Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 9
Guðs til Jerúsalem, var henni fagnað með „söng, gígjum, hörpum, bumbum. bjöllum og skálabumbum" (2. Sam. 6,5). Undirleikurinn var ekki aðeins til stuðnings við sönginn, heldur tóku hljóðfærin þátt í að tjá, og flytja efni og innihald söngsins. Tónlistin gegndi það mikilvægu hlutverki, að heil ættkvísl ísraelsmanna, Levítarnir, voru látnir sinna henni ásamt öðrum störfum við helgihaldið. Skv. 1. Kron. 23,3 nn, lét Davíð 4000 Levíta fá það hlutverk að lofsyngja Drottni. Og þegar musteri Salómons var vígt, var mikill fjöldi söngvara og hljóðfæraleikara látinn takaþátt í athöfninni (2.Kron. 5,1 lnn). Miðað við GT hefur NT fáar upplýs- ingar að geyma um söng og tónlist. Þá sjaldan þær koma fyrir, er það nær án undantekninga í sambandi við andlegan söng. Það merkir þó ekki að hvergi séu merki um veraldlega alþýðutónlist í NT, því slík tónlist var ríkur þáttur í lífi gyðinga, einnig á tímum Jesú og postul- anna. Sem dæmi um þetta, má benda á líkingu Jesú um börn sem sitja á torgum og leika á hljóðpípu (Mt. 11,16-17), og einnig dæmisöguna um þegar „týndi sonurinn" sneri aftur. Þegar faðir hans sló upp veislu til að fagna heimkomu hans, skipuðu söngur og tónlist þar sjálfsagðan sess. Það var einmitt þegar eldri sonurinn heyrði „hljóðfæraslátt og dans“, að hann gerði sér grein fyrir að eitthvað var um að vera (Lúk. 15). NT nefnir alþýðlega tónlist aðeins í nokkrum aukasetningum, en hinum andlega söng er vígð mun meiri athygli. Við lesum m.a. hvernig Jesús og læri- sveinar hans, að hætti gyðinga, sungu Davíðssálma í tengslum við páskamál- tíðina (Mt. 26,30, Mark. 14,26). Þeir sálmar sem þar voru notaðir, eru Sálm. 113-118, en gyðingar kölluðu þá „hið stóra Hallel“. NT gefur okkur hins vegar engar upplýsingar um hvernig þeir voru sungnir. Eins og áður hefur verið nefnt, gegndu söngur og tónlist mikilvægu hlutverki í guðsþjónustu gyðinga, og þá fyrst og fremst í musterisguðsþjónust- unni, þar sem mörg mismunandi hljóð- færi voru notuð. í samkundum gyðinga voru hins vegar engin hljóðfæri notuð, og því öll áhersla lögð á sjálfan sönginn. Frumkirkjan bjó að ríkri tónlistarhefð, — hefð sem einkum var grundvölluð á Sálmunum í GT. Sálmarnir voru líklega sungnir í víxlsöng á milli forsöngvara (prests eða kantors) og kórs (safnaðar). Telja má víst að um fleiri tegundir söngs hafi verið að ræða, og það er ósennilegt að Páll postuli sé að tala um einhverja nýja tilhögun, þegar hann hvetur söfnuðinn í Efesus til að ávarpa hver annan með „sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum“ (Ef. 5,20, sjá einnig Kól. 3,16). Við vitum ekki í dag hvað er átt við með þessum þremur hugtök- um, en talið er að „sálmur" sé hér Davíðssálmur. Hin tvö hugtökin, gætu m.a. rúmað nýsamin kristin trúarljóð og þá lofsöngva sem nefndir hafa verið cantica: Magnificat (lofsöngur Maríu, Lúk. 1,46-55), Beneóictus (lofsöngur Sakaría, Lúk. 1,68-79) og Nunc dimittis (lofsöngur Símeons, Lúk. 2,29-32). í frumsöfnuðinum voru einnig notuð „cantica" úr GT. iðhorf kristinnar kirkju til tónlistar hafa verið mörg og síbreyti- leg í nær 2000 ára langri sögu kirkjunn- ar. Afstaða kirkjufeðranna var fyrst og fremst hagnýts eðlis. Þeir litu á tónlistina sem þjónandi listgrein, sem eingöngu skyldi skoðuð í ljósi þarfa og markmiða kirkjunnar. Ekki virðist hafa verið neitt rúnt fyrir hreina fagurfræðilega afstöðu til tónlistarinnar innan þessara kirkju- legu vébanda. Almenn þróun tónlistar leiddi til meiri fjölbreytni innan kirkjunnar, og er þar fyrst og fremst að nefna tilkomu fjölröddunar ca. árið 1000. Með þróun fjölröddunar tókst tónskáldunum að skapa fjölbreytta og tilkomumikla tónlist. Einnig var lögð meiri áhersla á tengsl tónlistar og texta, svo nú undir- strikaði tónlistin efni og innihald textans betur en áður. Kirkjustjórnin var samt sem áður á varðbergi gagnvart nýjung- um, og bannaði tónlist þeirra tónskálda sem þóttu ganga of langt í notkun nýjunganna. Siðbótarmennirnir höfðu mjög skipt- ar skoðanir á notkun og hlutverki tónlistar innan kirkjunnar. Það var einkum Lúther sem hélt merki tónlistar- innar á lofti. Hann leit á tónlistina sem göfugasta allra listgreina, næst á eftir guðfræðinni! Calvin lét eins og Lúther, uppeldislegt gildi tónlistarinnar skipta sig mestu, en var mun strangari í afstöðu sinni, og leyfði m.a. eingöngu einraddaðan söng Biblíutexta í guðs- þjónustunni. Zwingli leit hins vegar á tónlistina sem veraldlega listgrein, sem ekki ætti heima í kristinni guðsþjónustu. Safnaðarsöngur á móðurmáli var ekki með öllu óþekkt fyrirbæri fyrir siðbót, en Lúther jók þennan hátt kirkjusöngs til muna með því að láta syngja sálma á þýsku við þekkt lög, jafnt kirkjuleg og veraldleg. Sálmar Lúthers náðu mikilli útbreiðslu og mun Jesúítamunkur einn sem var samtímamaður Lúthers hafa sagt, að Lúther hafi snúið mun fleirum með söngvum sínum, en með ritum sínum og ræðum. Tilkoma prentlistar- innar gerði líka sitt til að stuðla að útbreiðslu kenninga Lúthers. Ótal sálmahefti og sálmabækur litu dagsins ljós, og áttu þau án efa mikinn þátt í að útbreiða siðbótina. Söngur og tónlist hafa æ síðan verið einkenni flestra 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.