Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 11
BIBLÍUSKÓLAR við vorum tvær saman í herbergi. Það var hægt að fá einstaklingsherbergi en þau voru dýrari. Sumir Oslóbúar sváfu reyndar heima hjá sér og komu í skólann að morgni. Það sparaði þeim pening. Þess má til gamans geta að stúlkan, sem seinast var rneð mér í herbergi, er nú kristniboði í Afríku ásamt manni sínum sem einnig var á skólanum og við höfum haldið sambandi allan tímann og skrifumst enn á.“ Hvernig var náminu háttað? „Kennsla var frá kl. 9 á morgnanna til kl. 14. Þá tók við lestur og heima- lærdómur. Stundum vorum við send til nærliggjandi þorpa og bæja og vorum þar með samkomur. Oftast voru kennararnir með okkur en þó ekki alltaf. Bæna- stundir voru reglulega og hver dagur og hver kennslustund voru byrjuð með lestri úr Biblíunni og stuttri bæn.“ Hafði námið trúarleg álu ifá þig? „Já, trúin dýpkaði. Annars var ég alltaf trúuð. Ég tók ákvörðun um að fylgja Jesú áður en ég fermdist. Námið var yndislegt. Ég hafði mikla blessun af að lesa rit spámannanna í Gamla testamentinu, einkum þau sem boðuðu komu Jesú í þennan heim. Ég hafði áður haldið mikið upp á Jesaja. En í kennslustund- unum laukst upp fyrir mér hve margir aðrir liöfðu spáð komu Messíasar. I prédikunartímunum lærði ég margt. Okkur var kennt að undirbúa hugleiðingamar vel. Rík áhersla var lögð á að við létum textann tala til okkar sjálfra áður en við töluðum til annarra. Að ræðunni áttum við að vinna eins og við höfðum tíma, vit og þekkingu til, annað gætum við ekki boðið Drottni. Hið góða samfélag við trúuð systkin var mér mikils virði. Sambandið við aðra nemendur og kennara var mjög gott. Ég minnist þess hve það veitti mikla hugarró og öryggi þegar kennararnir báðu á morgnana fyrir okkur nemendunum sem áttu að þreyta próf samdægurs. Einnig má geta þess að ég komst í náið samband við nokkra skólafélaga sem áttu í erfiðleikum. Varð ég þá vitni að því hvernig Guð heyrði bænir og leysti úr vandamálum. Allt þetta treysti samband mitt við frelsarann og jók þekkingu mína á honum og orði hans. A biblíu- skólanum lærði ég margt sem hefur komið mér að góðum notum í lífinu. Nárnið og dvölin þar hefur verið mér til ómetanlegrar blessunar.“ Hvernig var að búa í Noregi? „Mér líkaði afar vel í Noregi. Eftir þriggja mánaða námskeiðið hafði ég hugsað mér að koma heim. Ég var kennari við gagnfræðiskólann við Lindargötu og afleysingakennarar leystu mig af. Mig langaði hins vegar að læra meira og sagði upp starfi mínu við Lindargötuskólann til að geta farið á annað nám- skeið. Að því loknu sinnti ég prédikunarstörfum fyrir Heimatrúboðið í Buskerud í tvö ár. En fór þá heim til íslands vegna móður minnar þó að rnig langaði að vera lengur úti.“ Var eitthvað í tengslum við skólann eða námið sem þér þótti sérstaklega vœnt um? „Það var margt. Sérstaklega þó eitt lítið herbergi uppi undir súð sem var svokallað bænaherbergi. Þegar komið var inn blasti við stórt auga á veggnum sem táknaði hið alsjáandi auga Guðs. Þangað fór ég oft, bæði ein og með öðrum. Þar átti ég margar góðar stundir frammi fyrir Guði.“ Getur maður verið of gamaII til aðfara á biblíu- skóla? „Ég skal segja þér það að á skólanum voru á annað hundrað nemendur. Þar var ein kona unt sextugt, hún féll afar vel inn í hópinn. Annars rná fólk ekki heldur vera of ungt. Maður þarf að hafa nægan þroska og vera á mótunaraldri. Ágætt er að fara um tvítugsaldurinn þó þessi sextuga hafi fallið vel í hópinn.“ Nemendahópurinn á sjö mánaða námskeiðinu, ásamt fjórum kennurum. Lilja er fjórða frá vinstri í efri röð. Þorkell Pálsson er lengst til vinstri í efri röð og Christen Hallesby lengst til hægri í neðri röð. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.