Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 8
Þröstur Eiríksson, iauk cand. mag. prófl ■ kirkjutonlist við tónlistarháskólann í Osló voríð 1983 og cand. musicae prófl sama stað sumaríð 1985, og voru aðalgreinar hans þar sálma- og helgisiðafræði. Tónlist- arfulltrúi KFUN fk K ■ Kcykjavik og organisti við Laugameskirkju. s ^ ™ jaldan eða aldrei hefur tón- list verið jafn ríkur þáttur í lífi almenn- ingá og á okkar tímum. Nær hvarvetna sem við förum hljómar tónlist. í versl- unum, á vinnustöðum, í strætisvögn- um og á heimilum. Tiikoma tónlistar- skóla hefur leitt til að æ fleiri hafa lært að leika á hljóðfæri, og taka þannig beinan þátt í iðkun tónlistar. Þó eru þeir mun fleiri sem hvorki iðka tónlist sjálfir, né sækja þær samkomur þar sem „lif- andi tónlist" er flutt, og hafa því ekki bein tengsl við tónlistarflutning. Tónlist- in er því orðin almenningseign vegna útbreiðslu útvarps, sjónvarps og hljóm- flutningstækja, en þeir eru hins vegar fáir sem syngja, leika á hljóðfæri, eða hafa á annan hátt bein afskipti af tónlist. Þess má geta, að því er víða þannig farið erlendis, einkum í suður og austur Evrópu, að litið er á tónlist sem jafn mikilvæga kennslugrein í skólum og lestur og reikning, og nótnakunnátta er talin jafn sjálfsögð og það að kunna stafrófið. Þegar ræða skal hugtakið, trúarleg tónlist vakna fleiri spurningar en hægt er að gefa einhlít svör við. í raun og veru er ekki auðvelt að tjá sig um tónlist röstur Eiríksson: Trúarleg tónlist yfirleitt, því tónlist er eitthvað allt annað en hið talaða orð. Tónlistin getur ekki gefið okkur beinar hagnýtar upp- lýsingar eins og málið, en hins vegar getur tónlistin oft tjáð og túlkað hugsan- ir og tilfinningar sem ekki er hægt að koma orðum að. Auk síns fagurfræði- lega gildis er tónlistin einnig tjáningar- form, og eru þessir þættir oft það samofnir að ekki verður ætíð skilið þar á milli. Þegar rætt er um tónlistina sem tjáningarform, erum við komin að kjarna spurningarinnar um hvað trúar- leg tónlist er. A fræðimáli er oft sagt að kristin guðsþjónusta sé bæði„sakra- mentum“ og „sakrifisium“. Guð gefur okkur gjafir sínar, birtist okkur í orði sínu og sakramentum, en við svörum honum með bæn okkar og lofsöng, sem þökk fyrir allar gjafir hans, þ.e. með' lofgjörðarfórn sbr. Hebr. 13,15 (sakri- fisium). Tónlistin tengist báðum þessum þáttum. Tónlist hefur ætíð verið ríkur þáttur í öllum menningarsamfélögum, og hef- ur sérstaklega verið nátengd trú og tilbeiðslu þjóða. Þannig var því einnig farið meðal ísraelsmanna til forna. Söngs og tónlistar er víða getið í Biblíunni, og þá mun oftar í Gamla testamentinu (GT) en í Nýja testament- inu (NT). Tónlistarmenn voru mikilvæg þjóðfélagsstétt í ísrael. í 1. Mós. 4,21 er talað um Júbal sem ættföður allra þeirra „sem leika á gígjur og hjarðpípur". Jabal, bróðir Júbals var skv. sömu heimild „ættfaðir þeirra sem í tjöldum búa og fénað eiga“ (1. Mós. 4,20). Þetta sýnir hversu náin tengsl voru á milli tónlistarinnar og hjarðlífsins, en ísraels- menn voru einmitt hirðingjar um langt skeið. GT staðfestir að ísraelsmenn unnu mjög söng og tónlist eins og aðrar þjóðir í austurlöndum. Oft eru nefnd saman söngur, dans og tónlist. Tónlistin gegndi mikilvægu hlutverki jafnt á há- tíðastundum og í daglegu lífi. Sérhver hátíð hafði sína sérstöku tónlist og þá hljómuðu „fagnaðaróp", jafnt og við brúðkaup eða aðrar gleðistundir í lífi einstaklinga eða þjóðarinnar allrar. Við jarðarfarir og á öðrum sorgar- og reynslutímum, voru sungin sorgar- og harmljóð. hugi Biblíunnar á tónlist er þó fyrst og fremst trúarlegs eðlis. Því eru þær upplýsingar sem GT og NT gefa okkur um tónlist, tengdar hlutverki tónlistarinnar í guðsþjónust- unum. Söngur og hljóðfæratónlist virð- ast hafa myndað nær órjúfanlega heild á tímum GT. Hljóðfærin voru notuð nær eingöngu til undirleiks við söng og dans. Tónlistariðkun án tengsla við söng er aðeins nefnd á tveimur stöðum í GT (1. Sam. 16,23, 2. Kon. 3,15). Líklega hefur sjaldan verið sungið án þess að leikið væri undir á eitt eða fleiri hljóðfæri. Vert er að benda á, að þegar hér er talað um undirleik, þá er það ekki í þeim skilningi sem við erum vön að leggja í orðið. GT nefnir fjöldan allan af hljóðfærum, m.a. í 2. Sam., þar sem sagt er að þegar Davíð lét flytja örk 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.