Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 16
 Guð hefur verið mér góður syarna þetta í okkur með allri annarri fræðslu í félögunum. Ég vildi óska að unga, trúaða fólkið gerði sér far um að kynnast kristni- boðinu sem best og legði því lið. Heiðingjarnir bíða eftir boðskapnum um Jesúm Krist og hjálpræði hans. Kristniboðsstarfið þarf á svo miklum stuðningi að halda. Við þurfum að biðja fyrir þvf og leggja fram fé. Við getum ekki annað en unnið að kristni- boði af því að við hljótum að breiða út trúna.“ „Og það má líka gera í hversdags- lífinu?“ „Já, og kristin hjúkrunarkona hefur vissulega tækifæri til þess meðal sjúkl- inganna. Auðvitað þarf að fara með gát gagnvart veiku fólki. Einu sinni var okkur bannað að tala við sjúkling- anaum trúmál ogstjórnmál. En efvið viljum ekki leggja hömlur á eðlileg, mannleg samskipti hlýtur trúmál ein- hvern tíma að gera á góma. Það er líka gott að draga fánann strax að hún, reyna ekki að dylja að við trúum á Drottin. Þá vita þeir sem við störfum á meðal hvers þeir mega vænta ef talið berst að trúmálum. Eg hef líka reynslu af því að sumum þykir gott að vita af trúuðu fólki í námunda við sig. Já, kristnir menn hljóta að reyna að vitna um Jesúm Krist. Það er eðlilegur þáttur þess að fylgja honum. Er til, meira gleðiefni en þegar syndugur maður snýr sér til Drottins og verður lærisveinn hans?“ -b. Guð skópstjörnurnar, l.Mós. 1,16 og ákvað fjölda þeirra og brautir, Jer. 31,35; Sálm. 147,4. Stjörnumergðin er oft notuð sem líking um aragrúa, mikinn fjölda, 1. Mós. 15,5; 22,17; Neh. 9,23. Ljómi þeirra er mynd af kristnum mönnum, Fil. 2,15, þeim sem hafa leitt marga á braut réttlætis, Dan. 12,3. Forstöðumönnum safnað- annasjöerlíkt viðstjörnur, Op. 1,16. Villukennendur eru sem reikandi stjörnur, Júd. 13. Þarna eru sennilega loftsteinar hafðir í huga. Þeir birtast skyndilega og hverfa síðan út í myrkrið. Villukennendur afla sér frægðar skamma hríð og steypast síðan í eilífa fordæmingu. Vitringarnir frá Austurlöndum sögðust hafa séð stjörnu hins nýfædda Gyðingakonungs, Matt. 2. Menn hafa mjög velt vöngum yfir þessari st jörnu. Kepler, stjornutræðingurinn frægi, taldi að þarna hefði verið um að ræða margar stjörnur sem hefðu birst sem ein stjarna fyrir sjónum manna, líkt og átti sér stað í byrjun 17. aldar. Þannig höfðu reikistjörnurnar Satúrn- us og Júpíter samflot í fiskamerkinu 17. desember 1603. Næsta vor kom Mars inn í stjörnumerkið og um haustið leiftraði ný stjarna á sama svæði á himninum, í byrjun af „fyrstu stærð“ en smám saman dró úr skini hennar uns hún varð nær ósýnileg í október 1905. Með útreikningum sín- um komst Kepler að þeirri niðurstöðu að slíkt samflot stjarna hefði átt sér stað um það bil sem Jesús fæddist. Aðrir stjörnufræðingar, t.d. Tyge Brahe, ætla að í frásögu Matteusar sé um að ræða svonefnt nýstirni, eina af einkennilegum fastastjörnum á him- inhvolfinu sem „loga glatt“ við og við. Slíkt nýstirni blossaði skyndilega í desember 1934 í stjörnumerkihu Herkúlesi. Enn er sú tilgáta um „stjörnu vitringanna" að þar hafi skær hala- stjarna verið á ferðinni. Margir líta svo á að ofangreindar skýringar séu vart fullnægjandi. Kirkjufeðurnir hugsuðu sér að engill hefði birst vitringunum í líki stjörnu. Þegar í spámælum Bíleams er Messíasi líkt við stjörnu, 4. Mós. 24,17. 0 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.