Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 7
Grátið á hátíð Eftir Egil Grandhagen. K Það var aðfangadagskvöld eþí- ópskra jóla í Gídole. Við vorum komin saman til ársfundar í stóru kirkjunni fyrir utan kristniboðsstöð- ina. Fólk var komið hvaðanæva úr fylk- inu, sumir úr kirkjum sem kommún- istar höfðu lokað. Varaforseti lúth- ersku kirkjunnar stóð í ræðustólnum. Fagnaðarerindið var flutt með krafti og vakningatón. Syndir í söfnuðinum voru nefndar á nafn. Boðskapurinn hafði djúp áhrif á hinn mikla mann- fjölda sem hlýddi á. Sumir sátu álútir á bekkjunum og grétu. Aðrir huldu andlitið í höndum sér og báðust fyrir. Flestir hlustuðu á jólaboðskapinn. Roskinn maður stóð snöggt upp. Hann hafði fjarlægst bæði Guð og konu sína — og svo hafði þetta undið upp á sig. Hann þráði heitt að byrja að nýju... Að morgni jóladags vorum við snemma á fótum. Við ætluðum til Awasa og koma við í Arba Minch. Lítil bílalest varð á vegi okkar í útjaðri Arba Minch. Þetta voru vöru- bílar úr hernum, hlaðnir óeinkennis- klæddu fólki. Þegar við vorum komin til kristni- boðsstöðvarinnar var okkur sagt í hvaða erindagjörðum þeir voru þarna. Er guðsþjónustan í kirkjunni á jóladag stóð sem hæst höfðu lögreglan og hermenn komið inn og lagt hendur á um það bil 150 manns úr söfnuðin- um, unglinga og fullorðna, bæði karla og konur. Sumir höfðu verið barðir og því næst hent upp á bílpallana og ekið með þá á brott. Einhverjir þeirra sátu í fangelsi á annað ár... •' Þannig er daglegt líf margra krist- inna manna um heim allan. Þannig munu og margir bræður og systur í Drottni halda jól í ár. Það fylgir því kostnaður að vera kristinn. Þegar fagnaðarerindið nær tökum á manns- hjörtum skapar það vitni sem eru fús til að þjást sakir fagnaðarerindisins, menn sem meta líf sitt einskis en hafa tekið ákvörðun um að ríki Guðs gangi fyrir öllu öðru. Þeir eru reiðubúnir að vera með Jesú fyrir utan herbúðirnar og bera vanvirðu hans. Þeir líta á það sem heiður, ekki aðeins að trúa á Jesúm heldur einnig að þola illt vegna nafns hans. Þetta hefur fyrir mörgum orðið máttugur vitnisburður um sannleika boðskaparins sem við flytjum. Sendi- boðar okkar predikuðu hann í Mið- Kína og Mansjúríu í sex áratugi. Orðið sjálft skapaði lýð sem tengdist Jesú traustum böndum. Nú hafa þeir búið við þrengingar í meira en 30 ár. Margir hafa sætt illri meðferð og misþyrmingum vegna trúar sinnar. En þeir standa stöðugir í trúnni. Þeir hafa kveðið upp þann úrskurð að ríki Guðs skuli metið meira en líf þeirra og heill. Fyrir munn þessara votta hefur boðskapurinn um Jesúm náð til þúsunda Kínverja. Drottinn gaf okkur ný verkefni í Eþíópíu. Strax fyrstu árin settu miklar vakningar svip á starfið. Nú eru á þriðja hundrað þúsund manns í söfn- uðunum á starfssvæði „okkar“ í Suð- ur-Eþíópíu. Margir þeirra sitja nú í fangelsi og miklu fleiri lifa í stöðugum ótta við það sem morgundagurinn kann að bera í skauti sér. Þeir hafa helgað líf sitt Drottni og það kann að kosta mikið í Eþíópíu. Ég hef ekki getað gleymt þessu atviki sem ég varð vottur að á jólunum í Arba Minch. Enn einu sinni eigum við að fá að halda jól í frjálsu landi og njóta þess sem velferðarríkið getur veitt okkur. Við munum enn hlusta á stórkostlegasta boðskap sem til er í heiminum, hlusta í öryggi og allsnægt- um. Við skulum gleðjast yfir þessum gæðum og þakka fyrir þau einnig á þessum jólum. En jafnframt viljum við með sér- stökum hætti muna eftir og biðja fyrir þeim sem tóku trú vegna vitnisburðar sendiboða okkar og þola nú þrenging- ar af því að þeir gátu ekki hætt að tala um það sem þeir höfðu séð og heyrt hjá Jesú. Höldum jól með þessurn bræðrum og systrum sem þjást. Það er hluti af ábyrgðinni sem fylgir því að vinna að kristniboði. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.