Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 7
Náttúruvernd og uinhverfismál VIÐTAL Eftir því sem ég læri meira fyllist ég dýpri lotningu fyrir Gubi sem skapara Rœtt við Leif Þorsteinsson líffrœðing Dr. Leifur Þorsteinsson er líffræðingur og starfar við erfðafræðideild Blóð- bankans í Reykjavík. Meðal verkefna hans þar eru rannsóknir á arfgengum heilasjúkdómi sem oftast leiðir til dauða á unga aldri. Hann átti einnig þátt í að gera glasafrjóvganir að veruleika á Islandi. Það iná því segja að verkefni hans tengist bæði upphafi og endalokum lífsins. Frítíma sinn notar Leifur til útivistar og þá helst til ferðalaga á fjöllum. Bjarmi tók hann tali og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um kristindóm og náttúruvernd. Fyrst var hann spurður að því hvernig menntun hans, starfog álnigi á útivist tengist hans kristnu trú. - Allt frá því ég fyrst man eftir mér hefur hugur minn beinst að náttúrunni og þá ekki síst að gróðr- inum. Ferðalög á fjöllum hafa verið þar efst á baugi og þá helst gangandi. Stærstu og ógleymanlegustu stundir tilverunnar hef ég upplifað á fjöllum. Eitt sinn var ég á göngu inni á hálendi íslands. Við höfðum gengið í 1 1/2 dag í svarta þoku og vissum varla hvar við gengum. En allt í einu komum við út úr þokuuni. Það að koma út úr svarta þoku er upplifun út af fyrir sig en að auki áttaði ég mig nákvæmlega á því hvar ég var. Þessu augnabliki gleymi ég aldrei. A slíkum stundum fyllist maður sérstakri lotningu fyrir skaparanum. Náttúran hvort sem hún er dauð eða lifandi, í þeim skilningi sem við leggjum í orðin, er sköpun Guðs og því ber okkur að umgangast hana samkvæmt því. Öllu lífi er svo haganlega fyrir komið að eftir því sem ég læri meira fyllist ég dýpri lotningu fyrir Guði sem skapara alls á þessari jörð. Það hlýtur að þurfa mun sterkari trú til að sannfærast um að allt hafi orðið til vegna einhverra tilviljana heldur en að trúa því að að baki búi kraftur þess Guðs sem Biblían segir okkur frá. - Um þessar mundir er mikið rœtt um umhverfis- mál og náttúruvernd. Hefur kristindómurinn eitthvað til málanna að leggja íþeirri umrœðu? - Orðið náttúruvernd er e.t.v. orðið svolítið klisjukennt. Það er næstum orðið svo að menn leggja orðið misjafnan skilning í orðið. Því er Ijóst að það hefur mjög víðtæka merkingu og það verða sennilega alltaf átök um slíka hluti. Mér koma í hug tvö skáld sem eru löngu gengin. Báðir voru þeir hugsjónamenn en hvor á sinn hátt. Annar þeirra var Einar Benediktsson sem sá framtíð landsins í þeirri orku sem bundin er í fossunum. Hann lét m.a. gera áætlanir um virkjun Þjórsár mörgum áratugum áður en hún varð að veruleika. Hinn var Þorsteinn Erlingsson sern sá fegurðina í fossunum, fjöllunum og náttúrunni bæði dauðri og lifandi. Hvor á sinn hátt höfðu þeir heilmikið til síns máls. Eg held að sannkristnir menn verði að standa þarna mitt á rnilli. Guð setti okkur sem sína ráðsmenn og bauð okkur lifa á því seni jarðar- kringlan gefur af sér en við verðum jafnfranil að átta okkur á því að við verðum að skila því aftur til nátt- úrunnar sem við tökum frá henni þó í annari mynd sé. Þarna er um að ræða hárfínt jafn- vægi sem aldrei má raskast. Þetla er spurning uni fjár- magn og virðingu mannsins fyrir sjálfunt sér og sínu nánasta umhverfi. Leifur Þorsteinsson. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.