Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 4
AÐALGREIN Gísli H. Friðgeirsson Af förbu er ég kominn Eigi að síður erum við hluti af undri sköpunarinnar og kóróna hennar. Ef við erum hluti af náttúrunni sem Guð hefur skapað hljótum við að hafa einhverjar taugar til náttúrunnar í umhverfi okkar. Það er þess vegna eðlilegt að ég geti hrifist af töfrum náttúrunnar og fyllst einhverskonar lotningu þegar ég verð vitni að mikil- fengleik hennar. Náttúran getur einnig fært mig nær skapara mínum og kallað fram tilbeiðslu til hans sem er höfundur hennar. Mér er ógleymanleg stund á Sprengisandi fyrir meira en 20 árum. Við drápum á jeppanum og stigum út. Lognið var algert og kyrrðin ótrúleg. Það mátti heyra sandinn anda og hjartað slá. Skyggnið var eins og í ævintýri þegar horft var til Hofsjökuls. Skyggnið var svo tært og skerpan svo mikil að erfitt var að standa móti þeirri löngun að teygja fram höndina til að þreifa á jöklinum sem var í 20 til 30 km fjarlægð. Það heyrðist hvorki í flugvél né bíl og ekki heldur í fugli eða flugu en auðvitað var náttúran full af lífi og mikið að gerast ef betur var að gáð. Ég uppgötvaði það mörgum árum seinna þegar við fjölskyldan gistum í tjaldi á Mýrdalssandi. Það var eiginlega út úr neyð, það var að koma nótt og orðið dimmt. Við fundum tjaldstæði á opnu svæði en þó grónu við lítinn læk sem liðaðist hljóðlega um sandsléttuna. Þetta sem í fyrstu virtist vera eyðimörk kom mér næsta morgun meira á óvart en flest annað sem ég hef mætt í íslenskri náttúru. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því í þessum línum en aðeins að telja upp nokkur orð sem hefðu verið eins og til minnis fyrir þann kafla: Kyrrð, blíða, fílharmónía fuglanna, kliður lækjarins, víðáttan, tign jöklanna, berfættur í blíðum móa og sandi, ljúft og kvikt samlíf óðinshananna, fé á beit, suð í prímusi og friðsælt fjölskyldulíf. Eg er gerður úr mold. Biblían segir frá því að Guð skapaði manninn af leiri jarðarinnar og blés síðan lífsanda í hann. Það er umhugsunarefni efnafræðin skilgreinir mann- inn á hreint efnafræðilegan máta og þá er hann ekki merkilegur, aðeins handfylli af nokkrum algengum og ódýrum efnum. Það má verða til að minna okkur á að við erum mold, aðeins duft eins og leir jarðar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.