Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 4
Hugleiðing eftir Margréti Hróbjartsdóttur Veríð í mér Margrét Hróbjartsdóttir, lyúkrunarfrædingur og safnaðarsystir, starfandi við Landsspítalann og Laugarnessöfnuð í Reykjavik. „Verið í mér, þá verð ég líka í yður“ (Jóh. 15,4). „Verið í mér...!“ Hversu oft hefi ég ekki staidrað við þetta orð og spurt Drottin minn: Er ég í þér? — og ert þú í mér? Er ég grein á vínviðnum? Er ég fasttengd vínviðnum eins og greinin er stofninum? Þessi mynd er ákaflega skýr. Greinin vex útfrá stofninum, hún er í lífssambandi við hann, drggur alla sína næringu frá honum. Ef það samband rofnar, eða eitthvað hindrar það, veikir það greinina, hún hættir að bera ávöxt, jafnvel blöðin fara að visna og detta af. Er ég grein á vínviðnum? Er ég í Jesú, er hann í mér? Páll postuli segir í Róm. 8,9: ,,..en hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans.“ Ef hann er ekki í mér, er ég án iífssamfélags við Krist, — svo einfalt er það. „Ef andi hans, sem vakti Jesúm frá dauðum býr í yður, þá mun hann, sem vakti Krist frá dauðum, einnig gjöra dauðlega líkami yðar lifandi með anda sínum, sem í yður býr“(Róm.8,l 1). Að vísu getur greinin verið lengi áföst við stofninn og jafnvel litið út eins og hún hafi líf í sér fólgið, — en hún er dauðanum undirorpin, lífsvökvinn rennur ekki lengur um hana, hún er hætt að nærast. Drottinn Jesús býður Jóhannesi postula að rita söfnuðinum í Sardes og segja: „Ég þekki verkin þín, að þú lifír að nafninu, er ert dauður. Vakna þú og styrk það, sem eftir er og að dauða komið!“ (Op. 3,1-2). Enn er ef til vill von. Vínyrkinn kemur með hnífinn sinn og sker í burtu eitt og annað, sem dregur úr vextinum, hann hreinsar greinina. Til hvers? Svo lífið megi aftur fara að streyma um hana, hún fari að vaxa og dafna og bera ávöxt eins og henni var ætlað að gera. Ó, hvað hún finnur til undan hnífnum! Það blæðir, — og hún lítur 4 aumkunarverð út, auð og ber, nakin, engin blöð til að skýla sér með! Ef hún gæti talað myndi hún mótmæla. Það gerum við. Það geri ég, þegar ég finn til undan hníf vínyrkjans, þegar allt er tekið frá mér, sem ég gat falið mig á bak við, þegar vanvirða nektar minnar kemur í ljós. Ég reyni að grípa í eitthvað til að skýla mér með, eitthvað til að afsaka mig með. En vínyrkinn er miskunnarlaus! Nei, það er ekki rétt, hann er einmitt fullur miskunnar, hann vill ekki að greinin deyi, heldur að hún lifi og beri ávöxt. Hversu oft finn ég ekki til undan hníf vínyrkjans! Nærri því daglega, já, stundum oft á dag. Þegar Ijóskastara Guðs er beint inn í líf mitt, orði hans, Þá koma agnúarnir í ljós, allt þetta, sem hindrar vöxt og ávöxt greinarinnar. Hér blossar eigingirnin upp, þarna sjálfselskan, hér læðist að mér sjálfsviðkvæmnin, þarna hrokafull og stærilát hugsun, hér langar mig til að segja þessum rækilega til syndanna eða þarna að koma mér í mjúkinn hjá einhverjum, allt í eigin hagsmunaskyni. Svona gæti ég haldið áfram að telja upp, endalaust! Endalausir agnúar, syndir, mitt eigið sjálf, sem alltaf er að láta á sér hræra til að taka það pláss, sem heilögum anda einum ber, sem alltaf er að hindra vöxtinn, svo greinin geti ekki borið þann ávöxt, sem henni ber að gera. Aftur og aftur,:— mörgum sinnum á dag verð ég að koma til Jesú með allt þetta og biðja hann að fyrirgefa mér, hreinsa mig. .Enga bæn bið ég oftar, en þessa: „Jesús, fyrirgefðu mér, hreinsaðu mig!“ „Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér að nýju stöðugan anda. Varpa mér ekki burt frá augliti þínu og tak ekki þinn heilaga anda frá mér“ (Sálm. 51,12-13). Hann heyrir þá bæn. Stundum felst hreinsun greinarinnar í því, að ég er fús að fara til mannsins míns og biðja hann um fyrirgéfningu, eða til einhvers annars. Það er aldrei auðvelt! Það kostar það, að ég verð að beygja mig — og leyfa vínyrkjanum að vinna sitt kærleiksverk. Hendur hans eru lífgefandi. Það, sem í bili virtist vera til sorgar, gefur nú „friðsælan ávöxt réttlætisins“ og hjartað fagnar yfir náð Drottins Jesú Krists. „Verið í mér, þá verð ég iíka í yður!“ Skapa þessi orð ekki þrá í hjarta þínu? Þrá eftir innilegra samfélagi við Guð. Samfélagi, sem er eins nátengt Jesú og greinin er stofninum. „Með því vegsamast faðir minn, að þér berið mikinn ávöxt og verðið lærisveinar mínir“ (Jóh. 15,8).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.