Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 4
AÐALGREIN Haraldur Jóhannsson Kross og kýrhaus Haraldur Jóhannsson er læknir. Margt er skrýtið í kýrhausnum," sagði karlinn. „Skrýtnust eru þó eyrun, því að þau eru ekki í hausnum, heldur utan á honum.“ Mér dettur þessi speki stundum í hug, þegar hið yfimáttúrlega ber á góma. Það er margt skrýtið í heiminum, skrýtnast er þó það, sem er ekki af þessum heimi. Það er misskilningur að halda, að innrauðir geislar hafi verið yfirnáttúrlegir, áður en sýnt var fram á tilvist þeirra. Því síður var Grænland yfir- náttúrlegt, áður en það fannst. Hið yfirnáttúrlega er handan okkar seilingar, við getum ekki töfrað það fram, aðeins skoðað það, þegar það birtist okkur. (Enga tryggingu höfum við heldur fyrir því, að hið yfir- náttúrlega sé allt góðkynja.) Sú skoðun hefur slæðzt inn í hugsunarhátt margra, að ekkert sé til, nema það, sem „sannað“ verður með vísindalegum hætti. Þetta sprettur af þeirri trú, að heimurinn sé „lokað“ kerfi orsaka og afleiðinga. Þá er ekki reiknað með því, að Guð sé að starfi í heiminum (heldur ekki að maðurinn sé sjálfráður gerða sinna). Loks má nefna þá útbreiddu skoðun, að trúin taki við, þar sem vísindin komast ekki lengra. í raun er þetta þveröfugt. Öll vísindi, hugsun og hegðun byggja á einhvers konar grundvelli trúar eða skoðana. Gildi upprisunnar Kristin trú byggist á yfirnáttúrlegum atburðum. „En ef Kristur er ekki upprisinn, er trú yðar fánýt,“ skrifar Páll postuli í Fyrra Korintubréfi. Kristin- dómurinn stendur og fellur með upprisu Jesú Krists frá dauðum. Því er ekki undarlegt, að komið hafi fram mótbárur gegn upprisu Jesú, misvel ígrund- aðar. Til eru þeir, sem segja, að Jesús hafi ekki risið upp frá dauðum, vegna þess að slíkt gerist einfald- lega ekki. Þessi fullyrðing byggir á þeirri skoðun (eða trú), að ekkert yfirnáttúrlegt sé til. Þetta getur hins vegar ekki talizt mjög grunduð afstaða. Ef málið er afgreitt, án þess að líta nánar á málavexti, er um að ræða fordóma. Við skulum því skoða rök með og á móti upprisu Jesú, áður en við fellum okkar dóm. Um er að ræða sögulegan atburð, sem verður hvorki „sannaður" eða „afsannaður" á raunvísindalegan hátt. Hins vegar er hægt að kanna áreiðanleika vitnisburðar og frásagna á sambærilegan hátt og gert er við réttar- höld. Rök fyrir upprisu Oft eru nefnd þrjú atriði, sem eru til merkis um, að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum. 1. Gröfin var tóm. Guðspjöllin segja frá því, að konur hafi farið út að gröfinni og fundið hana tóma. Gyðingar höfðu fengið rómverska varð- menn til að gæta grafarinnar og þungum steini var velt fyrir. Konur voru ekki lögmæt vitni á þessum tíma. Það eykur sannleiksgildi frásögunnar. Ef þetta hefði verið tilbúningur, hefðu konur senni- lega ekki verið nefndar. 2. Samkvæmt frásögnum guðspjallanna birtist Jesús lærisveinum sínum oft eftir upprisuna, stundum fáum, stundum mörgum. 3. Í þriðja lagi má svo nefna breytinguna, sem varð á lærisveinum Jesú - hræðsla og hugleysi breyttist í djörfung, trúin á Jesúm sem upprisinn frelsara breiddist hratt út. Rök gegn upprisu Því hefur verið haldið fram, að guðspjöllin séu ekki trúverðug. Hefur verið bent á, að ýmis smáatriði eru 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.