Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 21
Frá afmælismóti Gídeonfélagsins að Hrafnagili. Margir fyrirlestrar og umræður um starfið settu svip á mótið. sem gert hefur verið fyrir keppnina. Tilgangi samkeppninnar er Iðyst í afmælisskýslu Gídeonfélagsins, og segir þar: „Markmið þessarar sam- keppni er að fá 10 ára börn til þess að opna og lesa Nýja testamentið. Með því móti kynnast börnin Jesú, boð- skap hans og hugarfari, lífi hans og hjálpræðisverki, og geta mótast til að fylgja honum og þjóna." Starfsemi Gídeonfélagsins er á margan hátt grundvallarstarf fyrir alla kristilega boðun og fræðslu og er mikið þakkarefni öllum þeim sem sannfærðir eru um mikilvægi Heilagr- ar ritningar. Þegar ég var trúlaus, var hann trúfastur. A ári hverju berast Gideonfélögum þúsundir bréfa, þar sem sagt er frá, hvernig Nýja testamenti eða Biblíur sem Gideonfélagar hafa dreift, hafa orðið til blessunar. Hér á eftir fer einn slíkur vitnisburður. Ég vona að það verði uppörvandi fyrir Gideonfélaga að sjá enn eina sál sem hefur frelsast við lestur ritningar sem þeir hafa dreift. Það var árið 1978, þegar ég var við nám í borginni Kuala Lumpur, að kristinn bekkjarfélagi minn sem var að mestu blindur rétti mér rautt Nýja testamenti, sem Gideonfélagar höfðu dreift. Til þess að valda félaga mínum ekki vonbrigðum tók ég við því. Þeg^r ég var leiður á náminu las ég annað slagið einn eða tvo kafla úr rauða testamentinu. í fyrstu fannst mér ég græða lítið á því að lesa sögu um mann kallaðan Jesús, sem gerði stórkostlega hluti og hélt því fram að hann væri sonur Guðs. Dag einn, var ég mjög kvíðinn því fjárhagsáhyggjur sóttu að mér. Litla testamentið sem ekki hafði haft neina þýðingu fyrir mig til þessa, laukst skyndilega upp fyrir mér og frásagan um Guð og þau kraftaverk sem hann gerði. Þetta varð mér hvatning til þess að biðja til hans og leggja fram fyrir hann þau vandamál sem ég átti við að glíma. Ég hrópaði til Jesú um fyrir- gefningu og bað hann um að taka að sér vandamál mín. Jesús svaraði bæn- um mínum. Ég lofa Drottinn fyrir það, að þegar ég var trúlaus var hann trúfastur. Nú er ég Guðs barn og ég vex daglega í eftirmynd hans. Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki tekið fyrr á móti honum. Líf mitt í drykkju, reykingum, fjárhættu- spili og blótsyrðum hefur horfið. Þökk sé orði hans og rauða Nýja testamentinu, sem var beint til mín af Gideonfélögum. Christ Khoo Frá 40 ára afmælishátíð Gídeonfélaganna. 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.