Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 3
Ab draga lærdóm... Staldrað við Það getur verið lærdómsríkt að horfa um öxl. Við getum margt lært af fortíðinni og fyrri tíðar mönnum. Okkar eigin saga og annarra býr yfir reynslu sem kemur okkur að gagni þegar við tökumst á við lífið og horfum til framtíðar. Mikilvægt er þó að gleyma sér ekki í fortíðinni og hinu liðna þannig að málefni dagsins í dag og framtíðarinnar hverfi í skuggann af „gömlum góðurn dögum“ eða „reynslu biturra daga“. í þessu tölublaði Bjarma er dálítið horft um öxl um leið og athyglin beinist að samtíðinni. í síðasta mánuði voru 100 ár liðin frá fæðingu Ólafs Ólafssonar kristniboða og í ár varð Gídeonfélagið 50 ára. Þessi tímamót minna á mikilvæg málefni. Annars vegar minna þau á kristniboðið. Jesús sendi lærisveina sína af stað út um allan heim með fagnaðarerindið. Ólafur Ólafsson var kallaður af Guði og sendur til Kína. Enn erum við kölluð til að boða orðið um fyrirgefningu syndanna í Jesú nafni um alla heimsbyggðina. Hins vegar minna þau á útbreiðslu og dreifingu Guðs orðs. Gídeonfélagið dreifir Biblíum og Nýja testamentum í miklu upplagi á hverju ári. Orð Guðs þarf að komast í hendur fólks. Við erum kölluð til að stuðla að því og biðjum þess að orðið sé lesið og boðskapurinn um Jesú Krist valdi straumhvörfum í lífi fólks. í blaðinu er að þessu sinni leitað svara við spurningunni: Hvað er píetismi? Eitt af því sem píetisminn hefur lagt áherslu á er lestur Guðs orðs. Okkur er gefið þetta orð með mikilvægasta boðskap í heimi. Leyfum Guði að tala við okkur í því og stuðlum að því að fleiri lesi og tileinki sér boðskapinn. Lestur Guðs orðs og boðun fagnaðarerindisins miðar að því að fólk eignist samfélag við Guð sinn og frelsara og uppbyggist í því samfélagi. í því sambandi tölum við gjarnan um lifandi trú. Slík trú lilýtur að mark sitt á líf fólks. Hún starfar í kærleika. Einn þáttur þess heiðarleikinn. Trúin birtist meðal annars í því að við erum heiðarleg i og sönn í samskiptum okkar við aðra. Það er ekki alltaf auðvelt ogl oft verður okkur á. En við þurfum sífellt að takast á við verkefnið á' grundvelli trúar okkar á Guð. Að því beinum við einnig sjónum þessu sinni. Páll postuli nefnir m.a. trúmennsku í upptalningu sinni þegar hann ræðir um ávöxt andans (Gal. 5:22). Heilagur andi Guðs þarf einnig að fá að vinna þetta verk í lífi okkar, að skapa trúmennsku og heiðarleika þannig að líf okkar beri Guði vitni í því efni einnig. Við horfum e.t.v. til baka og sjáuni mistök og svik og það kann að draga úr okkur kjarkinn eða fylla okkur vonleysi. En orð Guðs kennir okkur að við megum leita fyrirgefningar Guðs í Jesú nafni. Þess vegna getum við byrjað upp á nýtt með hreint borð þegar við tökumst á við lífið ogl horfum fram á veginn. Um leið getum við beðið Guð að gefa okkurl kraft síns heilaga anda og styrk til að vinna sigur á freistingum og^ forða okkur frá mistökum. Kjarni máls er trú sem starfar í kærleika." Eigum við slíka trú? Kristilegt tímarit Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Anna Magnúsdóttir, Benedikt Arnkelsson og Gunnar H. Ingimundarson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.500,- innanlands, kr. 3.000,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,- Útlitshönnun og aðstoð við útgáfu: SALT hf - Tómas Torfason. Ljósmyndir: Magnús Fjalar Guðmundsson o.fl. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Að draga lærdóm ...................... 3 Sr. ÚlafurJóhannsson: Hafið góða samvisku!................. 4 Guðmundur Óli Ólafsson: Mér, sem minnstur er.................. 8 Guðmundur Karl Brynjarsson: Gídeonfélagið í 50 ár á íslandi......11 F - síðan: Jesús mettar mannfjöldann............17 Viðtal: Þú getur kallað okkur söngtrúboða...18 Tónlist: Draumurinn sem varð að veruleika....20 Linda Sjöfn Sigurðardóttir: „Snakker du dansk“...................22 Kristniboð: Hann stóð þarna eins og höfðingi.....24 Fréttir af kristniboðsakrinum........24 Hvað er... píetismi?............................26 Esther Gunnarsson: Heimurinn þarfnast kærleika..........28 Svipmyndir frá sumrinu ..............29 Skúii Svavarsson: Erum við að missa fótanna?...........30 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.