Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 16
VIÐTAL Athafnascunur Akureyringur tekinn tali „Hringib, hlustib og ybur mun gefast íhugunarefni" Fólk hringir frá ýmsum stöðum á landinu og jafnvel utan úr heimi og hlustar á símsvarann. Ég hef haldið skýrslu yfír símhringingarnar frá upphafi. Þær eru að meðaltali 20 til 30 á dag en hafa nálgast 130 á einum degi.“ Við sitjum inni í stofu hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni í virðulegu bárujárnshúsi hans við Glerárgötu á Akureyri. Hverjum sem er ætti að reynast auðvelt að finna húsið. Það er eldrautt með hvítum gluggum og nýmálað, og næst því annað aldrað hús í hressi- legum, bláum lit. Félagsstörf og einkaframtak Jón Oddgeir Guðmundsson er einbúi síðan móðir hans dó 1991. Hann er þó ekki gefinn fyrir ein- Hólavatn í Eyjafirði semdina enda hefur hann tekið þátt í margvíslegu, sumarbúðir KFUM kristilegu leikmannastarfi, einkum í KFUM á Akur- eyri en einnig á vettvangi Akureyrarkirkju. Og svo finnur hann upp á ýmsum verkefnum sem hann framkvæmir á eigin spýtur. Eitt af því er kristilegur símsvari sem hann kallar Orð dagsins. — Ég vann mörg ár í Hljómveri hér á Akureyri, fyrirtæki sem verslar nteð rafeindatæki, byrjaði þar 17 ára gamall. Þó að ég væri ólærður gat ég ráðið við ýmis tæki, sem þeir seldu, og datt þá í hug að fara af stað með kristilegan símsvara. Þetta byrjaði í apríl 1971. Þá fékk ég símanúmerið 96-21840 og tengdi það við símsvara en á bandið hafði verið lesin kristileg hugvekja, tveggja til þriggja mínútna löng. — Þú hefurþurft að auglýsa þegarþú ýttir úr vör? — Já, ég hringdi í útvarpið og bað þá fyrir aug- lýsingu. Hún hljóðaði svo: „Hringið, hlustið og yður mun gefast íhugunarefni. Orð dagsins, Akureyri.“ Það kom hik á stúlkuna í símanum og hún kvaðst verða að bera auglýsinguna undir útvarpsstjóra, Andrés Björnsson, áður en hún yrði birt. Daginn eftir var mér sagt að samþykkt hefði fengist og aug- lýsingin hljómaði á öldum ljós- vakans. Ég hef líka auglýst Orð dagsins í blöðunum og sunt þeirra hafa verið mér al'ar velviljuð varð- andi kostnaðinn. Morgunblaðið hefur símanúmerið í föstum upplýsinga- dálki. Ég fékk vini mína Bjarna Eyjólfs- son og Gunnar Sigurjónsson til þess að flytja fyrstu hugleiðingarnar og svo Benedikt Arnkelsson og síðan hafa fjölmargir lagt mér lið, samtals líklega um 40 manns. í seinni tíð hef ég lesið sjálfur. I 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.