki frekar en aðrar gjafir and- ans heldur sérstök nýsköpun og bún- aður anda Guðs (1. Kor. 12,11-31). Fyrri aðferðirnar tvær til að greina andana byggjast á athugun og eftir- tekt, en þessi kemur þannig fram að maðurinn snýst þegar í stað gegn öllu andlegu valdi sem ekki er af Guði. Það er hæfileiki til að hirða ekki um ytra borðið, orð og hegðun, heldur afhjúpa andann sem undir býr. Eins og fyrr er að vikið munu falspredikarar koma fram hópum „En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi." 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.