Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 11
Anders Aschim: Lúther oq tónlistin hans sem hefur gefið okkur þær og skapað þær.“ Eins og þegar hefur komið fram er tónlistin í sjálfri sér þjónusta við Guð. En fyrst þegar hún tengist orði Guðs nær hún til fulls að gegna hlutverki sínu. Tónlistin hefur tvíþættu hlutvcrki að gegna í þessu samhengi: I fyrsta lagi að lofa Guð og í öðru lagi að þjóna predikuninni og útbreiðslu fagnaðarer- indisins. Lofsöngurinn á sér uppsprettu og grundvöll í Biblíunni. Lúther vitnar til konunga og spámanna Gamla testa- mentisins sem dæmi og til staða í Nýja testamentinu eins og t.d. Kól. 3,16. Auk þess er eðlilegt að tónlistin sé notuð til að tjá trú og tilbeiðslu þar sem hún er á meðal þeirra gjafa Guðs sem einna best lýsa og hafa áhrif á sálarástand mannsins: „Guð hefur fyllt hjarta okkar og huga gleði fyrir elskaðan son sinn, sem hann gaf til frelsunar frá synd, dauða og djöfli. Sá sem hefur í alvöru fest traust sitt á þessu getur ekki annað en talað og sungið um þetta með mikilli gleði og fögnuði svo að aðrir heyri og komist til trúar. Sá sem ekki vill tala og syngja um þetta gefur til kynna að hann trúi ekki og tilheyri hinum nýja sáttmála gleðinn- ar, heldur hinum gamla og dapurlega sáttmála.“ Við sjáum hér að tónlistin hefur áhrif í þágu boðunar fagnaðarerindisins þeg- ar hún samtengist orði Guðs. „Orð og tónar vinna saman í sál þess sem heyrir,“ og það eykur áhrifin. Þar að auki munum við betur það sem við syngjum. Tónlistin hefur því uppeldis- legt gildi. Lúther hafði því brennandi áhuga á því að börn og unglingar fengju sómasamlega tónlistarkennslu. Aðhans mati var útilokað að vera án tónlistar í guðsþjónustunni. Hún gegnir þar ekki bara hlutverki lofsöngs og boðunar heldur er hún einnig tæki til að fá fólk til að koma þangað sem orð Guðs er predikað. Tónlistin er sem slík verkfæri heilags anda. "..að yrkja þýska sálma handa fólklnu.." Hin mikla trú Lúthers á tónlistinni sem tæki í þágu fagnaðarerindisins hafði verulega þýðingu fyrir endurnýjun guðsþjónustunnar. Hann lagði einkum áherslu á tvennt í því efni. Söfnuðurinn átti að taka virkan þátt í guðsþjónust- unni og hann átti að skilja það sem fór fram. Fyrir siðbót fór messan fram á latínu og það voru prestarnir sem voru í aðalhlutverki. Söngvar og sálmar á móðurmálinu, þýsku, voru hið mikil- vægasta til að ná þessu markmiði Lúthers. Lúther hafði sjálfur forgöngu að því að búa til nýjasálmafyrir heimili, skóla og kirkju. Hann gerði miklar gæðakröfur og lagði áherslu á sem best samræmi milli texta og tónlistar. í þessu sambandi kemur vel í ljós hve Lúther er jákvæður gagnvart tónlist samtímans. Lúther og samstarfsmenn hans notuðu laglínur úr ýmsum áttum. Sumt var nýtt, annað var unnið upp úr gregoríönskum söng. Lúther sótti mikið í hefðbundinn kaþólskan kirkjusöng en hann sótti einnig laglínur í vinsæl andleg lög. Loks voru notuð vinsæl veraldleg þjóðlög og laglínur úryeraldlegri tónlist samtímans. Fólki reyndist auðveldara að læra og syngja lög sem það kannaðist við. í raun er ekki unnt að greina á milli „veraldlegrar“ og „kirkjulegrar,, tónlist- ar hjá Lúther. Hann fer að vísu oft hörðum orðum um „ósiðsamlegar vísur og veraldlega söngva“, en þá ræðst hann alltaf gegn textunum. Það má því segja að Lúther hafi verið mjög opinn gagnvart formi tónlistarinnar, en aftur á móti mjög ákveðinn varðandi notkun hennar í kirkjulegu samhengi. Úrelt eða áhugavert? „Ef hann hefði verið uppi í dag hefði hann stutt okkur,“ skrifaði Lúther um Ágústín kirkjuföður, sem var mun íhaldssamari og efablandnari varðandi tónlist en Lúther. Við getum ekki sagt þetta sama um Lúther. Hann var uppi í allt öðru sögulegu samhengi en við erum. Samt sem áður held ég að sá sem vill vega og meta söng og tónlist í kristilegu samhengi geti lært mikið af Lúther. Annars vegar getum við lært ýmislegt af því hve jákvæður Lúther er gagnvart mismunandi tegundum tónlistar. Við höfum séð að þetta er í samhengi við sköpunarguðfræði hans. Tónlistin er góð gjöf Guðs og við getum notað mismunandi tjáningarform hennar með djörfung og gleði. Hins vegar getur Lúter kennt okkur að skoða notkun tónlistarinnar í okkar samhengi með gagnrýnum augum. Nær tónlistin því að vera farvegur fyrir fagnaðarerindið? Eða valda lélegir text- ar og slakur flutningur því að boð- skapurinn týnist? Er söngurinn og tón- listin samofin predikun, bæn og lofgjörð? Eða er hún bara til uppfylling- ar og skemmtunar? Ég held að við ættum frekar að spyrja slíkra spurninga heldur en að deila um hvaða tegundir tónlistar séu „gjaldgeng- ar í kristilegu samhengi“. (Credo). 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.