Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 6
AÐALGREIN einstaklingsbundnar og ólíklegt að 500 manns upplifi sömu ofskynjun á sama tíma. Það er heldur ekkert í lýsingu þeirra lærisveina, sem við þekkj- um, sem bendir til að þeim hafi verið hætt við slíku. Hvernig gat þá trúin breiðzt svo út, sem raun bar vitni? Þessi tilgáta skýrir ekki heldur, að gröfin var tóm. 4. Fóru konurnar að rangri gröf? Hefðu þær gert það, hefði verið auðvelt að benda á hina réttu gröf, þegar það fór að kvisast, að Jesús væri upp- risinn. Þessi tilgáta vekur fleiri spurningar en hún svarar. 5. Var líkama Jesú stolið? Hver hefði átt að gera það og hvers vegna? Lærisveinar Jesú, til að búa til ný trúarbrögð, sem þeir vissu að voru röng, og líða píslarvætti? Varla. Hefðu Gyðingar eða Rómverjar gert það, var þeim í lófa lagið að benda á líkið, þegar orðrómurinn um upprisu Jesú breiddist út og kristindómurinn fór að hafa áhrif í þjóðfélaginu. Þeir gerðu það ekki. sjálfsdáðum. Hann hafði líka rétt fyrir sér, þegar hann sagðist deyja fyrir syndir mannanna. Hann sagði satt, þegar hann gaf okkur von upprisunnar. Hann talaði um nýjan himin og nýja jörð. Upprisan kallar líka á svar okkar. Við getum velt fyrir okkur rökum með og á móti upprisu Jesú Krists og komizt að þeirri niðurstöðu, að upprisan sé staðreynd. Þá hefur hindrunum verið rutt úr vegi, en vitsmunaleg afstaða gefur okkur ekki samfélag við Guð almáttugan, ekki Afleibingar upprisunnar Rök gegn upprisu Jesú Krists frá dauðum eru ekki sannfærandi. Við getum ekki vikizt undan sennileika þess atburðar. Hvaða þýðingu fær það? Upprisan staðfestir orð og líf Jesú. Hann hafði rétt fyrir sér, þegar hann sagði, að mennirnir væru eins og týndir sauðir, sem rata ekki heim til Guðs af h e 1 d u r hlutdeild í fyrirheitum hans. Ekki getum við heldur kreist fram trú, byggða á þekkingu okkar og trúarþörf. Einungis heilagur andi Guðs getur gefið okkur trúna á Jesúm Krist og það gerir hann, ef við biðjum hann. Sú trú er ekki í blindni, Guð sögunnar var hér - og er enn. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA & KRIIMGLUIMNI Verð kr. 5.395,- Stærð 34 - 40 Teg. 21901 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægus 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.