Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 3
Staldrað i við Daubinn, miblar og upprisan Um miðjan mars sl. sýndi Stöð tvo brot úr miðilsfundi í fréttaþættinum 19:19. Um 200 manns voru saman komnir, líklega í von um að hljóta einhver svör eða huggun fyrir tilstilli miðilsins. Sumar útvarpsstöðvanna hafa verið með svipað efni á dagskrá, bæði miðilsfundi í beinni útsendingu og þjónustu miðla við hlustendur. Þá eru ófá viðtölin við miðla og aðra slíka í útvarpi og tíma- ritum. Fólk gleypir við þessu og miðilsfundir eru fjölsóttir. Það þarf ekki að koma á óvart að fólk, einkum það sem syrgir látna ástvini, skuli leita sér hjálpar og huggunar hjá miðlum og öðrum slíkum. Þeir sem syrgja og glíma við spurningar um dauðann og örlög ástvina sinna eftir dauðann grípa það sem gefst. Hið sorglega er að fólk skuli leita svara á röngum stöðum. Jeremía spámaður flutti orð Drottins til þjóðar sinnar nokkrum öldum fyrir Krist. Orð hans eiga enn við hér á íslandi 2600 árum síðar: „Þeir hafa yfirgefið mig, uppsprettu hins lifandi vatns, til þess að grafa sér brunna, brunna með sprungum, sem ekki halda vatni“ (2:13). Hér er okkur rétl lýst þegar við leitum svara við spurningum okkar hingað og þangað hjá alls konar kuklurum í stað þess að leita svara hjá Guði. Öll glímum við við spurningar varðandi dauðann og það sem tekur við eftir dauðann. Þeir eru margir hér á íslandi sem bjóða fram þjónustu sína og selja fólki „svör“. A sama tíma virðist það oft gleymast að Guð gaf svar fyrir tæpum 2000 árum. Það svar var einstætt, öruggt og varanlegt og er hvorki háð miðlum eða öðrum mannanna verkum. Svar Guðs var að senda son sinn í heiminn lil að vinna sigur á synd og dauða. Jesús Kristur gaf líf sitt fyrir okkur og tók þannig á sig dóminn yfir syndinni, tók á sig okkar dauða. Hann reis jafnframt upp frá dauðum og vann þannig sigur yfir dauðanum og valdi hans. Sá sem trúir á hann á hlutdeild í þessum sigri, hann á von um eilíft líf. Páll postuli orðar þetta svo í fyrra Korintubréfi: „Nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru. Því að þar eð dauðinn kom fyrir mann, kemur og upprisa dauðra fyrir mann. Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist“ (15:20-22). Enn á ný höldunt við páska. Páskarnir eru elsta og mesta hátíð kristninnar. Þá fögnum við upprisu Jesú, gleðjumst yfir sigri hans yfir dauðanum. Við höldum hátíð af því að Guð hefur gefið endanlegt og óhagganlegt svar við dauðanum. „Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn?“ spyr Páll í 1. Korintubréfi (15:55). Og hann spyr ekki í óvissu heldur af sannfæringu. „Dauðinn er uppsvelgdur í sigur," segir hann einnig (15:54). Við þurfum ekki heldur að vera í óvissu eða velkjast í vafa. Við þurfum ekki á miðlum að halda, enda varar orð Guðs við því að leita frétta af framliðnum. Við höfum Jesú Krist, krossfestan og upprisinn. Öll okkar von um eilíft líf er bundin við hann. Gleðilega páska í Jesú nafni. 3 Utgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband islenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Anna Magnúsdóttir, Benedikt Arnkelsson og Gunnar H. Ingimundarson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.500,- innanlands, kr. 3.000,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,- Útlitshönnun og aðstoð við útgáfu: SALT hf - Tómas Torfason. Ljósmyndir: Magnús Fjalar Guðmundsson, o.fl. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Dauðinn, miðlar og upprisan 3 Haraldur Jóhannsson: Kross og kýrhaus 4 Helga Vilborg Sigurjónsdóttir: Ég á líf 7 Viðtal: „Gríðurlegur kirkjuvöxtur...“ 8 Björgvin Þórðarson: En ég átti vin 13 F - síðan: Af því bara 15 Viðtal: „Hringið, hlustið og yður mun gefast íhugunarefni" 16 Hjalti Hugason: Trúin i kjörklefanum 21 Leiðinlegast að faraheim 24 Jónas Þórisson: Upprunnin sól - opin gröf 28 Ragnar Gunnarsson: Ekki er allt gull sem glóir 30

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.