Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 4
Hugleiðing eftir Astrid S. Hannesson: m Jf| 4 r jí Ráðstöfun Guðs Astrid S. tlannesson. „Dýrð sé Guði í upphœðum og friður á jörðu með þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á“ (Lúk. 2,14). Höfum við hugsað um það hve gott við eigum sem fáum að halda jól með ástvinum og vinum? Það eru svo margir heimilislausir, margir landflótta, margir í útlegð, þrælkun og margs konar neyð. Við syngjum í einum af jólasálmunum: „Er vetrar geisar stormur stríður, þá stendur hjá oss friðarengill blíður.“ Það er óverðskulduð náð Guðs að við megum halda friðsæla jólahátíð. Öllum er boðinn aðgangur að hinni heilögu gleði. Okkur er öllum boðið að verða samferða hirðunum og vitringunum að jötunni þar sem við finnum barnið Jesúm. Ef Jesús hefði fæðst í auðlegð og metorðum og verið fagnað með viðhöfn veraldarinnar, þá hefðu margir sagt: „Þetta er ekki handa mér.“ En nú þarf enginn að vera útundan. Það þarf ekki neitt hátíðarskart til þess að lúta niður að barni sem liggur í jötu. Þú getur komið eins og þú ert, í fylgd með hinum ríku vitringum eða verið samferða hinum fátæku hirðum. Það voru einmitt þessir fátæku hirðar sem komu með þann himneska boðskap að frelsari væri fæddur í Betlehem. Kjarni jólaboðskaparins er einmitt að frels- arinn — þinn og minn frelsari — fæddist. Enn einu sinni fáum við að halda heilög jól til þess að öllum sé frá því skýrt að jól eru ekki aðeins hátíðisdagar með skemmtunum og skrauti. Allt slíkt hverfur. Hin sönnu jól eru send okkur til þess að við fögnum þeirri ráðstöfun Guðs að hann sendi son sinn til þess að við, með því að trúa'á hann, mættum eignast eilíft líf. Slík jól þurfa heimilin að eignast, og þau jól verða á heimilunum ef sönn jólagleði er í hjartanu. Þess vegna verður jólaboðskapurinn persónulegur boðskapur. „Yður er í dag frelsari fæddur.“ Þetta er boðskapur hinna sönnu jóla. Það er boðskapur frá himnum. Hér er ekki um óljósa hugmynd manna að ræða. Þetta hafa mennirnir ekki fundið upp. Þetta er frá Guði. Frelsarinn er fæddur. Hann kom. Þá breyttist allt. Og við sameinumst þúsundum sem í dag syngja: „Heims um ból, helg eru jól.“ En líf Jesú, frá jötu til grafar, lá um Golgata. Á krossinum hrópaði hann: „Það er fullkomnað“. Þaðan fylgjum við litla lærisveinahópnum upp á fjall í Galíleu. Þar kveður hann þá með orðunum: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum og kennið þeim að halda allt það sem ég hefi boðið yður.“ Og Guði sé þökk, hann bætir við: „Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar.“ Gleðileg jól í Jesú nafni. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.