Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 20
Bjarmi óskar lesendum sínum gleðilegra jóla! Fréttir af kristniboðum Nú hefur verið ákveðið að Guðlaugur Gunnarsson og Val- gerður Gísladóttir, sem hafa ver- ið í SoIIamó, fari til Konsó um áramótin til starfa þar. Þá er ákveðið að Ragnar Gunnarsson og Hrönn Sigurðar- dóttir koma heim í leyfi næsta sumar. Frímerki Kristniboðið getur hagnýtt sér notuð, íslensk frímerki. Best er að fá heil umslögin eða kortin með álímdum frímerkjunum. En afklippingar koma líka að notum. Látið þá allan póststimp- ilinn fylgja með. Aðalskrifstof- an, Amtmannsstig 2 B, Reykja- vík, veitir frímerkjunum við- töku. Guð sendi mér sinn eigin son hátíð ljóssins, þegar sólargangurinn er lengst- ur — jafnvel svo langur, að sólin gengur aldrei undir. Par með yrðu jólin hátíð myrkursins. En nú eru jólin hátíð ljóssins. „Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því.“ Þetta Ijós er Jesús Kristur, frelsari minn — og einnig frelsari þinn, lesandi góður, ef þú villt koma til hans eins og þú ert, með afbrot þín og syndir. Hann sagði sjálfur: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ Komdu til hans í bæn og biddu hann um að veita þér náð sína. Jesús sagði líka: „Hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ í fullvissu þessa held ég enn einu sinni hátíðlega fæðingarhátíð Drottins míns og frelsara, Jesú Krists. Guð gefi þér og þínum gleðileg jól. Pálmi G. Hjartarson. Ég minnist fæðingar frelsara míns Jesús Kristur. Megi komandi jólahátíð gefa sannan frið í mannleg hjörtu. Það var á jólanóttina sem við mennirnir fengum að sjá auglit Guðs, auglit konungsins ljóma fyrir okkur í jötunni í Betlehem. Hver sem í raun og veru sér auglit hans öðlast við það sælan þrótt til að bera sínar þungu byrðar. Við eigum frelsara, sem vill veita okkur eilíft líf og lausn frá synd og dauða. Þess vegna skulum við segja hvert með öðru: „Dýrð sé Guði í upphæðum.“ Fjárhirðum fluttu fyrst þann söng Guðs englar, unaðssöng, er aldrei þver: Friður á foldu, fagna þú maður, frelsari heimsins fœddur er. M. Joch. Emelía Guðjónsdóttir Erjólasveinninn að stela jólunum? frelsisboðskapur hans er fluttur okkur? Þökk- um við Guði sem gaf okkur hann? Ekki vildi ég verða af jólagjöfunum, en auglýsingaflóðið fyrir jólin og skrípaleikurinn með jólasveininn er löngu komið út í öfgar. Menn eru á eitt sáttir að gera sér glaðan dag og halda ársins mestu hátíð. En hinir verald- legu þættir og tilstandið allt sem jólunum fylgir virðist því miður draga úr boðskapnum um Jesúm Krist sem hjá mörgum heimilum leikur aðeins hátíðlegt aukahlutverk. HVERS VIRÐI ERU JÓLIN ÞÉR? Bæn mín er: Guð gefi okkur öllum gleðiríka og sanna jólahátíð í Jcsú nafni. Sigurbjörn Þorkelsson. 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.