Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 4
Sr. Ólafur Jóhannsson -,¦¦.¦.¦ Hafib góba samvisku! - Nokkrir þankar um heiðarleika Kristnir menn eiga ab skera sig úr fjöldanum í hugsunarhætti og gildismati. Þab er besti og áhrifaríkasti vitnisburburinn um trúna. Á móti straumi I frumkristninni hafði sú prédikun hversdagslífsins mun meiri áhrif en rökræður og þrumuræður. Flestir hrifust með vegna innbyrðis kærleika hinna kristnu, nægjusemi þeirra og jafnréttisins meðal þeirra. Fyrir nokkrum árum las ég bók þar sem dregið er í efa að vakningar- samkomur, boðunarherferðir og endur- nýjunarátök innan nútímakirkjunnar skili varanlegum árangri nema kristnir menn hætti að vera samdauna fjöld- anum í háttum og láti afstöðu trúar- innar gegnsýra líf sitt og lífsviðhorf, einkum er varðar meðferð fjármuna og afstöðu til efnislegra gæða. Yfirleitt er auðveldast að fljóta með straumnum en það er aldrei viðmið þess sem tekur alvarlega orð Jesú um að lærisveinar hans séu salt jarðar og ljós heimsins. Þótt margir í samtíð okkar virðist t. d. telja fremur sjálfsagt að fara frjálslega með skattframtalið og hagræða sannleikanum eða leyna upplýsingum í Sr. Olafur Jóhannsson er formaður KFUM í Reykjavík og sóknarprestur í Laugarneskirkju. ýmsum viðskiptum er ekkert slíkt kristnum manni samboðið. Leiðarljós hans er í I. Pét. 1:15: Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. Kristinn maður, sem tekur þessi orð til sín, hlýtur að vilja vera traustur og heiðarlegur. Hvab er ab vera heibarlegur? I orðabók er orðið heiðarlegur útskýrt með áreiðan- legur, sómakær, ósvikull. Þau orð hafa fallega merkingu og fela í sér eftirsóknarverða eiginleika sem við eigum að keppa eftir, sbr. hvatningu Páls í Filippfbr. 4:8. Andheiti þeirra eru t. d. óáreiðanlegur og svikull, orð sem fela í sér eiginleika sem við vildum vonandi flest vera án. Fátt er hryggilegra en það þegar kristnu fólki er lýst með slíkum orðum - með réttu. Gub vill heibarleika Kristinn maður lifir lífi sínu fyrir augliti Guðs. Lífið skiptist ekki í andlegt og veraldlegt, kristilegt og heimslegt, með Guði og án Guðs. Allt lífið er þjónusta við Guð og vitnisburður um kærleika hans. Heiðarlegur, kristinn maður veit að allt er opið fyrir Guði og engu hægt að leyna hann. Við erum hvött til að lifa og framganga í Ijósinu (I. Jóh. l:5nn) og sannleikanum (Efes. 4:15) en forðast myrkrið og lygina.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.