Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 14
 *0 O) •5 a *o "1 fð " = -R (8 <U a '0 <« A. Guð hefur verið mér góður 14 t^a6,a k\\50' ^vö Það er skúraveður á Suðvestur- horninu en styttir upp um það bil sem við komum að Furulundi 9 í Garðabæ. Húsið stendur norðanvert á hæðar- bungu. Túnbletturinn erstór. „Gunn- ar sonur minn sló hann fyrir mig í sumar,“ segir Þórey Ingvarsdóttir húsfreyja. Blómin gleðja augað þó að farið sé að hausta og trén sem gróður- sett hafa verið á lóðinni eru óðum að teygja úr sér. Tíu guðshús Útsýnið er stórkostlegt, einkum í vestur og norður, flóinn og fjalla- hringurinn og svo Reykjavík og ná- grannabyggðirnar. Við göngum í bæinn. Húsfreyjan fer með okkur inn í eldhús. „Líttu hér út um gluggann! Við sjáum að minnsta kosti tíu kirkjur nær og fjær: Kirkjuna sem þeir eru að smíða á Seltjarnarnesi, Neskirkju, Landakotskirkju, Hallgrímskirkju, turnana á Háteigskirkju, Kópavogs- kirkju, kapellu kaþólsku nunnanna hérna skammt frá - og úr stofunni kirkjuna á Bessastöðum, Garðakirkju og safnaðarheimili okkar Garðbæ- inga!“ Heillandi umhverfið og þessi mörgu guðshús hljóta að leiða hugann að trúnni á skaparann og endurlausnar- ann. Þórey býður okkur sæti í stofunni og svarar fúslega spurningum okkar. „Já, ég fer stundum í kirkju og einkum er mér nauðsyn að ganga til altaris. Ég er innilega þakklát Guði fyrir að ég var alin upp í trúnni á Drottin og hef aldrei á lífsleiðinni orðið fyrir þeirri freistingu að hverfa frá honum aftur.“ Móðir Þóreyjar var Halldóra Jóns- dóttir. Við vitum að hún var áhuga- söm KFUK-kona og bar kristniboðið mjög fyrir brjósti. „Hún kynntist Ólafíu Eiríksdóttur, indælli bænakonu í KFUK, og það varð til þess að hún fór að sækja fundi og bænastundir í því félagi. Mér er enn í minni hvílík áhrif það hafði á mömmu. Þarna eignaðist hún lifandi trú á Jesúm Krist og henni varð ljúft að sækja bænastundir með konunum sem hittust reglulega í bænaherberg- inu í félagshúsinu við Amtmannsstíg til að biðja hver fyrir annarri og fyrir starfinu heima og ytra því að þessar konur voru jafnframt einlægir kristni- boðsvinir.“ Halldóra kenndi börnum sínum að biðja og Þórey kveðst enn sjá hana fyrir sér þegar hún sat á rúmstokknum hjá þeim og fór með bænirnar með þeim. „Hún lét okkur einnig læra ýmsa sálma úr söngbók KFUM og KFUK því að hún fann að í þeim var svo mikill boðskapur. Pabbi fór líka að ganga veg trúar- innar á Jesúm og hann hefur sagt við mig: „Mamma ykkar kenndi mér að biðja.“ Foreldrar okkar létu okkur systkin- in fara í sunnudagaskóla KFUM og síðan lá leiðin um deildir félaganna eftir því sem aldurinn breyttist. Ég varð sveitarstjóri 15-16 ára og var í barnastarfinu þangað til égflutti hing- að fyrir fáeinum árum. Það fylgir því ómetanleg blessun að leggja lið í starfinu. Þó að okkur finnist oft að okkur vanti getuna til verksins veitir það okkur sjálfum svo mikinn styrk á göngunm með Drottni að vera þátttakendur í kristilega starfinu. Ég held að ég eigi það KFUK mest að þakka að ég hef varðveist í trúnni á Drottin allt fram á þennan dag.“ Örugg hjálp í nauðum Þórey Ingvarsdóttir var gift Ásgeiri Péturssyni sem var flugmaður og yfirflugstjóri hjá Flugleiðum. „Við hjónin áttum samleið í trúnni og hann

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.