Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 5
AÐALGREIN mismunandi frá einu guðspjalli til annars. Það gerir þó guðspjöllin á engan hátt ótrúverðug. Það er vel þekkt, að sjónarvottar lýsa „sönnum“ atburðum hver frá sínum sjónarhóli, á mismunandi hátt, án þess að neinn fari með rangt mál. I raun vektu nákvæmlega eins frásagnir meiri grunsemdir um samantekin ráð! Trúi menn ekki frásögnum guðspjallamannanna, geta þeir vart trúað neinu öðru, sem fært var í letur í fornöld. Þá koma þeir, sem segja, að upprisutrúin sé byggð á misskilningi. Hér eru nokkrar tilgátur: 1. Er hugsanlegt, að Jesús hafi fallið í yfirlið á kross- inum, ekki dáið? Guðspjöllin greina frá því, að bein hans voru ekki brotin. Gæti hann svo hafa rankað við sér í svalri gröfinni, komið sér út og síðar haft samband við lærisveina sína? Það er ýmislegt við þessa tilgátu að athuga. í fyrsta lagi segja guðspjöllin frá því, að spjóti var stungið í síðu Jesú og út kom blóð og vatn, sem bendir til, að hann hafi verið látinn. Krossfest- ingar voru algengar á þessum tíma og rómverskir hermenn voru þjálfaðir í að sjá, hvenær fanginn var látinn. Hvernig átti líka Jesús, blóðlaus og máttfarinn, að velta frá steininum, sem setlur hafði verið fyrir grafarmunnann og komast óséður fram hjá vörðunum? Og hvernig gat hann breytl lærisveinum sínum í hugprúða píslarvotta, eins og hann var á sig korninn? 2. Önnur tilgáta gengur út á, að lærisveinarnir hafi séð sýnir, jafnvel að Guð hafi gefið þeirn þessar sýnir, til að hughreysta þá. Þessi tilgáta skýrir ekki, hvers vegna gröfin var tóm. Auk þess er erfitt að skilja trúarmóð lærisveinanna og djörf- ung, ef þeir vissu, að það, sem þeir boðuðu, var ekki satt, 3. Sumir hafa bryddað upp á því, að reynsla læri- sveina Jesú væri ofskynjanir. Það er erfitt að koma þessu heim og saman. Ofskynjanir eru langoftast Sumir hafa bryddað upp á því, að reynsla krisveina Jesú vœri ofskynjanir, Það er erfitt að korna þessu heim og saman. Ofskynjanir eru langoftast einstaklingsbundnar og ólíklegt að 500 manns upplifi sömu ofskynjun á sama tíma. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.