Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.06.1995, Blaðsíða 31
una í barnastarfinu og hef ég verið að gera tilraunir nteð að nota orðið á fjölbreyttari hátt en bara í hug- leiðingum. Sérstaklega er þetta gert með það í huga að Biblían verði börnunum opin og handhæg bók, sem þau kunni að fletta upp í og geti notað, þó ef til vill verði það ekki fyrr en síðar á lífsleiðinni sem þau læri að meta hana. Einnig er, sérstaklega í KFUK-starfinu, lögð áhersla á að kenna telpunum bænir og að biðja með eigin orðum. Að kenna börnunum að þekkja Guð, biðja til hans og lesa orðið er eitt það besta veganesti sem þau geta fengið frá okkur út í lífið. Barnastarfsmanninum verður fljótt ljóst það hlutverk að sá og hlúa að. Sjaldnast sér hann árangur af starfi sínu, nema e.t.v. löngu seinna. (Það kemur þó fyrir að foreldrar, sem sjálf tóku þátt í starfinu sem börn og unglingar en hafa síðan ekki orðið þátttakendur í starfinu sem full- orðið fólk, koma með börnin sín á fundi eða í sumarbúðir). En hann starfar áfram í þeirri trú að það er Guð sem gefur vöxtinn. Sr. Friðrik orðar þetta ágætlega í fyrrnefndri Bjarmagrein og fer vel á að það verði lokaorð þessara vangaveltna: „Eitt get ég sagt; það hefir verið sáð og það hefir verið starfað, og af Guðs náð erum vér þó það sem vér erum, og honum treystum vér til að gefa góða uppskeru á sínum tíma; þess vegna leggjum vér ekki árar í bát, en höldum áfram með glaðri von.“ ■ Barnaskór í úrvali STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA & KRINGLUNNI T'opnskórinn 1 1 VIÐINGÓLFSTORC Kristniboðsþing Stjórn Sambands íslenskra kristniboösfélaga boöar til kristniboösþings (aðalfundar) dagana (s 22.-24. september nœstkomandi í Kristniboössalnum, Hóaleitisbraut 58, Reykjavík. Rétt til þingsetu hafa fulltrúar aöildarfélaga sambandsins, einnig fulltrúar annarra evangelísk-lútherskra félaga ef þau hafa styrkt kristniboösstarfiö meö gjöfum undanfarin tvö ór, svo og aörir kristniboösvinir. Stjórn SÍK 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.