Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 28
Á DÖFINNI Almennt mót og Sæludagar í Vatnaskógi i aðalhlutverki í sumar Margt er á döfinni yfir sumarmánuðina hjá félögunum sem gefa út Bjarma. Mesta athygli vekja að vanda stórmótin tvö í Vatnaskógi: Almenna mótið sem verður að þessu sinni 30. júní - 2. júlí og Sæludagarnir um verslunarmannahelgina 4. - 7. ágúst. Almenna mótið ber yfirskrifina: „Sjá, ég stend við dyrnar" (Op. 3:20). A dagskránni eru fjölbreyttar og uppbyggilegar samverustundir fyrir alla aldurs- hópa. Helstu breytingar frá síðasta ári eru að nú verður boðið upp á tvær miðnætursamkomur í stað einnar, þar sem ungt fólk verður í forsvari. Jafn- framt verður ekki sérstök lokasamvera heldur lýkur mótinu með kristniboðssamkomu kl. 14:30. Guðs- þjónusta almenna mótsins verður á sunnudeginum kl. 10:30 og mun sr. Sigfús Ingvason þjóna fyrir altari. Almennu mótin eiga sér ríka hefð í starfi félag- anna og þeir eru margir sem ekki geta hugsað sér sumarið án þeirra. Samband íslenskra kristniboðsfélaga stendur fyrir Almenna mótinu. Verð fyrir fullorðna er kr. 1.000. Fyrir 13 - 18 ára kostar kr. 700. og ókeypis er fyrir bömin. Fjölskylduhátíðin, Sæludagar í Vatnaskógi, verð- ur haldin í fjórða sinn um komandi verslunarmanna- helgi. Sæludagarnir vaxa frá ári til árs. Þeir eru byggðir upp fyrir alla aldurshópa, þar sem útivist og skemmtun helst í hendur við kristilega boðun og fræðslu. Dagskrá Sæludaganna er mjög fjölbreytt. Fyrir hádegi er boðið upp á fræðslustundir um ýtnis mál- efni sem tengjast kristinni trú. A sama tíma er starf- ræktur krakkaklúbbur, auk þess sem dagskrá verður fyrir 10 - 14 ára. Eftir hádegi fer fram margskonar útivera og skemmtun, t.d. kappróður á vindsængum, 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.