Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 21
AÐ UTAN hverjir það verða. Þóra og Inger Jóhanna Daníels- dóttir, systir Esterar, munu að einhverju leyti koma þar við sögu ásamt fleirum. Á Akureyri er reyndar starfandi svipaður kór, nema mun fámennari, sem Miriam Oskarsdóttir, frænka Esterar, hefur haldið utan um. Hún er nú á förum frá Akureyri og Ester kemur til með að taka við þessum kór. „Ég finn sterkt fyrir handleiðslu Guðs í þessu,“ segir Ester. „Ég var að spá í að fara norður fyrir ári, en þá fannst mér Guð vilja hafa mig hér í Reykjavík Það má segja að tilgangurinn sé tvíþœttur, annars vegar að við getum komið saman og vitnaÖfyrir öðrum unglingum. áfram. Núna tel ég kórinn vera orðinn það traustan að það skipti ekki máli þótt ég fari. Það eru aðrir sem geta tekið við. Ég held að Guð vilji senda mig norður.“ Markmiöi náö „Tilgangur kórsins er ekki að vera neitt ofsalega góðir söngvarar. Það má segja að tilgangurinn sé tvíþættur, annars vegar að við getum komið sarnan og lofað Guð og kynnst hvert öðru og hins vegar að við getum vitnað fyrir öðrum unglingum. Við leggjum ekki alla áhersluna á gæði söngsins, en svo þegar við erum að lofa Guð þá bara er þetta gott! Fólk sem hlustar finnur að það liggur eitthvað að baki og að við meinum það sem við syngjum. Þess eru dæmi að krakkar hafa frelsast eftir að hafa byrjað í kórnum og þá er markmiðinu náð, bara ef Guð snertir við einni manneskju." Bjarmi þakkar vinkonunum fyrir spjallið og óskar kórnum Guðs blessunar. Þótt það hafi verið sagt í upphafi viðtalsins að þetta hafi aldrei verið „planað", væri vel hægt að álykta af því sem hér hefur komið fram að þetta hafi verið „planað“, kannski ekki hjá Ester, en hjáGuði. ■ Svipmynd frá Madagaskar Litli drengurinn á myndinni var fæddur á vondum degi, sagði töframaðurinn, og skyldi borinn út. En honum var forðað frá dauða. Útburbinum var bjargaö Við lítum inn í þorp nokkurt á ferð okkar. Kristniboðinn þarf að ganga þar frá málum vegna yngsta barnsins sem hún hefur í fóstri. Saniúel litli er tveggja mánaða sprækur og athugull hnoðri. Ég velti því fyrir mér hvemig á því stendur að hann hefur hafnað hjá Lailu kristniboða. Á leiðinni til þorpsins, þar sem hann fæddist, fáum við að heyra hver ástæðan er. Við erum stödd á svæði þar seni gömul, hefðbundin trúarbrögð Gassa ráða ríkjum. I þeim ber mest á lotningu fyrir öndum forfeðranna. Hinir dauðu hafa vald til að blessa þá sem eftir lifa - og til að leggja á þá ógæfu. Töframaðurinn getur „séð“ með hjálp töliagripa og stjörnuspár hverju menn verða að neita sér um eða fórna. Hann getur einnig úrskurðað hvort börn fæðist á vondum degi eða góðum. Sé dagurinn vondur verður barnið að deyja, annars deyr móðirin og öll fjölskyldan. Börn eru því enn borin út í skóginum vegna ótta við hefndar- aðgerðir forfeðranna. Þetta er svo rótgróið í hugsun og trú fólksins að því reynist um megn að rísa gegn hefðinni þó að hún brjóti í bága við landslög. En Samúel er einn þeirra sem var bjargað. Það var amma hans sem fór með hann til kristniboðans og nú verður Laila að ljúka forms- atriðum svo að drengurinn geti fengið fæðingarvottorð. Við göngunt inn í strákofa fjölskyldunnar, heilsum móðurinni og ömmunni og setjumst á grasmottuna á gólfinu. Síðan þarf að snúa sér að hinu erfiða verkefni. Laila skrifar dagsetningar eftir því sem við á. Móðirin kinkar kolli alvarleg í bragði og afsalar sér foreldraréttinum með því að stimpla fingraför beggja vísifingra. Andlitsdrættirnir eru óræðir þegar hún horfir á okkur og við reynum að gera okkur í hugarlund sársaukann sem dylst á bak við sviplaust andlitið. En nú hefur hún gert það sern í hennar valdi stóð fyrir litla drenginn sinn. Hann fær að minnsta kosti að lit'a! Og hún á fjögur önnur börn, góðu heilli, sem eru fædd á góðum dögum ... Urræðaleysi, samúð og sorg gagntekur okkur þegar við höldum á brott frá þorpinu. Við höfum kynnst lifandi, kristinni trú og jafn- lifandi forfeðratrú „hlið við hlið“, kynnst ljósi og myrkri, öryggi og ótta, frelsi og ánauð. Birgit Aadlami, Misjonstidende. A.M. 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.