Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 6
hefði verið í kviku, svo óumræðilega sára. Hann hafði hitt í mark. Hann snérist á hæl og þrammaði af stað. Hann var kominn að húsinu. Klukkan var ekki nema rétt rúmlega tíu. Mamma hans leit upp frá bakstr- inum. - Ertu kominn, vinur? sagði hún dálítið undrandi. - Það er nóg til af „dökkurn". Fáðu þér mjólk og kökur, bætti hún við. Þorri svaraði ekki en fór áleiðis inn í herbergi sitt. Ella systir hans, þrem árum yngri, sat við sjónvarpið. - Letingi, sagði hann um leið og hann gekk framhjá. Hún svaraði ekki, vissi að það var tilgangslaust áð tala við hann þegar hann var í svona skapi. Þorri fór úr rökum og köldum sokkunum og í þurra. Hann var svangur og langaði í kökur. Mamma hans var búin að láta nokkrar tegundir á fat. Hann hámaði þær í sig. Þær voru góðar, lítið eitt of-bakaðar en Ijúffengar. Honum leiö betur, miklu betur. Notalegur ylurinn í eldhúsinu, bökunarlyktin, kökurnar og mjólkin og lágt-suðandi jólalögin í útvarpinu, - allt hafði þetta góð áhrif. Nú kallaði Ella á mömmu í símann. Þorri sá strax að eitthvað var að þegar hún kom til baka. EUa kom í humátt á eftir henni með angistarsvip. Mamma hans var föl og augun svo undarlega opin. - Þetta var Sigurbjörn verkstjóri, sagði hún. Sigurbjörn var verkstjóri við virkj- unarframkvæmdirnar þar sem pabbi Þorra hafði unnið undanfarna fjóra mánuði. Nú var verkinu lokið og einungis tíu manna vinnuflokkur eftir á virkjunarsvæðinu. Af þeim höfðu sex farið af stað heimleiðis fyrr um kvöldið. Pabbi Þorra vareinn af þeim. Rúmlega hálftíu var svo hringt í Sigurbjörn og honum sagt að bíllinn hefði farið út af veginum og oltið. Þótt það hefði ekki verið ætlunin komst mamma hans að því að þrír höfðu sloppið ómeiddir, en þrír höfðu slasast og einn þeirra lífshættulega. Þetta voru allt óljósar fréttir en Sigur- björn lofaði að Iáta vita strax og hann frétti eitthvað nánar. Mamma þeirra var eins og lömuð þegar hún reyndi að segjaþeim þessar fréttir. Hún sat með viskastykkið í annari hendinni og starði opineyg fram fyrir sig. Systkinin voru líka lömuð. Þetta var reiðarslag. Loks stóð Þorri á fætur og fór inn í herbergi sitt. Ella var sest aftur við sjónvarpið en hún horfði ekki á myndina, - hún horfði í aðra átt, annars hugar. Þegar Þorri hafði lokað að sér þurfti hann ekki að sýnast lengur. Hann settist niður og grúfði andlitið í hendur sér. Hann var hræddur. Svo óumræðilega lítill og vesæll. Öldurn- ar, sem höfðu hjaðnað, risu nú á ný og brimrótið. hristi hann. Gat það hugsast að pabbi hans væri stórslasað- ur eða e.t.v. dáinn? Nei. Nei. Það mátti ekki vera. En hann var hjálpar- laus, gat ekkert. Ekki nokkurn hlut. Bara vonað og vonað en það var svo crfitt. En hvað með Guð? Hann hlyti að vita um þetta. Ekkert svona lagað gæti gerst án hans vitundar, eða hvað? Var hægt að leita til hans? Var það til nokkurs? Spurningarnar hrönnuöust upp og óveðrið geysaði innra með honum. Hann stóð upp og settist á vtxl. Gat engan veginn veriö. Hann upplifði orð sem hann hafði ciginlega aldrei skilið fyrr: Friðlaus. Hann var friðlaus. Atburðir kvölds- ins komu upp í hugann og hann fann hvaö heimskan og illskan hafði náð miklu valdi á honum. Og hann fann svo vel að fróunin, að geta sært Ragga, var fölsk, óekta og ósönn. Hann hafði samviskubit ofan á allt hitt. Það gat eiginlega ekki verið að nokkrum gæti liðið eins illa og honum nú. Skyndilega tók hann ákvörðun. Það var aðcins eitt sem hann gat gert. Leitað til Guðs, - það gat ekki sakað. Hann læsti að sér. Fljótlega fann hann litlu bókina. Hann mundi ekki eftir að hafa opnað hana áður, en nú var hún allt í einu orðin svona dýrmæt. Öll vonin var bundin við þessa bók. Hann kreisti hana niilli handa sér og kraup Það var lágt hvísl, en það var bæn: - Góði Guð, fyrirgefðu mér. Fyrir- gefðu mér allt hið ilia. Varðvcittu pabba og láttu hann koma heilan heim. Varðveittu líka Ragga og pabba hans. Og verndaðu pabba, góði Guð, verndaðu hann. Heyrðu þessa bæn, góði Guð, amen.- Litla bókin lá opin fyrir framan hann. Hún hafði opnast af handahófi. Smáa letrið var eins og f móðu, illlæsilegt allt nema þau orð sem hann las eða öllu heldur drakk í sig: „Þetta eru þeir sem komnir eru úr þrenging- unni miklu og hafa þvegið skikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði Iambsins, — og Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra“. Það urðu snögg umskipti. Djúp þögn, djúpur friður ríkti í kringum hann. Það var eins og hefði birt í herberginu. Þetta var Guð, sem var 4 að tala, hann var viss um það. Það gat ekki verið tilviljun að einmitt þessi orð komu til hans. Sjálfur Guð var þarna að tala og svara bænum hans. Þetta var stórkostlegt, dásamlegt. Hann þorði varla að standa á fætur af ótta við aö þcssi góðu áhrif hyrfu frá honum aftur. En hann var glaður. Glaöur á þessari stundu, þrátt fyrir allt. Síminn hringdi. Þorri spratt á fætur og opnaði dyrnar og gekk hægt fram ganginn. Ella kallaði öðru sinni á mömmu í símann þetta kvöld og rödd hennar var óstyrk. Mamma var komin í símann. Þorri hélt niðri í sér andan- um. Hann vissi eftir hverju hann beið. Og það kont: - Guði sé lof! hrópaði mamma hans í símann. Oghún endur- tók þessi orö, aftur og aftur. Það var innileg gleði í röddinni. Hún þakkaði Sigurbirni fyrir og bauð honum góða nótt. Systkinin þutu til mömmu sinnar og þau stóðu þarna öll þrjú og héldu utan um hvert annað í þögulli gleði. Loks sagði mamma: - Guð hefur heyrt bænirnar okkar. Pabbi er ómeiddur og á leiðinni heim. Þeir sluppu allir vel. Hreint og beint kraftaverk, sagði Sigurbjörn. Pabbi ykkar inissti meðvitund stutta stund og þeir héldu að hann væri mikið slasaður en það reyndist ekki vera. a Bara smáskráma eftir höfuðhögg. Gleðin var ólýsanleg. Eftir dálitla þögn hélt mamma áfram: - Við skul- um muna að þakka Guði, gleymum því ekki. Svo kyssti hún börnin sín bæði og þaut fram í eldhús. Þaðan kallaði hún: - Þorri, þú ættir að fá nóg af „dökkum“ núna, - heil plata og allar dökkar! Ella var sest við sjónvarpið á ný. En í gleði sinni gat hún ekki fest augun á skjánum cn horfði fjarrænu augnráði í aðra átt. Þorri fór inn í herbergi sitt. Hann gekk út að glugganuni og dró gluggatjöldin til hliðar. Hvítur og hreinn snjórinn huldi jörð. Allt sem áður hafði verið óhreint og óaðlað- ándi var nú svo hreint og fagurt. Það stirndi á snjóinn. Himinninn var dimmblár og stjörnunar tindruðu. Það var jólalegt. a Hann hafði haldið að svona mikil fegurð væri aðeins til í gömlum sögum eða á glansandi jólakortum. En nú hafði hann þetta fyrir augunum. Það var logn, friður úti og friður inni. Og eitt vissi hann með óbifanlegri vissu: Hann var kominn úr þrenging- unni og hafði hvítfágað skikkju sína í blóði lambsins. 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.