Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.1985, Qupperneq 22

Bjarmi - 01.10.1985, Qupperneq 22
FRÁ STARFIMU Nýir starfsmenn RFUW og RFUK I haust hefja fjórir menn störf hjá KFUM og K í Reykjavík. Ólafur Jóhannsson verður framkvæmdastjóri félag- anna. Hann er guðfræðingur og hefur starfað sem skóla- prestur undanfarin ár. Hann Á námskeiði á Hólavatni. verður í hálfu starfi til ára- móta og síðan í fullu starfi. Pröstur Eiríksson verður tónlistarfulltrúi í hálfu starfi. Hann hefur lokið fjögurra ára kandidatsnámi og tveggja ára framhaldsnámi í kirkju- tónlist við norska tónlistarhá- skólann. Vigfús Hallgrímsson verð- ur æskulýðsfulltrúi í fullu starfi. Hann er að ljúka BA- prófi frá HÍ í uppcldisfræði og kristinfræði. Helgi Gíslason verður æskulýðsfulltrúi íhálfu starfi. Hann lauk kennaraprófi frá KHÍsl. vor. Auk þessara verður Guðni Gunnarsson áfram í hálfu starfi samfélagsfulltrúa hjá KFUM og K í Reykjavík. Biblíuskólinn settur Evangelisk-lútherski bibl- íuskólinn í Reykjavík var settur í fyrsta sinn luugardag- inn 21. september sl. og hófst kennsla sama dag. Á haust- önn er kennt á þrem nám- skeiðum í kjarna, þ.e. lnn- gangur að Gamla testament- inu, Kristin trú og Saga og starfshœttir kristilegs barna- og unglingastarfs á íslandi. Um 8-10 þátttakendur eru í hverju námskeiði og fer kennslan fram eftir hádegi á laugardögum. Auk þess mun skólinn standa fyrir helg- arnámskeiði í október fyrir starfsfólk í barna- og ungl- ingastarfi og er undirbúning- ur þess unninn í samvinnu við œskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK i Reykjavík. Frá Akureyri Vetrarstarf KFUM og KFUK á Akureyri hófst með starfsmannanámskeiði í sumarbúðunum að Hóla- vatni dagana 20.-22. sept- ember sl. Um 40 manns sóttu námskeiðið og verða síðan flestir starfandi í deildum félaganna í vetur. Var mikil únægja með námskeiðið og hugur í mönnum að takast á við verkefnin. Félagsstarfið verður á þremur stöðum í bænum í vetur eins og undanfarin ár. Unglingadcildir hafa þó að- eins verið á einum stað en nú eru uppi áform um að byrja með nýjar unglingadeildir á þessum starfsvetri. BANDARÍKiri: Hver er faðir minn? Bandarísk kona um tvítugt hef- ur kunngjórt í fjölmidlum að hún muni hefja málssókn gegn lækninum sem frjóvgaði móður hennar með sæði óþekkts manns, eins og nú er farið að tíðkast. Hún heldur því fram að læknirinn hafi falsað skjólin sem varða fæðinguna en þar er skráð að eiginmaður móðurinnar sé faðir stúikunnar. Konan kveðst ekki munu linna látum fyrr en hún finni rétta föður sinn. Hún segir að bæði læknirinn og foreldramir hafi blekkt sig fram að þessu. Víða vantar löggjöf sem snertir þessi mál, og hefur það valdið erfiðleikum. f Englandi vildi kona sem varð þunguð með þessum hætti fá að „skila" bam- inu. Það reyndist vera með öðr- um litarhætti en hún sjálf. Rugl- ingur hafði orðið við undirbún- ing fijóvgunarinnar. f grein í norska blaðinu Aften- posten sagði höfundur um þetta atvik: „Við sjáum okkar sæng útbreidda. Emm við farin að versla með menn? Em það mann- réttindi að eignast bam þegar það tekst ekki á náttúrulegan hátt? Sé svo, hver á þennan rétt: Einhleypingar, kynvillingar, ung- ir eða gamlir eða aðeins vel- heppnuð hjón á fertugsaldri eins og reyndin er nú um stundir? Er hér yfirleitt hægt að koma við lögum og reglum svo að sómi sé að?" Sú er jafnan forsenda frjóvgun- ar með þessum hætti að nafni sæðisgjafans sé haldið leyndu. í Noregi var nefnd sett á laggimar til að ihuga þessi mál. Hún skíl- aði áliti árið 1953, en það hefur síðan legið á hillunni. fyrir nokkm átti að leggja fram lagafmmvarp i Svíþjóð, og sam- kvæmt þvi á bam sem verður til á þennan hátt að fá að vita hver raunvemlegur faðir þess er þeg- arþað erorðið 18 ára. Eiginmað- ur eða sambýlingur móðurinnar verður faðir á líkan hátt og um ættleiðingu væri að ræða, ef hann hefur skrifað undir sam- komulag þess efnis. Ýmsir kristnir leiðtogar leggja áherslu á að þessi „aðferð" fari í bága við sjötta boðorðið og geti þvi ekki samrýmis boðskap Bibl- íunnar. 22

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.