Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 27
ORÐIÐ iraub! að brauðkonungi en greip í tómt. I frásögn Jóhannesar- guðspjalls kemur fram að Jesús vék aftur upp til fjallsins einn síns liðs (Jóh. 6: 15). Ég veit í sjálfu sér ekki hvaða hungur rak þig til að hefja lestur þessa pistils: Var það hungur forvitninnar eða eftirvæntingar- innar? Var það hungur eftir stílhreinni framsetningu, óvenjulegum efnistökum eða skýrum boðskapi Guðs, skapara þíns? Var það kannski hungur einmanaleikans, hungur þess sem á fáa góða vini en finnst skárra að glugga í blöð og tímarit í stað þess að hírast aðgerðalaus úti í horni? Þú sem berð þetta augum veist jafn vel og ég, að fleira getur valdið hungri en tómur magi og tilheyr- andi garnagaul. í margvíslegri merkingu er mann- kindin oft á tíðum bæði hungruð og varnarlaus skepna sem leitar af áfergju og þarf mikið til að seðjast. Stundum verður hún reyndar þeim mun soltnari og umkomulausari eftir því sem hún treður meiru í sig og hleður fleiru í kringum sig. Getur verið að andlegt hungur hrjái þig sem þetta lest? Að sál þín sé bæði ófullnægð og óróleg vegna þess að hún hefur ekki öðlast frið við Guð? Kannski hefur þú reynt að leita Guðs, en einfaldlega leitað á röngum stöðum. Grafið brunna sem ekki héldu vatni (Jer. 2:13). Jesús Kristur segir: Eg er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir (Jóh. 6:35). Það er hægt að rökræða urn það hvort maðurinn þurfi á brauði að halda eða ekki. En brauðið kemur þeim einum að gagni sem nærist á því, hleypir því inn í líf sitt. Þetta áréttar Jesús einnig þar sem hann segir: Eg er hið lifandi brauð, sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði, mun lifa að eilífu. Og brauðið, sem ég mun gefa, er hold mitt, heiminum til lífs (Jóh. 6:51). Hér fullyrðir Jesús berum orðum: Hafir þú ekki mig, þá áttu ekki lífið, ekki það líf sem Guð vill gefa þér. Dauði minn er lífgjöf þín, viljir þú þiggja þá gjöf. Orð Krists spyrja okkur einnig: Hvaða sess skipa ég í lífi þínu? Fæ ég þar að skipa sess þess daglega brauðs sem þú biður um í Faðirvorinu og sem þú kemst ekki af án? Eða spjarar þú þig kannski án Krists? Telur þig ekki þurfa á fyrirgefningu hans að halda? Kannski efast þú og spyrð eins og læri- sveinamir forðum: Hvað er þetta handa svo mörgum? Hvað ert þú, Kristur, handa svo mörgum, þú, hinn krossfesti, örmagna mannssonur? Þórarinn Björsson, framkvæmdastjóri Skógarmanna KFUM. Lesandi góður! Jesús Kristur hefur ekki annað að bjóða en sjálfan sig, heiminum til lífs. Hann gaf líf sitt í dauðann þín vegna. Og sem hinn upprisni frelsari knýr Iiann dyra í lífi þínu. Hann er hið lifandi brauð sem niður steig af himnum. Það brauð mun nægja þér til eilífs lífs. ■ Peir virtust blindir gagnvart honum sem útdeildi brauðinu, honum sem sjálfur var hið lifandi brauð til þeirra komið. Mannfjöldinn vildi gera Jesú að brauðkonungi en greip í tómt. 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.