Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 15
Viðtal við rokksöngvarann Larry Mormann: Éq hef boðskap að flvtpa hlnum qlötuðu! T /arry Normann hefur með réttu verið kallaður „afi gospel-rokksins“. Hann er kristinn rokksöngvari frá Kaliforn- íu í Bandaríkjunum og leitast við að ná til fólks með fagnaðarerindið í gegnum rokktónlist. í þeim tilgangi hefur hann ferðast víða um heiminn og haldið tónleika og gefið út margar hljómplötur allt frá árinu 1966. Hér á eftir fara kaflar úr viðtali við hann þar sem hann ræðir um tilgang tónlistar sinnar og almennt um kristilegan söng, hljómplötuútgáfu og tónlist nú á dögum. Hann er fyrst spurður að því fyrir hverja hann geri plöturnar sínar: — Ég sem lögin og textana fyrir alla sem vilja hlusta. Boðskapurinn sem ég vil flytja er ekki fyrst og fremst handa kirkjunni, heldur handa einstaklingum, sem sumir eru e.t.v. kristnir. Ég hef ekki áhuga á að halda tónleika í kirkjum fyrir fólk sem hefur keypt plöturnar mínar og kann lógin mín. Ég vil fara út í heiminn til að predika fagnaðarerindið fyrir fólki sem ekki trúir. Ég hef boð- skap að flytja hinum glötuðu, þeim sem eru utangarðs, fólki sem spyr spurninga um sjálft sig og líf sitt, fólki sem er niðurbrotið eða í uppnámi. — Nú virðast margir kristiiegir söngvar fremur ortir fyrir hina fáu heldur en fjöldann. Hvað finnst þér helst að kristilegum söngtextum nú á dögum? — Þunglamalegur hugsanagangur, fjarlægar og óraunhæfar myndir og tákn. Mig langar ekki til að vera nei- kvæður, en mikið af kristilegum söng- textum er einfaldlega lélegur kveðskap- ur. Kristin tónskáld hafa bætt lög sín. Upptökustjórarnir eru einnig orðnir betri og kunna betri skil á tæknilegu hliðinni við gerð hljómplötu. Söngurinn er jafnvel vandaðri, en textarnir ...text- arnir eru enn fremur ósannfærandi. Höfundarnir kunna að ríma en þeim tekst ekki að segja mikið með línunum. Ég vil ekki fara nánar út í þessa skoðun mína, en bendi á sambandið milli þess sem talar og hins sem hlustar. Textarnir eru ekki ortir fyrir þá sem ekki eru kristnir. Hljómplötuútgáfan er orðin innhverf. Kristnir söngvarar senda plöt- ur á kristilegan hljómplötumarkað þar sem þeir syngja kristilega söngva fyrir kristna áheyrendur sem sitja í kristileg- um kirkjum. — Geta kristnir menn yfir höfuð starfað í gegnum hljómplötur? Geta plöturnar komið í stað eða bætt upp persónuieg samskipti? — Tónlist getur ekki komið í stað persónulegs kærleika. Mannleg sam- skipti eru miklu mikilvægari en allt sem við getum framleitt og gefið fólki á götuhornum. Ef allir þeir sem sækja tónleikana og kaupa hljómplöturnar færu nú út í heiminn og segðu þeim sem þeir hitta frá Kristi þá værum við ekki með allt þetta andlausa tal um tónlistarmenn og tónlist. í stað þess að draga vinina með sér á tónleika og ætlast tii að fólk eins og ég „frelsi“ þá, ættu þeir að vitna sjálfir fyrir vinum sínum. Það er miklu áhrifaríkara og þannig á kristindómurinn að breiðast út. Ekki þannig að hinir fáu kenni fjöldanum, heldur að margir fari af stað og ávinni heiminn fyrir Krist. — Breytti heimsreisan sem þú fórst fyrir nokkrum árum skoðunum þínum á einhvern hátt? Þú komst m.a. til nokkurra af fátækustu löndum heims? — Ég held að ferðin hafi haft djúptæk áhrif á mig. Hlutir sem ég hafði í raun alltaf trúað á fóru nú að hafa meiri áhrif á líf mitt. Hlutir eins og að því meiri efnislegra gæða sem við njótum þeim mun minna treystum við Guði. Ég er ekki einu sinni viss um að við þurfum svona mikið af kristilegri tónlist. Þegar við verðum kristin erum við hvött til að hlusta á kristilega tónlist og kaupa kristilegar plötur og snældur, en í rauninni ættum við að vaxa upp úr þessu og ná því marki að þarfnast ekki lengur að hlusta á gospel-tónlist. Sumum er þetta vani, eins konar popp-kristin- dómur. En eigum við ekki að þroskast og hverfa frá mjólkinni til hinnar föstu fæðu í ritningunni? Eigum við ekki að ná lengra en til kristilegu tónleikanna og hljómplatnanna og leita innsta kjarnans í Biblíunni? Kristindómurinn hefur lifað á meðal okkar í næstum 2000 ár en í stað þess að leitast við að skilja ritninguna betur og betur virðist sem við fjarlægj- umst æ meir hvað það í raun felur í sér að fylgja Kristi. í stað þess að ná lengra fram á við held ég að við förum aftur á bak. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.