Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 25
Valdís Magnúsdóttir, kristniboði KRISTNIBOÐ Stórkostleg bænheyrsla Hún stendur böðuð í heitri síðdegissólinni á veröndinni og brosir eins og venjulega, blíðleg og svolítið feimin. Monica Kapello er um 18 ára. Hún er ekki tág- grönn eins og flestar Pókotkonur heldur smáþybbin eða sælleg eins og unglingsstelpur verða oft ef þær hafa verið svo lánsamar að hafa verið í skóla. Þá þurfa þær ekki að erfiða eins mikið á ökrunum og bera vatn og við eins og jafnöldrur þeirra. Hún er kátbrosleg á að líta nreð nýja hárgreiðslu. Samkvæmt nýjustu borgartísku var gervihár fléttað í langar fléttur í snarhrokkið, stutt hár hennar og skærbleik og rauð slæða með gullnum þráðum var vafin yfir kollinn. Skærbleikur kjóllinn fullkomnaði myndina og fyrir vestræn augu leit vinkona mín út eins og sígauni! Hún kom til að spyrjast fyrir um far upp til Söker- fjallsins, hún þyrfti að ljúka við að flytja dótið sitt heim, þar á meðal saumavélina sína. I samtalinu kom í ljós að hún hafði svo voðalega inikið að gera. Voru þau byrjuð að plægja? Nei, nei. Var hún að passa kýr? Nei. Hvað var um að vera? Monica flissaði, tók fyrir munninn og leit skáleitt niður á við - dæmi um mikla feimni. — Þú ert þó ekki að fara að gifta þig? Breitt bros færðist yfir allt andlitið og hún kinkaði kolli og hló eins og kjáni. Hún hafði einmitt komið til að láta okkur vita. Sá heppni er Sírnon, skóla- stjórinn uppi í Söker þar sem Monica hefur setið og unnið fyrir sér með saumavélina sína allt síðasta ár. Símon er kristinn, ungur maður úr anglikönsku kirkjunni og brúðkaupið á að fara fram ineð pompi og prakt nú í vor uppi í Kapengúría þar sem brúð- guminn er búinn að kaupa shamba (akur) og byggja þeim hús. Þetta er stórkostleg bænheyrsla. Monica verður sú síðasta af stúlkunum sem við kristniboðarnir höfum tekið að okkur og kostað í skóla. Allar eru þær kristnar og koma frá fátækum, heiðnum heimilum þar sem nauðsynlegt er að gifta þær fljótt til að fá brúðarverð, kýr fyrir heimilið og einum færri rnunn að metta. Fyrst þarf auðvitað samkvæmt siðnum að um- skera þær. Umskurn stúlkna hér í Pókot er hæsta stig limlestingar á kynfærunum. Þrjár stúlkur hér í Cheparería tóku sig til og neituðu að láta umskera sig eftir að hafa fengið fræðslu um skaðsemi þess fyrir heilsuna og neituðu að taka þátt í heiðnu siðun- um sem fylgja á undan og eftir. Ein þeirra er Monica. Þessar stúlkur fengum við rneð leyfi foreldranna að kosta í heimavistarskóla í Chesta og síðan í iðn- skóla til að læra að sauma. Þar sern við fæðurn þær og klæðunt og borgum skólagjöld og ferðakostnað er litið á okkur sem foreldra þeirra. Það segja for- eldrarnir sjálfir! Hinar stúlkurnar tvær eru líka giftar kristnum piltum og hafa eignast börn. Þar með hafa þær sýnt fram á að gömlu fordómarnir standast ekki um að stúlkur geti ekki gifst og þær geti ekki eignast börn ef þær láti ekki umskera sig. Monica hleypur léttfætt niður stíginn frá húsinu og gerviflétturnar sveiflast út í loftið. Hún þarf að útbúa boðsbréf, útvega bíl til að aka með sig og brúðarmeyjarnar, láta baka eina köku, fá einhvern til að tala um kökutáknið, um hvernig brúðhjónin eigi að annast hvort annað og gesti o.s.frv. Þar sern hún er án síma eru mörg fótsporin framundan. Það er mikil hamingja að eignast kristinn eigin- rnann að eigin vali en ekki heiðingja sem ekki hefur verið valinn og henni er þröngvað að giftast. Augun geisla og horfa dreymin fram á við í trausti til Drottins Jesú sem hingað til hefur séð vel fyrir öllu. ■ Kristniboðarnir í Pókot í Kenýu hafa lagt mikla áherslu á að veita konum fræðslu í kristinni trú, í heilsugæslu, ræktun nytjajurta og öðru sem má verða þeim til gagns og gleði enda hefur mörg Pókotkonan átt illa ævi í fátækt og niðurlægingu. Þær sem sækja nám- skeiðin kenna síðan öðrum konum. Valdís Magnúsdóttir hefur verið frernst í flokki þeirra sem hafa liðsinnt konun- um. Hér sjáum við Valdísi á tali við nokkrar kynsystur sínar. 25

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.