Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 19
Kristniboðið í Eþíópíu ber ávöxt: Fleiri og fleiri trúa Gífurlegur vöxtur á sér stað víða innan lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu, ekki síst í suðursýnódunni sem m.a. kristnir menn í Avasa, Konsó og Sollamó tilheyra. Kirkjan vinnur bæði að útbreiðslu fagnaðarerindisins og tekur þátt í þróunar- og hjálparstarfi. Nefna má að á vegum suðursýn- ódunnar sitja 6000 börn á skólabekk. Nær 80 nemendur sækja þriggja ára iðnskóla og 48.500 manns hafa fengið fræðslu í iestrarskólum. Hátt á þriðja hundrað þúsund manns naut hjúkrun- ar á árinu sem leið. Þá er unnið að verkefnum í landbúnaði og skógrækt. Boðunarstarfið er að sjálfsögðu mikilvægast. Nú eru um 220.000 manns skráðir í kristna söfnuði á starfssvæði sýnódunnar og hefur orðið mjög ör fjölgun á síðustu árum. Safnaðarstarf er víða vel skipulagt. Brýn þörf er á fræðslustarfsemi innan safnaðanna. Sértrúarhreyfingar hafa risið og sums staðar hefur heiðn- um þáttum verið blandað saman við kristna trú svo að jafnvel heilir söfnuðir hafa leiðst afvega. Forstöðu- menn sýnódunnar hafa mikinn hug á að efla Biblíufræðslu meðal almenn- ings í söfnuðunum, og hafa þeir bæði í huga Biblíuskóla, námskeið ýmiss konar, kristinfræðikennslu í barna- skólunum o.s.frv. Enn reynist sýnódunni erfitt að standa sjálf undir starfinu fjárhags- lega, enda nýtur hún stuðnings kristni- boðsfélaganna. Hagur manna er víða bágborinn og dýrtíð ríkir. Þó vegur einnig mjög þungt að ýmsir starfsmenn hafa hrugðist í hlutverki sínu, verið hysknir og óheiðarlegir og misnotað fé sem þeim var trúað fyrir. Vegna laga sem núverandi yfirvöld í landinu hafa sett er nær ómögulegt að segja upp starfsmönnum, þótt þeir séu ekki starfi sínu vaxnir eða vinni jafnvel gegn húsbændum sínum og því málefni sem þeir áttu að efla. Má nærri geta hvílíkum erfiðleikum þetta veldur kirkjunni. Sýnódan nær yfir stórt svæði. Kom- ið hafa fram hugmyndir um að skipta því í tvennt og yrði fylkið Gamú Gofa og starfssvæði þess þá sérstök sýnóda. Þessar hugmyndir hafa fengið góðar undirtektir og vinnur nú nefnd að því að kanna þessi mál nánar. Forseti lúthersku kirkjunnar í Eþí- ópíu, Fransis Stefanos, hefur lýst áhuga sínum á því að kirkjan stefni markvisst að því að geta staðið á eigin fótum. Hann leggur einnig áherslu á að kirkjan mennti presta og predikara svo að hún geti annast boðun og fræðslu í söfnuðunum, svo og að kirkjan verði fær um að sjá ein um skipulagsmál sín. Fransis tekur þó fram að hann vilji ekki að kristniboðarnir fari í burtu heldur snúi þeir og kirkjumenn bök- um saman við að útbreiða fagnaðarer- indið meðal hinna mörgu þjóðflokka í landinu. Fyrir nokkru vék hann í ræðu að hinu mikla neyðarástandi í Eþíópíu. Hann sagði: „Hefur þetta dunið yfir vegna þess að Guð fann ekki 60, 40 eða 10 réttláta? Eigum við sök á þessu?“ Hann las Sak. 8,14-17 og hvatti áheyrendur til að gjöra iðrun og koma til Krists. Öll þjónusta okkar er háð samfélaginu við Krist og hvern- ig við breytum í daglegu lífi, sagði Fransis. Enn sem fyrr eru kirkjur sums staðar lokaðar á starfssvæði lúthersku kirkjunnar. Samt fjölgar þeim sem játa trúna á Jesúm Krist. Heimsókn frá Eþíópíu Kristniboðsvinir ciga von á góðri heimsókn frá lúthersku kirkjunni í Eþíópíu í næsta mán- uði. Alemú Sétta, forseti suðursý- nódu lúthersku kirkjunnar þar syðra, dvelst nú í Englandi við nám í ensku. Hann hefur látið í ljós ósk um að korna til íslands og kynnast íslenskum kristniboðsvin- um áður en hann snýr aftur heim. Það hefur orðið að ráði að hann verði hér á kristniboðsdaginn, annan sunnudaginn í nóvember. Gert er ráð fyrir að hann komi 7. nóvember og dveljist hér til 12. nóvember. Alemú Sétta er ættaður úr fylk- inu Sídamó í Eþíópíu. Hann var kosinn forseti suðursynódu lúth- ersku kirkjunnar á aðalfundi sýn- ódunnar seint á árinu 1983. Alemú þykir hafa góða forystuhæfileika og hann nýtur traust meðal kristni- boðanna. Eþíópski gesturinn mun tala hér á samkomum eftir því sem við verður komið. Kristniboðsvinir eru hvattir til að biðja fyrir heim- sókn hans. Alemú Sétta. 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.