Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 16
Árni Sigurjónsson: Tvær minningar JIL. egar líða fer á ævina rifj- ast upp fyrir mönnum ýmsir atburðir liðins tíma, ekki síst frá bernsku- og æskuárum. Gjarnan fer þá svo að menn sjá hlutina fyrir sér í rósrauðum hyllingum, eða a.m.k. í meiri ævin- týraljóma en raunveruleikinn var. Á þessu sumri hafa rifjast upp fyrir mér tveir atburðir er áttu sér stað fyrir um það bil hálfri öld. Sá fyrri þótti mér marka nokkur tímamót í kristi- legu starfi á sínum tíma, einkum hvað varðar söng og hljóðfæraleik á kristi- legum samkomum. Hópur ungs fólks um tvítugsaldur hafði boðað til samkomu í húsi kristniboðsfélaganna, Betaníu, við Laufásveg í Reykjavík, síðla sumars árið 1935. Aðal hvatamaðurinn var Bjarni Eyjólfsson, sem lengi var rit- stjóri Bjarma, eins og kunnugt er. Bjarni hafði brennandi áhuga fyrir að ávinna menn til trúar á Jesúm Krist, og höfðu nokkur ungmenni komist til lifandi trúar fyrir vitnisburð hans, bæði í sumarbúðunum í Vatnaskógi eða í sambandi við biblíulestra er hann gekkst fyrir. Um þessar mundir voru ekki haldn- ar almennar samkomur á vegum KFUM og K við Amtmannsstíg. Munu þær hafa lagst niður um skeið þegar kristniboðsfélögin í Reykjavík keyptu húseignina nr. 13 við Lauf- ásveg árið 1931 og héldu samkomur þar á sunnudagskvöldum. Það var því ekkert nýnæmi þótt kristilegar sam- komur væru haldnar á þessum stað með söng og vitnisburðum. En full orðið fólk og jafnvel gamalt sett mestan svip á samkomurnar. Fyrrgreind samkoma, sem ung; fólkið hafði boðað til, bar því með sé óvenju ferskan blæ. Nokkur hópu; þessara ungmenna stóð í horni salar ins við orgelið og söng fyrir óvenji fjörmikla kristilega söngva við undir- leik á nokkra gítara og tvö mandólín, auk orgelsins. Greina mátti milliradd- ir eða yfirrödd í nokkrum lögum, þótt þetta væri ekki æfður kór. Söngvarnir eru mér enn minnisstæðir og efni þeirra hafði mikið vitnisburðargildi: „Ég vil syngja þér sönginn um Jesúm, því að sál minni nú er hann allt...“ og viðlagið: „Þú með blóðinu á krossin- um Kristur hefur keypt mig frá vill- unnar stig...“. Þessi söngur var ekki í prentuðum söngbókum og er eftir Jóhannes Sigurðsson, sem söng raun- ar með í hópnum, sem einskonar „öldungur“. Fleiri söngvar voru reyndar sungnir af lausum blöðum í handriti, svo sem: „Ég hlaut þann vin sem heitir Jesús“ og „Jesú nafn er öllum nöfnum æðra“. Eldri söngvar úr söngbók kristniboðsfélaganna voru einnig sungnir með nýju fjöri, svo sem „Ég vil syngja’ um Jesú miskunn“. Boðskapur þessara ungmenna mátti því vera öllum viðstöddum augljós. Þau höfðu kynnst kærleika Jesú Krists og vildu að aðrir fengju að Ami Siguijónsson. kynnast honum. Um það fjallaði söngur þeirra og vitnisburður. Á þess- ari samkomu stigu nokkur þeirra í fyrsta sinn í ræðustól og sögðu frá trúarreynslu sinni og löngun til þess að þjóna frelsara sínum. Ritningarorð sem eitt þessara ungmenna las sem inngang að vitnisburði sínum gæti verið einskonar yfirskrift yfir þessari vitnisburðarstund: „Það orð er satt og í alla staði þess vert að viö því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn“ (1. Tím. 1,15). Samkoma þessi varð ekki minnis- stæð fyrir það, að vitnisburðir þessa unga fólks væru fluttir af mikilli djörfung eða mælskusnilld eða söng- urinn áhrifamikill vegna Iistræns flutnings eða góðrar samæfingar. Miklu fremur voru orðin flutt í mikl- um veikleika og söngurinn túlkaði aðeins það sem í hjörtunum bjó. En heilagur andi er ekki háður styrkleika manna eða mælsku þeirra og máttur- inn fullkomnast stundum í veikleika. Einum samkomugesta varð að orði eftir samkomuna: „Hvað þurfum vér framar votta við“. Mér hefur jafnan þótt þessi sam- koma marka tímamót, einkum hvað varðar söng á kristilegum samkom- um. Söngur studdur undirleik strengja- hljóðfæra var næsta fátíður á þeim árum nema hjá Hjálpræðishernum. Þó höfðu nokkrar ungar stúlkur í KFUK myndað söngflokk, sem þær nefndu Ungmeyjakór KFUK. Not- uðu þær m.a. gítara til undirleiks. Fóku sumar þeirra raunar þátt í tessari samkomu. í kjölfar þessarar samkomu hófust m haustið svonefndar Æskulýðsvik- ír KFUM og K fyrir forgöngu Magn- isar Runólfssonar, sem þá var nýráð- inn aðstoðarframkvæmdastjóri KFUM. Var all fjölbreyttur söngur á þeim samkomum og ekki síður á „vakningaviku æskunnar“, sem hald- in var í framhaldi af fyrstu æskulýðs- vikunni. En það er önnur saga og verður ekki sögð að þessu sinni. 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.