Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 6
AÐALGREIN Þegar ferðast er um sveitir Belgíu er meira um sveitabæi með ökrum, túnum og skógarblettum og jafnvel svolítilli órækt, en samt sést hvergi hin ósnortna náttúra sem við höfum meðfædda þörf Kristinn maður getur nálgast Guðföður í kyrrðinni í náttúrunni og pað hjálpar honum einnig að nálgast sjálfan sig og komast aftur í rétt samfélag við náunga sinn. Hvert er þá rétt viðhorf mannsins til náttúrunnar? Við vitum að menn nálgast náttúruna frá ýmsum hliðum. Vísindamaðurinn, áhuganáttúrufræðingur- inn, fuglaskoðarinn og Ijósmyndarinn eru allir að skoða náttúruna en nálgast hana þó hver með sínum hætti. Veiðimaðurinn nýtur þess að vera úti í náttúr- unni og virðir hana og lögmál hennar, en hann getur einnig misnotað hana. Utgerðarmaðurinn nytjar heilu fiskistofnana eða eyðir þeim. A því veltur afkoma íslensku þjóðarinnar. Náttúran er gjöful en heilladrýgst verður að vinna með hugarfari bóndans, sem nytjar landið að einhverju marki, en er jafn- framt sá sem ræktar það og vinnur með náttúrunni. fyrir. Það var orðið hlýtt fyrir Islending í Brussel fyrsta daginn minn þar, hitastig á bilinu 15 til 20°C. Eg settist í grasið í trjágarði neðan við hús Evrópu- þingsins. Garðurinn er með fallegri tjörn og ég naut sólarinnar og las í gögnum sem voru til umfjöllunar á fundum þeim sem ég átti að sitja. Það var eitthvað kunnugleg lykt sem angaði upp úr tjörninni og allt í einu varð mér ljóst hvaðan ég þekkti hana. Það var úr fuglabjarginu í Bjarnarey í Vestmannaeyjum. Þar andar volg gúanólyktin upp eftir bjarginu af syllunum sem eru þéttsetnar svartfugli en hér var einhver blanda af rotnun og mengun á ferðinni. Kristinn maður veit að hann er skapaður af mold jarðar og er því ekkert án skapara síns. Hann er auðmjúkur frammi fyrir hinni miklu sköpun Guðs. Hann hefur ábyrgð eins og ráðsmaður gagnvart hús- bónda sínum að fara vel með gæði náttúrunnar. Hann játar með iðrun syndir mannkyns sem hefur lagt svo mikið í rúst af lífríki og öðrum undrum jarðarinnar. Hann vinnur með þeim sem reyna að bæta tjónið og vinna með náttúrunni og hann trúir á þann Guð sem hefur endurleyst alla sköpun sína frá dauða og eyðileggingu og mun láta hana upp rísa í endurnýjung eins og manninn. Kristinn maður getur nálgast Guð föður í kyrrðinni í náttúrunni og það hjálpar honum einnig að nálgast sjálfan sig og komast aftur í rétt samfélag við náunga sinn. Drottinn okkar var sjálfur úti í náttúrunni þegar hann háði sína mestu baráttu og hafði sigur, á dögum freistingarinnar í eyðimörkinni, á nótt angistarinnar í Getsemane. Hann leitaði einnig einn út í náttúrunna til að biðja og vera með föður sínum. Við erum ekki sambærileg við Krist og við lifum á öðrum tímum og veðráttan á Islandi er rysjóttari en á söguslóðum Biblíunnar. Eigi að síður veit ég að í þessari fyrirmynd Drottins er mikinn fjársjóð að fínna og við erum svo heppin að eiga auðvelt með að komast út í óspillta náttúruna. Nýtum okkur þetta dýrmæta tækifæri til að nálgast skapara okkar og frelsara! ■ 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.