Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 23
STJÓRNMÁL öðru vísi en menn voru vanir, það er að segja þá, sem stóðu höllum fæti. Ekkjur, munaðarlausir, börn, sjúklingar og utangarðsfólk af ýmsu sauðahúsi átti sérstakan stuðning vísan hjá honum, og fyrir það uppskar hann tortryggni og jafnvel hatur hjá vald- höfum samtíðar sinnar. Löngum síðan mættu þeir, sem áttu undir högg að sækja, sérstöku skjóli hjá kirkjunni, og þannig hefur það ef til vill alltaf verið, nema þegar kirkjan hefur litið á sig sem fram- lengdan arm ríkisins. Það er ef til vill þessi arfur frá Kristi og frum- kirkjunni, sem reynist haldbestur, þegar menn vilja taka ábyrga afstöðu til samfélagsmálefna. Þegar við eigum þess kost að ganga í kjörklefann, ættum við því að spyrja: Hver er stefna hinna ýmsu flokka í málefnum þeirra, sem minnst mega sín í sam- félaginu? Hvar er líklegast, að mitt atkvæði nýtist þeim best - ekki um alla framtíð, heldur í þessuni einu kosningum? Með þeim hætti fá orð Krists um kærleikann til náungans og kirtlana tvo (sjá t. d. Matt. 5:43 og Lúk. 3:11) raunverulega merkingu á kosningavori. Til að vera örlítið nákvæmari á ég við, að fólk ætti með sérstökum hætti að huga að félagsmálapakka stjórnmálaflokkanna og gera sér ljóst, að á því sviði getur fagnaðarerindið og hin félagslega afleiðing þess, tvöfalda kærleiksboðorðið, knúið okkur til að kjósa gegn pólitískum skammtímahagsmunum okkar sjálfra. Okkur ber sem sé skylda til að huga að því, hvernig stjómmálaflokkamir hyggjast taka á málefnum öryrkja, sjúkra, efnalítilla, aldraðra, lág- launafólks og atvinnulausra. í samfélagi eins og því íslenska, þar sem heilbrigðiskerfi er með því fullkomnasta, sern gerist, atvinnulíf hefur um langt skeið verið í blóma, frjáls samningsréttur hefur komist á að minnsta kosti í orði og tryggingamál eru í það minnsta ekki í fullkomnum ólestri, er það ef til vill einn þjóðfélagshópur, sem sérstaklega ber að hafa í huga við kjörborðið, og það eru börnin, sem Kristur gerði að fyrirmynd lærisveina sinna (sbr. Matt 18:2). - Börn hafa ekki kosningarétt, hagsmunir þeirra eru þráfaldlega fyrir borð bornir, en til þeirra eru gerðar margvíslegar kröfur: Núna eru íslensk börn til dæmis að búa sig undir að borga reikninginn frá verðbólgu- tímanum, en hann brann ekki upp með skuldum þeirra, sem náðu að fjárfesta. - íslenska samfélagið er ef til vill í meira Hvernig taka stjómmálaflokkamir á málefnum, sem snerta börnl mæli en nokkurt annað samfélag þjóðfélag hinna fullorðnu. Af þessum sökum er ef til vill allra brýnast, að vel hugsandi fólk spyrji: Hvernig taka stjórnmála- tlokkarnir á málefnum, sem snerta börn? Þar geta margir málaflokkar komið til álita: Málefni fjöl- skyldunnar, sem meðal annars endurspeglast í skatta- pólitík, dagvistunarmál, skóla- og menntamál, en einnig langtímastefnumörkun, sem miðar að því að jafna greiðslubyrðinni frá verðbólgutímanum á lleiri kynslóðir - þar á meðal verðbólgukynslóðina sjálfa, sem nú fer með völdin þvert yfir tlokkakerfið. Lokaorö Þessi þráður skal ekki spunninn öllu lengra, enda eru íslenskar kosningar leynilegar. Það felur í sér, að í því efni á hver og einn við eigin samvisku, hvemig hann eða hún kýs. Hér verður ekki reynt að höfða til hennar frekar en orðið er. Mörgum þykir eflaust líka, að þessi grein sé einhliða og með kröftuga slag- síðu. Það er líka alveg satt. Um pólitík verður hins vegar aldrei skrifað af hlutleysi. Greinin var þó ekki skrifuð til að vinna málstað fylgi, heldur til að vekja til umhugsunar. Tókst það?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.