Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 29
ORÐIÐ Jónas Þórisson er framkvæmdastjóri Hjálparstofnunnar kirkjunnar. fylgjendur. gert margt golt. Að lokurn hafa þeir flestir verið greftraðir með viðhöfn og legstaðir þeirra, þar sem jarðneskar leifar hvíla. þekktar og tilbeðnar. Gröf Krists er hins vegar tóm. Hann, einn trúarleiðtoga, er tipprisinn. Líkklæðin lágu í gröftnni en líkami hans horfinn, ummyndaður í himneskan líkama er lærisveinarnir fengu að sjá. Trúafhátíðir eru margar í sögunni og af ólíkum forsendum en aðeins einn páskadagur, ein upprisuhátíð, því Kristur er svo sannarlega upprisinn, hann er upp- risan og lífið. Nú rennur páskasólin upp enn á ný. Við erum niinnt á þetta undur veraldarsögunnar, á opna gröf og opnar dyr, á lífið sem sigraði dauðann, á að leiðin til himins Guðs er greið. En eins og hjá læri- sveinunum forðum hafa margir lokað að sér. dymar eru luktar og vantrúin hindrar sigursól páskanna í að hrekja burt óttann og efasemdirnar. Lífið er táradalur og dauðinn endastöð er margir óttast. En Guði sé lof, undur páskanna leysir gáturnar, hrekur burt óttann og opnar gröf. Jafnvel í gegnum luktar dyr birtist Jesús. Hann er stærsta undur mannkyns- sögunnar. Að trúa á hann er ekki að samþykkja ótrúlegar staðhæfingar og ýkjusögur, heldur að þiggja gjöf Guðs, blessun hans og umhyggju og vita að Guð er mikill Guð er leggur allt í sölurnar til að bjarga vegvilltu barni sínu. Hann opnar lokaða gröf, leggur sjálfan dauðann að velli og gefur líf sem varir að eilífu í dýrðarhimni hans. Páskasólin er upp Að trm á hann er etíá að samþyjája ótrúlegar staðhæfingar og ýkjusögur heldur að piggja gjöfGuðs, blessunhans og umhyggju og vita að Guð er mikill Guð er leggur allt í sölumar til að bjarga vegvilltu bami sþu. runnin. Með Jesú verður gangan létt þótt til grafar liggi því dauðinn er uppsvelgdur í sigur Guðs. Fyrir þetta lofum við þig, Herra og Drottinn. Hann lifir! Þeim tíðindum tníi ég tœpast því þetta er ofgott. Hve sœlt að hann sigur oss húi, é), séd mín, rek hryggðina éi brott! Þú hélst að þú athvarf ei œttir neitt annað en síðasta blund en lifandi lausnara mœttir, ó, langþráða fagnaðarstimd. (B.E.) 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.