Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 8
VIÐTAL Frá guðsþjónustu á verönd sjúkrastöðvarinnar í Voitó. „Gríðarlegur kirkjuvöxtur kom mér skemmtilega á óvart" Segir Skúli Svavarsson framkvæmdastjóri SÍK. Hann fór í febrúar ásamt eiginkonu sinni, Kjellrúnu Langdal, til Eþíópíu og Kenýju til að kynnast á ný kristniboðsstarfínu á / vettvangi. I viðtali hér greinir hann frá stöðu starfsins, kirkju- vextinum, væntanlegum breytingum, kristniboðunum og vanda- málunum sem glíma þarf við. Kristniboðsstarfið verður sífellt umfangsmeira en þörfín fyrir það vex eftir sem áður. Kom eitthvað sem þú sást þérá óvart? Það sem ég tók sérstaklega eftir er mikið og blómlegt safnaðarstarf. Kirkjan vex, margt fólk eignast trúna á Jesú og kristniboðarnir hafa mikið að gera við að fræða um trúna og veita ráðgjöf ýmis konar. Þá er ungt fólk í sjálfboðavinnu öflugt í safnaðarstarfinu og fúst til að þjóna Kristi og nýta tímann vel utan vinnu í þágu kirkjunnar. Það er einstaklega gaman að sjá vöxtinn í safnaðar- starfinu, t.d. í Voitó þar sem Guðlaugur Gunnarsson og Valgerður Gísladóttir hófu kristniboðsstarf. Við vorum þar á sunnudegi. Dagurinn á kristniboðs- stöðinni hófst með sunnudagaskóla rúmlega sjö að morgni. Kofinn sem Guðlaugur og Valgerður bjuggu í á sínuin tíma var þétt setinn börnum sem sungu um Jesú, hlustuðu á frásagnir úr Biblíunni og teiknuðu. Klukkan níu fór fram heilög kvöldmáltíð í sama kofanum. Um 20 manns tóku þátt í henni. Það var hrífandi að njóta kvöldmáltíðarinnar með þessum nýju limum á líkama Krists. Guðsþjónusta var klukkan tíu á verönd sjúkrastöðvarinnar. Enn hefur ekki verið byggð kirkja á stöðinni. Milli 60 og 70 manns voru viðstaddir. Um það bil helmingur fólksins var kristinn. Hinir voru fólk sem átti leið hjá. Það settist niður og hlustaði. Voitóbúar eru líka farnir að leggja sjálfir fram fjármuni til starfsins, m.a. til sjúkraskýlisins.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.