Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1985, Side 18

Bjarmi - 01.10.1985, Side 18
Þrír tóku trú á unglingamóti: Æskan kemur! saman og valda mikilli upplausn og fráhvarfi (Matt. 24). Þeim er hleypt inn vegna blekkinga sinna, ekki síst vegna þess að svo er að sjá sem þeim takist að líkja eftir sönnum kristin- dómi. Þeir hika ekki við að nefna nafn Jesú (Matt. 7,22) og virðast jafnvel vera heittrúaðir, kristnir menn. Tök- um eftir hinu innilega ákalli í Matt. 7,21-23; „Herra, herra!“ Tákn og undur gerast fyrir tilstilli þeirra. Hvernig eiga venjulegir, kristnir menn að greina í sundur heilt og rotið? Ef breytni og kenning eru ekki í samræmi við Biblíuna er vandinn leystur. En hvað skal segja þegar sumir þessara manna hylja óheilindin með „kristilegri" grímu og jafnvel rétttrúnaði? Þess eru dæmi að predik- arar sem fara villir vega blekki fólk af því að breytni þeirra er lýtalaus og kenningin rétt. Jafnframt vitum við að fyrir hefur komið að kristnir menn sem hafa fallið frá trúnni hafa staðið upp og vitnað í söfnuðinum til þess að breiða yfir fráhvarf sitt. Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir áttu að segja, og trúaða fólkið lét sér vel líka. Enginn átti hæfileikann til að afhjúpa falsið. Hér kemur náðargáfan að greina andana til sögunnar. Óhugsandi er að Pétur hefði getað afhjúpað Ananías og Saffíru, hræsni þeirra og blekking- ar, nema hann hefði haft gáfuna til að greina andana (Post. 5,1-11). Þessi hjón voru lygin og óhreinlynd en af allri framgöngu þeirra mátti ætla að þau ættu lifandi, kristna trú. Enn fremur voru þau formlega þátttakend- ur í söfnuðinum. En Pétur sagði: „Ananías, hví fyllti Satan hjarta þitt svo að þú skyldir ljúga að heilögum anda?“ Þetta verður ein mikilvægasta náð- argáfan á síðustu tímum þegar villan nær hámarki. En jafnframt eru fáar náðargáfur sem jafnerfitt er að „eiga“ og nota réttilega. Þeir sem búa yfir henni og nota hana eru oft misskildir og sagðir vera leiðinlegir og dómsjúk- ir. Þess vegna verða þeir að biðja um sanna auðmýkt, mikinn kærleika og djúpa visku en einnig mikinn kraft og náð til að standa fastir í sannleikan- um. Sá sem skortir þessa gáfu hefur leyfi til að biðja Guð að gefa sér hana (1. Kor. 14,12-13). Trúið ekki sérhverjum anda en gætið að hvers eðlis þeir eru. Það sem er af sannleikanum þolir ætíð rann- sókn og athugun. (Fast grunn.) íslensku kristniboðana í Cheparer- ía í Kenýu skortir ekki verkefnin. Starfið er í sífelldum vexti. Nú kemur fólk saman á sunnudög- um á sjö stöðum á akrinum auk ýmissa samverustunda á öðrum dögum. Starfið meðal æskufólks hefur gengið vel að undanförnu. Níutíu unglingar tóku þátt í helgarmóti fyrir nokkru. Þrír þátttakendur vitnuðu um það skömmu síðar að þeir hefðu öðlast trúna á Jesúm Krist á mótinu. Um aðra helgi var farið með um tuttugu unglinga í trúboðsferð. Þeir héldu kvöldsamkomu og guðsþjón- ustu og fóru hús úr húsi til að ræða við fólk um frelsarann. Þau Hrönn Sigurðardóttir og Ragn- ar Gunnarsson kristniboðar sjá um eflingu skólans á stöðinni og þriggja annarra skóla. Ragnar fer margar ferðir með sjúklinga sem þarfnast hjúkrunar. í vor önnuðust þau og stjórnuðu matardreifingu bæði á stöðinni og víðar í Pókothéraði. Þegar líða tók á árið hafði rignt vel. Fólk var farið að uppskera baunir og maísinn virtist ætla að spretta dável. Snemma á árinu sýktist Ragnar af gulu. Héldu þau hjónin þá til Naíróbí sér til hvíldar en þegar þangað kom veiktist Hrönn líka og dvöldust þau um sjö vikna skeið í höfuðborginni. Nokkru eftir að þau voru komin aftur heim á stöðina veiktist Hrönn að nýju og var nú í burtu í fimm vikur. Gula er slæmur sjúkdómur, svo og fylgikvillar hennar. Þau hjónin hafa nú náð sér — og láta hendur standa fram úr ermum sem fyrr segir. Drengirnir þeirra, þeir Sigurður og Hermann Ingi, dafna vel. Þeir tala svahílí, ríkismálið, við alla aðra en foreldra sína og verða sífellt sleipari í málinu. Þeir eru nú farnir að skilja að til er eitthvað sem heitir Island, segir í bréfi frá foreldrunum. Eru þeir mjög hrifnir af íslenskum fánum sem þeir eiga. „Það sem veldur þó mestri hrifningu á íslandsalmanakinu eru strætisvagnarnir við Lækjartorg!“ 18

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.