Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 12
AÐ UTAN Múslímaríki: Kristnum mönnum hótab Þeir sem fylgjast með högum kristinna manna í Tyrklandi tala suntir um að ekki líði á löngu þar til kristnir menn hafi yfirgefið heimili sín í austurhluta landsins - nema breyting verði til batnaðar. I fjölmiðlum í Tyrklandi eru Armenar næstum daglega sakaðir um að starfa með andstöðuhreyfingu Kúrda. Akærurnar hafa borið til- ætlaðan árangur. Margir Armenar óttast nú árásir tyrkneskra nágranna sinna. Þeir þora ekki að láta börn sín leika sér á götunum og konurnar eru hræddar að fara út að versla. Arm- enar eru að mestu hættir að sækja mál fyrir rétti því að þeir fara alltaf halloka hverjir sem málavextir eru. Karekín II patríarki í armensku kirkjunni hefur farið hörðum orðum um þessa áróðursherferð og segir að verið sé að heyja sálrænt stríð gegn arm- enska minnihlutanum í landinu. I byrjun þessarar aldar voru um 1,7 milljónir Armena í Austur- Tyrklandi. Nú er talan komin niður í 60 þúsund í öllu landinu. Kristileg bókaverslun hefur starfað í Sarsink í Norður-írak. Nú hefur henni verið lokað, aðeins tæpu ári eftir að hún var sett á stofn. Samtök, sem m.a. útvega kristnum mönnum í múslímalöndum trúarlegleg rit, sáu versluninni fyrir bókum. Versl- unin hafði ekki lengi verið opin þegar múslímskir öfgamenn tóku að láta ófriðlega og höfðu jafnvel í hótunum um að láta sverfa til stáls. Kristni leið- toginn á staðnum sá sitt óvænna og hvarf úr landi en aðrir starfsmenn ákváðu að fara huldu höfði. Áður en þeir fóru í felur tókst þeim þó að korna birgðum af Biblíum, bókum og myndböndum á öruggan stað. William Ratcliffe heitir maður. Hann hefur verið yfirmaður Hjálpræðishersins í Pakistan. Nú hefur Ratcliffe neyðst til að fara frá Pakistan enda hafði hann fengið skipun um það frá höfuðstöðvum Hersins í Lundúnum. Höfuðstöðvunum hafði borist bréf þar sem þess var krafist að Ratcliff yrði látinn fara frá Pakistan ella væri hann feigur. Hann hafði sjálfur fengið bréf svipaðs efnis en ekki sinnt því. Þá bar það við dag einn að tveir menn voru allt í einu komnir inn í skrifstofu hans og otuðu vopnum að höfði hans. Þeir kváðu hann hafa eina viku til að hverfa á brott. Menn þessir sögðu ekki til sín en talið er víst að þeir séu hryðjuverkamenn úr samtökum öfgamanna sem hafa áður sakað nefndan Hjálpræðishermann um að hafa snúið múslímum til trúar á Jesú Krist. Kína: Biblíur, Biblíur, Biblíur! Ellefu milljón eintaka af Biblíunni hafa selst í Kína frá árinu 1980. Enn eru rit kommúnistans Maós söluhæst allra bóka í landinu en Biblían er næst í röðinni. Átta milljónir af þessum 11 milljónum hafa verið prentaðar í hinni opinberu prentsmiðju, Vináttuprentsmiðjunni í Nanjing. Hún hefur jafnvel framleitt Biblíur til útflutnings á þessu ári. Fimmtán þúsund Biblíur hafa verið sendar til Indlands, tíu þúsund til Tælands og tíu þúsund til Rússlands samkvæmt fréttatilkynningu frá prent- smiðjunni. Vináttuprentsmiðjan tekur aðeins opinberar tölur í dæmið. Áður en prentsmiðjan kom til sögunnar er talið að kirkjan Þrjú sjálf hafi dreift um þremur milljónum eintaka. Þar með verður útkoman 11 milljónir. En fleiri hafa átt þar hlut að máli. Samtökin Opnar dyr hafa dreift um tveimur milljónum eintaka Biblí- unnar í Kína og önnur kristniboðsfélög hafa ekki látið sitt eftir liggja. Auk þess hafa leyniprentsmiðjur löngum haft vélar í gangi við prentun hinnar helgu bókar. Þegar á allt þetta er litið þykir líklegt að talan nálgist 15 milljón eintök Biblíunnar. Fyrir árið 1980 voru fáar Biblíur til í Kína enda höfðu flestar Biblíur í landinu verið eyðilagðar á tímum menningarbyltingarinnar 1966 til 1979 en þá þoldu m.a. kristnir menn hroðalega niðurlægingu, barsmíðar og dauða. Yfirvöld segja að evangelískir menn í Kína séu ekki nema sjö þúsundir. Mætti því ætla samkvæmt þessu að þörfinni á Biblíunni hefði verið fullnægt. En í frétt frá Vináttuprentsmiðjunni segir að sala Biblíunnar á fyrri hluta liðins árs hafi aukist um 60 af hundraði vegna þess að verðið var lækkað. Þetta bendir til þess að markaðurinn sé alls ekki mettaður. Samtökin Opnar dyr fullyrða að þeir sem leiti til kristnu hússafnaðanna séu á sjöunda tug milljóna. Af þessu verður dregin sú ályktun að enn sé gífurlegur skortur á Biblíum í Kína þó að þar séu til 11 eða 15 milljón eintaka. 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.