Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 11
Slegið á þráðinn til Sigurðar Pálssonar: — Hér fær fólk markvissa fræðslu * V Fyrsta kennsluönnin í Evangelisk- lútherska biblíuskólanum í Reykjavík er nú liðin og innritun á vorönn stendur yfir. Það hefur lengi verið draumur margra að hér væri unnt að koma á fót skipulegri fræðslu um Biblíuna, kristna trú og kristilegt æskulýðsstarf. Sá draumur hefur nú ræst með stofnun og starfsemi Biblíu- skólans, þótt enn starfi hann fyrst og fremst í formi námskeiða. Það er von aðstandenda skólans að sem flestir sjái sér fært að sækja einhver þeirra námskeiða sem í boði eru, enda er reynt að kenna utan hefðbundins skóla- og vinnutíma, þ.e. eftir hádegi á laugardögum. Til að forvitnast örlítið um starf- semina þessa fyrstu starfsönn hafði Bjarmi samband við einn af nemend- um skólans og innti hann eftir því hvað hefði verið kennt og hvernig honum hefði líkað. Fyrir svörum varð Sigurður Pálsson, en hann starfar sem smiður hjá Völundi. — Hvaða námskeið hafa verið nú á haustönninni? — Það hafa verið þrjú námskeið. í fyrsta lagi hefur Guðni Gunnarsson fjallað um Gamla testamentið. Þar hefur verið um yfirlit að ræða, bæði um rit þess og um sögu ísraelsþjóðar- innar. í öðru lagi hefur Þórarinn Björnsson verið með námskeið í krist- inni trúfræði. Fjallað hefur verið um helstu atriði kristinnar trúar og postul- lega trúarjátningin lögð til grundvall- ar. í þriðja lagi hefur verið fjallað urn þætti í sögu kristilegs barna- og ungl- ingastarfs á íslandi. Þar hefur víða verið komið við, fjallað um upphaf og sögu KFUM og KFUK, vikið að starfi Sambands ísl. kristniboðsfélaga og Kristilegu skólahreyfingarinnar og Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar sótt heim. Guðni hefur haft yfirumsjón með námskeiðinu en nokkrir gestir hafa komið og séð um einstaka tíma. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið, veitt inn- sýn í sögu og þróun starfsins og aukið skilning á ýmsum þáttum þess nú í dag. — Hvernig hefur þér líkað að sækja þessi námskeið? — Mér hefur líkað það mjög vel. Einstakir tímar eru að sjálfsögðu misskemmtilegir, en í heildina hefur þetta verið bæði skemmtilegt og gagnlegt. Ég hef haft sérstaklega gaman að námskeiðinu um sögu kristilega barna- og unglingastarfsins þar sem það hefur aukið skilning minn á starfi félaganna okkar nú í dag. Ég hefði gjarna viljað lesa meira í tengslum við námið og fara dýpra í ýmis atriði, en til þess hefur vantað tíma og e.t.v. þjálfun - það er orðið nokkuð síðan ég var síðast í skóla. — Nú er haustönnin liðin, hvað verður um að vera í skólanum á vorönninni? — Það munu verða þrjú námskeið á dagskrá. í fyrsta lagi verður yfirlits- námskeið um Nýja testamentið. Þá verður námskeið um kristna siðfræði. Loks verður hagnýtt námskeið varð- andi kristilegt barna- og unglinga- starf. Ég veit ekki enn hve mikið svigrúm ég hef til að taka þátt í námskeiðum vorannar en vildi gjarn- an vera með í a.m.k. einhverjum þeirra. — Mælir þú með því að fólk sæki um þátttöku í skólanum? — Já, alveg hiklaust. Það er bæði uppbyggjandi og gagnlegt að fara á svona námskeið. Hér fær fólk mark- vissa fræðslu og leiðsögn kennara. Margir hugsa sér e.t.v. að þeir geti sjálfir aflað sér þekkingar af bókum, en reynslan sýnir að oft verður lítið úr markvissu námi. Þátttaka í Biblíu- skólanum veitir hins vegar aga og námið verður skipulegt og markvisst. Þess vegna vil ég hvetja sem flesta til að athuga hvort þeir geti ekki notfært sér einhver þeirra námskeiða sem skólinn býður upp á. — Viltu segja eitthvað að lokum? — Ég er mjög ánægður með að Biblíuskólanum skuli hafa verið kom- ið á fót og vona að starfsemi hans haldi áfram og helst að hún fari vaxandi til eflingar kirkju og kristni í landinu. Bjarmi þakkar Sigurði fyrir spjallið og hvetur lesendur blaðsins til að huga nú að því hvort ekki séu á boðstólum námskeið sem tök væru á að sækja. Skráning á námskeið vor- annar stendur yfir. Allar nánari upp- lýsingar má fá á Aðalskrifstofunni, Amtmannsstíg 2B, sími 13437. Úr kennslustund í Evangelisk-lútherska bibliuskólanum. Sigurdur er lcngst til hægri á myndinni. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.