Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 26
AF VETTVANGI liilly Graham átakið Um 800 manns sóttu samkomuna í Framheimilinu laugardagskvöldið 18. mars sl. Mikill árangur víba um heim A Indlandi nam talan um sjötíu púsund manns. Stundin var komin. 16. mars var genginn í garð, upphafsdagur alþjóðlegs kristniboðs- átaks Billy Graham samtakanna. Fjölmenni var saman komið á íþróttaleikvanginum í San Juan á Púertó Ríkó þar sem samkom- urnar með Billy Graham fóru fram. En fjölmennið var ekki aðeins á leikvanginum í San Juan. Yfir 150 lönd tengdust Púertó Ríkó með hjálp breiðtjalda, gervihnatta og þaulreyndra tækni- manna. Á Madagaskar biðu 4000 manns í röð í þrjá og hálfan tíma fyrir utan samkomustaðinn áður en hægt var að hleypa þeim inn. Tuttugu þúsund voru saman komnir á samkomunni í Dar es Salaam í Tansaníu. í Addis Abeba í Eþíópíu komu um fjöru- tíu þúsund manns á leikvanginn þar sem samkoman fór fram. Á Indlandi nam talan um sjötíu þúsund manns. Þann 16. mars sl. var heitt í veðri á Púertó Ríkó. Kórfélagar á íþróttaleikvanginum notuðu söngblöð sín sem blævængi þrátt fyrir að komið væri kvöld. Á Islandi var annað uppi á teningnum. Fjölmiðlar hvöttu fólk á höfðuborgarsvæðinu til að halda sig innandyra vegna óveðurs. Á Akureyri var fannfergið þvílíkt að fresta þurfti samkomunni, enda ófært innanbæjar. Eins og oft áður stóð landið undir nafni og eitt var víst, að þörfin fyrir blævængi var tak- mörkuð. I Reykjavík voru samkomurnar haldnar í íþrótta- húsi Fram við Safamýri. Um 400 manns sóttu sam- komuna fyrsta kvöldið. Annað kvöldið jókst sá fjöldi upp í u.þ.b. 600 og talið er að 800 manns hafi verið þriðja og síðasta kvöldið. 36 manns tóku við Jesú Kristi á samkomunum í Framheimilinu, auk þess sem ráðgjafar báðu með fjölmörgum öðrum, sem til þeirra leituðu. Utan úr heimi berast einnig góðar fréttir af sam- komunum. T.d. svöruðu nálægt eitt þúsund manns kalli Krists á Madagaskar og í Bangladesh. Á Ind- landi nutu 3500 manns ráðgjafar og um 500 manns á Haiti. Átakið Stundin er komin! náði ekki aðeins yfir samkomurnar. Yfir daginn var haldin ráðstefna ætluð leiðtogum og starfsmönnum í kristilegu starfi. Yfir 100 manns sóttu ráðstefnuna sem fór fram í aðal- stöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg og um 30 manns tóku þátt í henni á Akureyri (þó svo að hún gæti ekki verið samdægurs vegna veðurs). Mjög vel var látið af ráðstefnunni og var það mál manna að hún hefði verið gagnleg, uppbyggileg og komið skemmtilega á óvart. 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.