Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 13
VITNISBURÐUR Björgvin Pórðarson En ég átti vin Ver mér náðugur, ó Guð, ver mér náðugur! Því að hjá þér leitar sál mín hœlis, og í skugga vœngja þinna vil ég hœlis leita, uns voðinn er liðinn hjá. Eg hrópa til Guðs, hins hœsta, þess Guðs, er kemur öllu vel til vegar fyrir mig. Hann sendir afhimni og hjálpar mér. Sálm. 57:2-4 Þetta er stórkostleg bæn og játning. Játning sem ég get og vil taka undir. Það er stór- kostlegt að mega koma með allt til Drottins. Bæði stórt og smátt. Ekkert er þar undan skilið. Biblían er full af fyrirheitum tengdum bæninni. Bæn og trú. En trú mín er bara svo lítil. Jesús sagði: „Trú þú aðeins.“ Ég efast ekki um tilvist Guðs. Ég efast ekki um hjálpræðisverk Jesú Krists. En ég efast oft um fyrirheit bænarinnar. Sarnt hef ég svo ótal oft fengið að reyna annað. Öll eigum við okkar góðu tíma og svo erfiða. Ég hef fengið að upplifa tíma þar sem mér fannst allt gjörsamlega lokað og óviðráðanlegt, ekki nokkur einasta smuga til að koma hlutunum í lag. Það er auðvelt að fyllast algjöru vonleysi og þunglyndi við slíkar kringumstæður. En ég átti vin. Vin sem ég gat leitað til. Vin sem hlustaði og skildi. Vin sem ég gat treyst. Vin sem ég vissi að myndi hjápa mér. Vin sem ég hafði þekkt í mörg ár. Og bæn mín var þessi: Ver mér náðugur, ó Guð, ver mér náðugur! Hjá honum gat ég leitað hælis. Til hans gat ég hrópað. Og hann heyrði bæn mína. Himinháu kletta- beltin, sem fyrir framan mig voru, féllu hvert af öðru. Björgvin Þórðarson. Það var svo skrýtið að ég gat meira að segja beðið um rósemd og frið mitt í öllum erfiðleikunum. Hann sendi af himni og hjálpaði mér. Svo sannarlega. Erfiðleikunum er ekki lokið en ég veit hvaðan mér berst hjálp. Því án hjálpar hans á ég ekki mögu- leika. Það er stórkostlegt að mega sækja daglegan styrk og kraft til hans sem mig elskar svo heitt. Glíma okkar við hið daglega líf er misjafnlega auðveld eða erfið eftir því hvernig við lítum á það. Og hvort heldur hún er auðveld eða erfið þá vill Jesús vera með okkur í öllu okkar lífi. Minnumst þess að Jesús hefur hvergi minnst á það að taka frá okkur vandamál lífsins heldur mun hann vera við hlið okkar. Jesús vill okkur aðeins það besta og það verður ekki frá okkur tekið, trúin og samfélagið við hann. Hann gaf líf sitt á krossi fyrir þig og mig og hann er okkar frelsari. Hann elskar okkur, alltaf, undir öllum kringumstæðum. Því get ég sagt við þig: Leyfðu Guði að taka þátt í þínu daglega lífi. Leyfðu honum að gefa þér styrk- inn og kraftinn sem þú þarft hvern dag. Því í sjálfum okkur erum við ekki neitt. 1 sjálfum okkur er ófullkomleikinn. Leyfum hinum fullkomna að fylla líf okkar. 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.