Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 3
Ábyrgð á umhverfinu Mörgum finnst vorið stórkostlegur tími. Sólin hækkar á lofti og gróðurinn tekur við sér. Náttúran tekur brátt að skarta sínu fegursta og við njótum þess gjarnan fram í fingurgóma. En um leið og við njótum dásemda sköpunar- verksins sjáum við ýmis merki eyðileggingarinnar. Við mennirnir höfum oft og tíðum gengið gáleysislega um og spillt umhverfi okkar. Ymiss konar mengun er orðin alvarlegt vandamál. Sóunin er oft gengdarlaus og sorphaugar hrannast upp. Það er sama hvort við horfum í eigin barm sem mannkynið í heild eða sem einstaklingar þá sjáum við fljótt merki ábyrgðarlausrar umgengni okkar við náttúruna og umhverfið. Umhverfismál og náttúruvernd hafa verið nokkuð til umræðu undanfarið. Haldnar hafa verið ráðstefnur og fundir bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi um þessi mál og þá vá sem er fyrir dyrum ef ekki verður snúið af þeirri braut sem við höfum verið á. Vorið og evrópskt náttúruverndarár í ár er tilefni þess að Bjarmi tekur þessi mál örlítið til umfjöllunar. Tilgangurinn er sá að minna okkur á að við beruni ábyrgð á unihverfi okkar, náttúrunni sem við lifum í og erum hluti af. Abyrgð okkar grund- vallast á því að náttúran er sköpunarverk Guðs og að hann fól okkur mönnum að annast um það. Vissulega segir í sköpunarsögunni að við eigum að drottna yfir sköpuninni en það eigum við ekki að gera sem ránsmenn heldur sem ráðsmenn Guðs. I rauninni felst ábyrgð okkar í því að við erum sköpuð til samfélags við Guð okkar og þá um leið til að vera samverkamenn hans í því að varðveita og viðhalda sköpuninni og forða henni frá eyðileggingu og tortímingu. Synd okkar birtist m.a. í því að við skeytum ekki um þessa ábyrgð okkar og göngum í lið með eyðileggingaröflunum. Nú má spyrja sig þeirrar spurningar hvort við sem einstaklingar getum í rauninni nokkuð gert sem gagn er að. Eru umhverfis- vandamálin ekki slík að þau virðast nær óleysanleg? Vissulega eru til stór umhverfisvandamál sem við leysum ekki ein. En mörg eru þau þó nærtækari en svo að við getum leitt þau hjá okkur og oft eru þau sprottin af lifnaðarháttum okkar sem einstaklinga. Því má segja að eðlilegast sé að náttúruverndin byrji heima hjá okkur hverju og einu. Lifnaðarhættirnir verða hvergi endur- skoðaðir nema þar. Við erum hluti af sköpun Guðs. Sérstaða okkar er sú að við erum sköpuð til að vera samverkamenn skaparans og ráðsmenn yfir sköpun hans. Það felur í sér mikla ábyrgð sem snertir í rauninni daglegt líf okkar allt. Þorum við að horfast í augu við og haga lífsháttum okkar í samræmi við það? Staldrað i við Bicirmi Kristilegt tímarit Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFLIM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritsfjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Anna Magnúsdóttir, Benedikt Arnkelsson og Gunnar H. Ingimundarson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsimi 588 8840. Árgjald: Kr. 2.500,- innanlands, kr. 3.000,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,- Útlitshönnun og aðstoð við útgáfu: SALT hf - Tómas Torfason. Ljósmyndir: Magnús Fjalar Guðmundsson, o.fl. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Ábyrgð á umhverfinu.................... 3 Glsli H. Friðgeirsson: Af jörðu erég kominn................... 4 Viðtal: Eftir því sem ég læri meira............ 7 Ragnar Schram: Hvers vegna biblíuskólar?..............10 F - siðan: Sumarið er tími vaxtar og uppskeru....16 Kristniboð: Kristniboðarnir á nýja staði...........17 Viðtal: Meinum það sem við syngjum.............18 Að utan: Útburðinum var bjargað.................21 Ragnar Gunnarsson: Hvað er Toronto-blessunin?.............22 Viðtal: Salt hf endurvakið.....................24 Valdís Jónsdóttir: Stórkostleg bænheyrsla.................25 Þórarinn Björnsson: Ókeypis brauð..........................26 Á döfinni í sumar: Almennt mót og Sæludagar...............28 Máifríður Finnbogadóttir: Með glaðri von.........................30

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.