Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 17
s íðari atburðurinn, sem hér verður rifjaður upp, er einnig bundinn við hóp þeirra ungmenna sem gengust fyrir fyrrgreindri sam- komu, sem var þá orðinn nokkru fjölmennari. Það var árið 1937. Tals- verður fjöldi fólks lagði leið sína niður á hafnarbakka, norðan við hús Eimskipafélags íslands. Það var ekki fátítt, þegar farþegaskip, sem fóru milli landa lögðu úr höfn. Margir þurftu að kveðja vini og kunningja, sem ætluðu í „siglingu“, eins og kallað var. Þá var ekki hægt að fljúga á fáeinum stundum milli landa og heimsálfa, eins og nú tíðkast. Var jafnan mikið fjölmenni á hafnarbakk- anum þegar farþegaskipin fóru og svo var að þessu sinni. Meðal mannfjöld- ans var þarna saman kominn góður hópur áðurgreindra ungmenna til þess að kveðja þrjá úr hópnum, sem voru að fara á kristilegt stúdentamót, sem halda átti í Lillehammer í Noregi. Þeir voru Ástráður Sigursteindórs- son, Bjarni Eyjólfsson og Gunnar Sigurjónsson. Þeir höfðu eignast vini og kunningja úr hópi stúdenta sem hingað komu haustið 1936 í fylgd með prófessor Ole Hallesby og verið hvatt- ir til að koma á Norrænt kristilegt stúdentamót næsta sumar, og nú var stundin runnin upp. Það fór ekki mikið fyrir 20-30 manna unglingahópi meðal fjöldans, sem var staddur á hafnarbakkanum á þessari kveðju- stund. Eftir hefðbundnar kveðjur og óskir um „góða ferð“ og eftir að landfestar voru ley'star, vakti það þó talsverða athygli þegar ungmennin hófu raust sína og sungu fullum hálsi: Jesú nafn um aldir alda unað veitir Drottins hjörð, á því tímans tönn ei vinnur, tendrar ljós á vorri jörð. Jesú nafn með undra afli fslcndingamir á kristilega stúdentamótinu í Lillehammer í Noregi árið 1937, þeir Astráður Sigursteindórsson, Bjami Eyjólfsson, Gunnar Siguijónsson og Þórður Möller, ásamt Sigurd Lunde, núverandi biskup í Stafangrí. allar sálir dregíð fær inn að Drottins ástarhjarta, alsælunnar himni nær. Nafn þitt, Jesú, ég vil elska, Jesú nafn er huggun mín. í hans nafni fann ég frelsi, frið, sem aldrei, aldrei dvín. Söngurinn var sunginn til enda, meðan skipið fjarlægðist hafnarbakk- ann og tók stefnu út hafnarmynnið. Að því búnu fór hópurinn og hljóp við fót út á „haus“ þ.e. vitann í hafnargarðinum og hélt þar áfram söng sínum þar til fjarlægðin skildi. Með söngnum vildi hópurinn bera frelsara sínum vitni jafnframt því að kveðja vini sína á eftirminnilegan hátt. Ekki er vitað um viðbrögð þeirra mörgu sem stóðu á hafnarbakk- anum eða á skipsfjöl með vinum okkar, en einn þremenninganna skrif- aði vini sínum í bréfi skömmu síðar m.a. eftirfarandi orð: ,,..Ó, já, það fór þá svo, að það varð sárara að fara frá ykkur en ég hélt, jafnvel þó ekki væri nema svona stuttan tíma. Hópurinn á bakkanum var svo stór og fallegur og þó voru ekki nærri allir. Æ, já, ef við aðeins gerðum eitthvað meira, þá er þessi hópur stórveldi. Mikið þótti mér vænt um ykkur þegar þið stóðuð úti á „hausnum“ og við sigldum út. Við heyrðum óminn af söngnum, já hvert eitt og einasta orð skýrt og greinilega, og þó var skipið komið svo langt frá, að við gátum ekki greint andlitin ykkar. Þeirri stund, þegar söngur- inn ómaði til mín, gleymi ég aldrei. Og tárin mín, sem þá hrundu niður, skammast ég mín ekki fyrir, þótt fólk horfði á mig. Þau voru undirstrikun undir falslausa fyrir- bæn fyrir ykkur og öllum þeim á landinu okkar kæra, sem Guð elska. Þá bæn vakti Guð sjálfur í hjarta mér og ég veit að hún verður heyrð. Aldrei að eilífu bregðast orð Guðs og fyrirheit...“ Þessi kveðjusöngur á hafnarbakk- anum var ekkert einsdæmi. Það var oft á þessum árum að þetta var gert, þegar einhver úr hópnum fór utan, eða jafnvel þótt ekki væri lengra en til Vestmannaeyja, eins og átti sér stað haustið 1936, þegar um 20 manns úr hópnum fór þangað í trúboðsferð. Ég lýk svo þessu greinarkorni með því að vekja athygli á mynd sem fylgir greininni. Hún er af þremenningun- um, sem verið var að kveðja og Þórði Möller, sem einnig var á stúdentamót- inu en var ekki samskipa þeim. Með þeim á myndinni er Sigurd Lunde, núverandi biskup í Stafangri. Hann var í hópi norsku stúdentanna, er hingað kom haustið 1936. Þessa mynd fann ég í fórum mínum í sumar og vakti hún þessar minningar hjá mér og rifjaði upp þá samfélagskennd sem var ríkjandi meðal „unga fólksins“ í KFUM og K, eins og hópurinn var stundum nefndur í þá daga. 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.